„Það væri draumur að rætast“ Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2022 21:46 Berglind Björg Þorvaldsdóttir og stöllur fagna einu af sex mörkum Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á föstudag í sigrinum sem kom Íslandi á topp síns riðils, og í kjörstöðu fyrir leikinn gegn Hollandi á þriðjudag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. Íslensku stelpurnar voru allar með á æfingunni í dag og voru nokkrir heimamenn, ungir sem aldnir, mættir til að fylgjast með ásamt íslensku fjölmiðlafólki. Ísland tapaði 2-0 fyrir Hollandi fyrr í undankeppni HM, á Laugardalsvelli, en dugar jafntefli á þriðjudaginn til að enda efst í riðlinum þar sem að Hollendingar hafa gert tvö jafntefli við Tékka í keppninni. „Við eigum eftir að fara aðeins betur yfir hollenska liðið núna. Það er ár síðan að við mættum þeim síðast. En þær eru náttúrulega bara gríðarlega öflugt lið, bæði varnarlega og sóknarlega, svo við þurfum að eiga toppleik á þriðjudaginn,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji landsliðsins. Klippa: Berglind á æfingu í Hollandi Hollendingar, sem unnu silfur á síðasta HM, ráku þjálfarann sinn eftir að hafa „aðeins“ náð í 8-liða úrslit á EM í sumar. Nýr þjálfari liðsins, Andries Jonker, hefur því haft takmarkaðan tíma til að móta sitt lið: „Maður veit aldrei hvað þjálfarinn þeirra leggur upp með og við þurfum bara að fókusa á okkar leik og gera okkar besta,“ segir Berglind sem veit að sín bíður allt annað hlutverk en í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn: „Jú, klárlega. Ég býst við að við verðum ekki með mikinn tíma með boltann fram á við, en við þurfum bara að nýta skyndisóknir og aðrar sóknir okkar vel. Vonandi skilar það sér.“ Ísland hefur fjórum sinnum komist í lokakeppni EM en hefur aldrei verið eins nálægt því að fá að keppa við þær bestu í heimi, á sjálfu heimsmeistaramótinu, eins og nú: „Það væri draumur að rætast. Það er eiginlega ótrúlegt að það sé komið að þessum leik. Maður er búinn að bíða eftir honum í smátíma núna. Það er frábært að það sé komið að honum og við erum allar gríðarlega spenntar,“ segir Berglind. Ísland og Holland mætast á þriðjudagskvöld í Utrecht í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í umspil. Vísir er á staðnum og flytur fréttir heim af stelpunum okkar. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Hollendingar hituðu upp fyrir leikinn gegn Íslandi með sigri Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 2-1 sigur gegn því skoska í vináttulandsleik í kvöld. Hollendingar mæta íslensku stelpunum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. 2. september 2022 20:00 „Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41 Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Kallað eftir afsögn Gerrards Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Haraldur hættir hjá Víkingi Áfall fyrir Cloé Eyju og enginn fótbolti næstu mánuði Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar „Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ronaldo brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og Al Nassr féll úr leik UEFA dælir 150 milljörðum í eflingu fótbolta kvenna „Fótboltinn er fyrir alla en ekki bara fyrir Real Madrid“ Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Ten Hag vildi fá Welbeck til United Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Sjá meira
Íslensku stelpurnar voru allar með á æfingunni í dag og voru nokkrir heimamenn, ungir sem aldnir, mættir til að fylgjast með ásamt íslensku fjölmiðlafólki. Ísland tapaði 2-0 fyrir Hollandi fyrr í undankeppni HM, á Laugardalsvelli, en dugar jafntefli á þriðjudaginn til að enda efst í riðlinum þar sem að Hollendingar hafa gert tvö jafntefli við Tékka í keppninni. „Við eigum eftir að fara aðeins betur yfir hollenska liðið núna. Það er ár síðan að við mættum þeim síðast. En þær eru náttúrulega bara gríðarlega öflugt lið, bæði varnarlega og sóknarlega, svo við þurfum að eiga toppleik á þriðjudaginn,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji landsliðsins. Klippa: Berglind á æfingu í Hollandi Hollendingar, sem unnu silfur á síðasta HM, ráku þjálfarann sinn eftir að hafa „aðeins“ náð í 8-liða úrslit á EM í sumar. Nýr þjálfari liðsins, Andries Jonker, hefur því haft takmarkaðan tíma til að móta sitt lið: „Maður veit aldrei hvað þjálfarinn þeirra leggur upp með og við þurfum bara að fókusa á okkar leik og gera okkar besta,“ segir Berglind sem veit að sín bíður allt annað hlutverk en í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn: „Jú, klárlega. Ég býst við að við verðum ekki með mikinn tíma með boltann fram á við, en við þurfum bara að nýta skyndisóknir og aðrar sóknir okkar vel. Vonandi skilar það sér.“ Ísland hefur fjórum sinnum komist í lokakeppni EM en hefur aldrei verið eins nálægt því að fá að keppa við þær bestu í heimi, á sjálfu heimsmeistaramótinu, eins og nú: „Það væri draumur að rætast. Það er eiginlega ótrúlegt að það sé komið að þessum leik. Maður er búinn að bíða eftir honum í smátíma núna. Það er frábært að það sé komið að honum og við erum allar gríðarlega spenntar,“ segir Berglind. Ísland og Holland mætast á þriðjudagskvöld í Utrecht í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í umspil. Vísir er á staðnum og flytur fréttir heim af stelpunum okkar.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Hollendingar hituðu upp fyrir leikinn gegn Íslandi með sigri Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 2-1 sigur gegn því skoska í vináttulandsleik í kvöld. Hollendingar mæta íslensku stelpunum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. 2. september 2022 20:00 „Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41 Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mourinho meiddist á æfingu þegar leikmaður Fenerbahçe felldi hann Albert ekki með gegn Genoa er Fiorentina vann fjórða leikinn í röð Kane steig á andlit en slapp við rautt: „Augljóst að dómarinn var í Bayern treyju“ Kallað eftir afsögn Gerrards Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Haraldur hættir hjá Víkingi Áfall fyrir Cloé Eyju og enginn fótbolti næstu mánuði Jürgen Klopp: Ég vil ekki stíga á neinar tær Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar „Gaman að fá að vera partur af stóru skrefi í íslenskri fótboltasögu“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Tottenham henti Man City úr keppni Martínez markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Inter Stefán Teitur átti ekki möguleika gegn Arsenal | Newcastle lagði Chelsea Man Utd örugglega áfram í fyrsta leik Nistelrooy sem þjálfara Liverpool áfram eftir fjörugan síðari hálfleik Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ronaldo brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og Al Nassr féll úr leik UEFA dælir 150 milljörðum í eflingu fótbolta kvenna „Fótboltinn er fyrir alla en ekki bara fyrir Real Madrid“ Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Fresta leikjum vegna hamfaraflóða á Spáni Ten Hag vildi fá Welbeck til United Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Sjá meira
Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00
Hollendingar hituðu upp fyrir leikinn gegn Íslandi með sigri Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 2-1 sigur gegn því skoska í vináttulandsleik í kvöld. Hollendingar mæta íslensku stelpunum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. 2. september 2022 20:00
„Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41
Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50