Fótbolti

Hollendingar hituðu upp fyrir leikinn gegn Íslandi með sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Vivianne Miedema skoraði fyrsta mark Hollands í kvöld.
Vivianne Miedema skoraði fyrsta mark Hollands í kvöld. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images

Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 2-1 sigur gegn því skoska í vináttulandsleik í kvöld. Hollendingar mæta íslensku stelpunum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag.

Eins og við var að búast var mikið um skiptingar og augljóst að þjálfari hollenska liðsins hafði engan áhuga á því að sjá leikmenn sína meiðast fyrir leikinn mikilvæga gegn Íslendingum.

Vivianne Miedema kom Hollendingum í forystu strax á tíundu mínútu leiksins áður en Claire Emslie jafnaði metin fyrir Skota tveimur mínútum síðar og staðan því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.

Það var svo Fenna Kalma sem kom Hollendingum í forystu á ný á lokamínútum leiksins og sigur Hollendinga í höfn.

Lokatölur því 1-1 og Hollendingar mæta íslenska liðinu með jafntefli á bakinu. Leikur Hollands og Íslands fer fram í Hollandi næstkomandi þriðjudag klukkan 18:45 að íslenskum tíma og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×