Erfitt að gagnrýna menn fyrir að klúðra vítaspyrnu Smári Jökull Jónsson skrifar 4. september 2022 16:35 Eiður Smári þungt hugsi. Vísir/Hulda Margrét „Við segjum bara hlutina eins og þeir eru, þetta voru tvö kjörin tækifæri til að klára leikinn. Við ætlum greinilega ekki auðveldu leiðina í þessu,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH eftir að hans menn gerðu markalaust jafntefli við Leikni í Bestu deildinni. FH misnotaði tvær vítaspyrnur í leiknum. „Við megum ekki hengja haus. Það eru fjórir dagar síðan við vorum í skýjunum og svo erum við svekktir í dag. Við höldum hreinu í þriðja sinn í röð í deildinni sem er jákvætt,“ bætti Eiður Smári við en FH tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudag eftir dramatískan leik gegn KA. Þeir eru hins vegar enn í bullandi fallbaráttu í Bestu deildinni. FH byrjaði leikinn ekki vel í dag og Leiknismenn voru mun sprækari aðilinn í upphafi. FH vann sig þó inn í leikinn þegar á leið en leikur Hafnfirðinga náði aldrei neinum sérstökum hæðum í dag. „Það vantaði aðeins orku, hvort það var smá þreyta eða hvað. Það tók okkur góðan hálftíma að koma okkur inn í leikinn en við áttum fínustu kafla og nokkur þokkaleg færi. Eitt stig, við tökum það með okkur.“ Sóknarlega voru FH-ingar bitlausir lengi vel og lítill hraði í þeirra leik. „Það vantaði í raun aðeins meiri ákefð. Við vorum í ágætum stöðum en af því að ákefðin var ekki næg þá nýttum við þær stöður ekki nógu vel. Það er alveg eðlilegt eftir að adrenalínið er búið að fara upp í vikunni þá vill maður upplifa þá stemmningu aftur og það er erfitt að finna hana.“ „Ég hef alveg skilning á því að það hafi verið smá slen í okkur en þegar leið á leikinn þá stigum við meira og meira upp. Auðvitað er það svekkjandi að hafa ekki klárað þetta.“ Steven Lennon misnotaði fyrri vítaspyrnu FH í dag en hann klikkaði einnig á vítapunktinum í leiknum gegn KA á fimmtudag. „Ég þekki ekki þessa tilfinningu, sem betur fer,“ sagði Eiður Smári glottandi. „Ég á rosalega erfitt með að gagnrýna menn fyrir einhver einstaklingsmistök eða að misnota vítaspyrnu því það eru allir að gera þetta af einlægni. Það er enginn sem ætlar sér að klúðra á einhverjum svona augnablikum.“ „Ég horfi ekki svo mikið á það, ég horfi miklu frekar á hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við náðum smám saman að bæta okkar leik og setja pressu á Leiknismenn. Það er margt sem ég er ánægður með og margt sem ég er svekktur yfir,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir R.-FH 0-0 | Viktor Freyr hetja Leiknis er hann varði vítaspyrnu í uppbótartíma Leiknir Reykjavík og FH gerðu markalaust jafntefli í sannkölluðum sex stiga fallslag í Bestu deild karla í dag. Gestirnir úr Hafnafirði brenndu af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Þá fyrri setti Steven Lennon í slánna og þá síðari, á síðustu mínútu uppbótartíma varrði Viktor Freyr Sigurðsson frá Birni Daníel Sverrissyni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. september 2022 15:55 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
„Við megum ekki hengja haus. Það eru fjórir dagar síðan við vorum í skýjunum og svo erum við svekktir í dag. Við höldum hreinu í þriðja sinn í röð í deildinni sem er jákvætt,“ bætti Eiður Smári við en FH tryggði sér sæti í úrslitum Mjólkurbikarsins á fimmtudag eftir dramatískan leik gegn KA. Þeir eru hins vegar enn í bullandi fallbaráttu í Bestu deildinni. FH byrjaði leikinn ekki vel í dag og Leiknismenn voru mun sprækari aðilinn í upphafi. FH vann sig þó inn í leikinn þegar á leið en leikur Hafnfirðinga náði aldrei neinum sérstökum hæðum í dag. „Það vantaði aðeins orku, hvort það var smá þreyta eða hvað. Það tók okkur góðan hálftíma að koma okkur inn í leikinn en við áttum fínustu kafla og nokkur þokkaleg færi. Eitt stig, við tökum það með okkur.“ Sóknarlega voru FH-ingar bitlausir lengi vel og lítill hraði í þeirra leik. „Það vantaði í raun aðeins meiri ákefð. Við vorum í ágætum stöðum en af því að ákefðin var ekki næg þá nýttum við þær stöður ekki nógu vel. Það er alveg eðlilegt eftir að adrenalínið er búið að fara upp í vikunni þá vill maður upplifa þá stemmningu aftur og það er erfitt að finna hana.“ „Ég hef alveg skilning á því að það hafi verið smá slen í okkur en þegar leið á leikinn þá stigum við meira og meira upp. Auðvitað er það svekkjandi að hafa ekki klárað þetta.“ Steven Lennon misnotaði fyrri vítaspyrnu FH í dag en hann klikkaði einnig á vítapunktinum í leiknum gegn KA á fimmtudag. „Ég þekki ekki þessa tilfinningu, sem betur fer,“ sagði Eiður Smári glottandi. „Ég á rosalega erfitt með að gagnrýna menn fyrir einhver einstaklingsmistök eða að misnota vítaspyrnu því það eru allir að gera þetta af einlægni. Það er enginn sem ætlar sér að klúðra á einhverjum svona augnablikum.“ „Ég horfi ekki svo mikið á það, ég horfi miklu frekar á hvernig við komum inn í leikinn og hvernig við náðum smám saman að bæta okkar leik og setja pressu á Leiknismenn. Það er margt sem ég er ánægður með og margt sem ég er svekktur yfir,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir R.-FH 0-0 | Viktor Freyr hetja Leiknis er hann varði vítaspyrnu í uppbótartíma Leiknir Reykjavík og FH gerðu markalaust jafntefli í sannkölluðum sex stiga fallslag í Bestu deild karla í dag. Gestirnir úr Hafnafirði brenndu af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Þá fyrri setti Steven Lennon í slánna og þá síðari, á síðustu mínútu uppbótartíma varrði Viktor Freyr Sigurðsson frá Birni Daníel Sverrissyni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. september 2022 15:55 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Leik lokið: Leiknir R.-FH 0-0 | Viktor Freyr hetja Leiknis er hann varði vítaspyrnu í uppbótartíma Leiknir Reykjavík og FH gerðu markalaust jafntefli í sannkölluðum sex stiga fallslag í Bestu deild karla í dag. Gestirnir úr Hafnafirði brenndu af tveimur vítaspyrnum í leiknum. Þá fyrri setti Steven Lennon í slánna og þá síðari, á síðustu mínútu uppbótartíma varrði Viktor Freyr Sigurðsson frá Birni Daníel Sverrissyni. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 4. september 2022 15:55