Fótbolti

Freyr segir nýja leik­menn Lyng­by koma úr hæstu hillu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tveir nýjustu leikmenn Lyngby saman á æfingu.
Tveir nýjustu leikmenn Lyngby saman á æfingu. Twitter@LyngbyBoldklub

Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, er einkar ánægður með leikmennina sem liðið sótti í lok félagaskiptagluggans. Þar á meðal var landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason.

Freyr hefur hrósað Alfreð í hástert en framherjinn kemur frá þýska úrvalsdeildarliðinu Augsburg. Nýliðar Lyngby hafa ekki enn unnið leik og vonast Freyr til að reynsla Alfreðs muni hjálpa liðinu í baráttunni framundan.

Ásamt því að sækja Alfreð þá samdi Lyngby við miðjumanninn Tochi Chukwuani. Sá síðarnefndi kemur frá Nordsjælland og hefur spilað alls 33 leiki í dönsku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall.

„Alfreð kemur inn í liðið með mikla reynslu af hæsta getustigi. Eins og ég hef sagt margoft þá þekki ég leikmanninn vel frá tíma okkar í landsliðnu. Hann er reynslumikill og gríðarlega gáfaður leikmaður. Ég veit að Alfreð mun taka mikla ábyrgð innan vallar sem utan og hann mun vonandi vera fyrirmynd fyrir aðra leikmenn liðsins,“ sagði Freyr við vefsíðu Lyngby.

Chukwuani er í byrjunarliði Lyngby sem mætir Randers í dag á meðan Alfreð hefur leik á bekknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×