„Freyr hafði lykiláhrif“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2022 09:31 Alfreð Finnbogason í búningi Lyngby. Honum var úthlutað treyjunúmerinu átján. lyngby Alfreð Finnbogason er afar sáttur með að hafa samið við danska úrvalsdeildarliðið Lyngby. Hann segir að Freyr Alexandersson hafi haft mikil áhrif á þá ákvörðun hans að velja Lyngby. Eftir að hafa leikið með Augsburg frá 2016 skildu leiðir hjá Alfreð og þýska liðinu eftir síðasta tímabil. Hann hafði samband við Frey í júní og falaðist eftir því að æfa með Lyngby í júlí sem var auðfengið. Hann fékk strax góða tilfinningu fyrir liðinu sem er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni. „Ég var mjög sáttur og leið hrikalega vel. Á þeim tíma vorum við samt ekkert að ræða um að ég yrði áfram. Það var nýtt fyrir mig að vera í þessari stöðu, samningslaus,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi í gær. Hann hafði úr ýmsum tilboðum að velja, meðal annars frá liðum í þýsku B-deildinni og frá meira framandi slóðum. En á endanum samdi hann við Lyngby þar sem hann hittir fyrir Frey sem hann þekkir vel frá tíma þeirra saman með íslenska landsliðinu. Alfreð vonast til að koma ferlinum aftur á fulla ferð hjá Lyngby en sem kunnugt er hefur hann verið mikið frá vegna meiðsla undanfarin ár. Freyr Alexandersson kom Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðasta tímabili.getty/Lars Ronbog „Maður vildi finna fyrir tilfinningunni að mín væri þörf og komast þannig aftur af stað. Ég vil spila fótboltaleiki og njóta þess aftur. Og ég hef fulla trú á því að það sé hægt hér. Ég þekki Frey og hvernig hann vinnur,“ sagði Alfreð. Eftir að hafa æft með Lyngby í júlí kom hann heim til Íslands og æfði með FH og Breiðabliki á meðan hann dvaldi hér. „Ég er í fínu æfingastandi en það er mjög erfitt að meta hvernig leikjaformið er. Vonandi fæst svar við því sem fyrst. Ég tel mig vera tilbúinn að spila. Tíminn leiðir í ljós hvað þetta tekur langan tíma,“ sagði Alfreð. Hann myndi ekki slá hendinni á móti því að spila þegar Lyngby tekur á móti Randers í 8. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. „Ég myndi treysta mér til að spila um helgina en hversu mikið veit ég ekki. Kannski er betra að byggja þetta upp skref fyrir skref.“ Alfreð hefur komið víða við á ferlinum en hefur ekki áður spilað í Danmörku.lyngby Alfreð fer ekki í neinar grafgötur með að Freyr hafi haft mikið um það að segja að hann samdi við Lyngby. „Lykiláhrif, ég neita því ekki. En hann setti enga gríðarlega pressu á mig og ég hef sjaldan lent í því að þjálfari ýti svona lítið á eftir mér. Hann útskýrði hvað ég fengi hérna og mína stöðu. Vonandi verður þetta gott samstarf,“ sagði Alfreð sem þarf ekki langan tíma til að koma sér inn í hlutina hjá Lyngby enda þekkir hann til þar eftir tíma sinn hjá félaginu fyrr í sumar. „Það hjálpar, ekki spurning. Fyrsti fasinn að kynnast mönnum er að baki. Ég þekki nöfnin. Þetta er léttur og góður hópur.“ Lyngby er fyrsti áfangastaður Sævars Atla Magnússonar í atvinnumennsku.vísir/hulda margrét Fyrir hjá Lyngby er annar íslenskur framherji, Sævar Atli Magnússon. Alfreð ber Breiðhyltingnum vel söguna. „Þetta er frábær drengur og góður fótboltamaður. Ekkert nema jákvætt um hann að segja. Er á öfugum enda við mig. Við náum mjög vel saman. Þetta er hrikalega þroskaður drengur miðað við aldur,“ sagði Alfreð sem vonast til að reynsla sín hjálpi Lyngby sem er á botni dönsku deildarinnar með einungis tvö stig eftir fyrstu sjö umferðirnar. „Maður reynir að vera fyrirmynd í því hvernig maður tekur á hlutunum. Það er gott að vera með reyndari leikmenn í klefanum til að róa mannskapinn,“ sagði Alfreð að endingu. Danski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Sjá meira
Eftir að hafa leikið með Augsburg frá 2016 skildu leiðir hjá Alfreð og þýska liðinu eftir síðasta tímabil. Hann hafði samband við Frey í júní og falaðist eftir því að æfa með Lyngby í júlí sem var auðfengið. Hann fékk strax góða tilfinningu fyrir liðinu sem er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni. „Ég var mjög sáttur og leið hrikalega vel. Á þeim tíma vorum við samt ekkert að ræða um að ég yrði áfram. Það var nýtt fyrir mig að vera í þessari stöðu, samningslaus,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi í gær. Hann hafði úr ýmsum tilboðum að velja, meðal annars frá liðum í þýsku B-deildinni og frá meira framandi slóðum. En á endanum samdi hann við Lyngby þar sem hann hittir fyrir Frey sem hann þekkir vel frá tíma þeirra saman með íslenska landsliðinu. Alfreð vonast til að koma ferlinum aftur á fulla ferð hjá Lyngby en sem kunnugt er hefur hann verið mikið frá vegna meiðsla undanfarin ár. Freyr Alexandersson kom Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðasta tímabili.getty/Lars Ronbog „Maður vildi finna fyrir tilfinningunni að mín væri þörf og komast þannig aftur af stað. Ég vil spila fótboltaleiki og njóta þess aftur. Og ég hef fulla trú á því að það sé hægt hér. Ég þekki Frey og hvernig hann vinnur,“ sagði Alfreð. Eftir að hafa æft með Lyngby í júlí kom hann heim til Íslands og æfði með FH og Breiðabliki á meðan hann dvaldi hér. „Ég er í fínu æfingastandi en það er mjög erfitt að meta hvernig leikjaformið er. Vonandi fæst svar við því sem fyrst. Ég tel mig vera tilbúinn að spila. Tíminn leiðir í ljós hvað þetta tekur langan tíma,“ sagði Alfreð. Hann myndi ekki slá hendinni á móti því að spila þegar Lyngby tekur á móti Randers í 8. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. „Ég myndi treysta mér til að spila um helgina en hversu mikið veit ég ekki. Kannski er betra að byggja þetta upp skref fyrir skref.“ Alfreð hefur komið víða við á ferlinum en hefur ekki áður spilað í Danmörku.lyngby Alfreð fer ekki í neinar grafgötur með að Freyr hafi haft mikið um það að segja að hann samdi við Lyngby. „Lykiláhrif, ég neita því ekki. En hann setti enga gríðarlega pressu á mig og ég hef sjaldan lent í því að þjálfari ýti svona lítið á eftir mér. Hann útskýrði hvað ég fengi hérna og mína stöðu. Vonandi verður þetta gott samstarf,“ sagði Alfreð sem þarf ekki langan tíma til að koma sér inn í hlutina hjá Lyngby enda þekkir hann til þar eftir tíma sinn hjá félaginu fyrr í sumar. „Það hjálpar, ekki spurning. Fyrsti fasinn að kynnast mönnum er að baki. Ég þekki nöfnin. Þetta er léttur og góður hópur.“ Lyngby er fyrsti áfangastaður Sævars Atla Magnússonar í atvinnumennsku.vísir/hulda margrét Fyrir hjá Lyngby er annar íslenskur framherji, Sævar Atli Magnússon. Alfreð ber Breiðhyltingnum vel söguna. „Þetta er frábær drengur og góður fótboltamaður. Ekkert nema jákvætt um hann að segja. Er á öfugum enda við mig. Við náum mjög vel saman. Þetta er hrikalega þroskaður drengur miðað við aldur,“ sagði Alfreð sem vonast til að reynsla sín hjálpi Lyngby sem er á botni dönsku deildarinnar með einungis tvö stig eftir fyrstu sjö umferðirnar. „Maður reynir að vera fyrirmynd í því hvernig maður tekur á hlutunum. Það er gott að vera með reyndari leikmenn í klefanum til að róa mannskapinn,“ sagði Alfreð að endingu.
Danski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti