Fótbolti

Al­freð semur við Lyng­by: „Vel­komið Finn­boga­son“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alfreð Finnbogason er genginn í raðir Lyngby.
Alfreð Finnbogason er genginn í raðir Lyngby. Getty/Laszlo Szirtesi

Alfreð Finnbogason hefur samið við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby. Verður hann þriðji Íslendingurinn á mála hjá félaginu en Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins og Sævar Atli Magnússon spilar með því.

Alfreð æfði með Lyngby eftir að samningur hans í Þýskalandi rann út en liðið er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og hefur ekki farið neitt sérstaklega vel af stað. Þegar sjö umferðir eru búnar er liðið á botninum með aðeins tvö stig.

Alfreð, sem á þó enn eftir að fara í læknisskoðun, skrifar undir eins árs samning við Lyngby. Eitthvað hefur gleymst að heyra í Íslendingunum er kynningarmyndbandið var sett saman því það endar á „Vel­komið Finn­boga­son“ frekar en „Vel­kominn Finn­boga­son.“

Danmörk verður áttunda landið sem Alfreð spilar í á ferli sínum. Eftir að yfirgefa Breiðablik fór hann til Lokeren í Belgíu, þaðan til Helsingborg í Svíþjóð og svo Heerenveen í Hollandi. Næst lá leiðin til Real Sociedad á Spáni og svo Olympiacos í Grikklandi áður en hann endaði hjá Augsburg.

Alfreð á að baki 61 A-landsleik fyrir íslenska landsliðið og hefur skorað í þeim 15 mörk. Hann tók nýverið fyrir að landsliðsskórnir væru farnir upp í hillu og ef skrokkurinn er í lagi þá er Alfreð meira en til í að spila fyrir Íslands hönd ef kallið kemur.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Alfreð farinn frá Augsburg

Framherjinn Alfreð Finnbogason verður ekki áfram í herbúðum Augsburg í Þýskalandi. Frá þessu greindi úrvalsdeildarfélagið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×