Ráðherra og aðstoðarmaður sakaðir um kynferðisofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 06:49 Ráðherra og aðstoðarmaður í fosætisráðuneytinu hafa verið sakaðir um kynferðisofbeldi. Getty/Victoria Jones Ekki var brugðist við ásökunum gegn ráðherra og aðstoðarmanni í ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands þegar þeir voru sakaðir um kynferðisofbeldi á kjörtímabilinu. Tvær konur hafa stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segjast hafa orðið fyrir af hendi stjórnmálamannanna. Önnur þeirra, sem er fyrrverandi starfsmaður þingflokks Íhaldsflokksins, segir að sér hafi verið nauðgað en hin að á henni hafi verið káfað. Sú sem starfaði fyrir þingflokkinn ræddi við Sky News í hlaðvarpinu The Open Secret, gegn loforði um nafnleynd. „Mér var nauðgað af einhverjum sem er núna ráðherra og ég var rétt skriðin yfir tvítugt. Ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að takast á við það. Ég var mjög drukkinn, hann hellti í mig víni og ég var alveg á hausnum,“ segir konan í hlaðvarpsþættinum. „Eftir smá stund spurði ég hann hvort það væri ekki bara í lagi að ég færi uppí rúm og legði mig. En augljóslega lét hann mig ekki vera. Og þegar ég vaknaði næsta morgun fattaði ég hvað hafði gerst.“ Hlusta má á þáttinn hér að neðan: Hún segist hafa sagt kollegum sínum, og þingmanninum sem hún starfaði fyrir, frá atvikinu á sínum tíma og þeir hvatt hana til að leita til lögreglunnar. Eftir að hafa leitað til hennar og rætt við lögreglufulltrúa hafi hún hins vegar hætt við að fara lengra með málið og lét það kjurrt liggja að láta vita formlega af atvikinu hjá Íhaldsflokknum. „Ég var of hrædd til að fara í það verkefni og eiga á hættu að ég missti stjórn á aðstæðunum,“ segir hún. Hin konan, sem starfaði í forsætisráðuneytinu, segir mann, sem nú starfar fyrir ráðuneytið, hafa káfað á sér. Hún hafi ítrekað kvartað undan manninum og kvartað til forsætisráðuneytisins að hann hafi verið ráðinn í stöðu innan þess. „Ég frétti að hann hefði fengið starf í Downing stræti. Ég ræddi þetta við fjölda fólks og ekkert gerðist. Þannig að ég sendi inn formlega kvörtun til ráðuneytisins. Mér fannst ég bera ábyrgð, sér í lagi vegna þess að hann starfar með fjölda kvenna og ég trúði ekki öðru en hann gerði þetta aftur.“ Hún bætir við að eftir að yfirmaður mannsins hafi tekið við kvörtuninni hafi hann hundsað hana á þeim grundvelli að maðurinn ásakaði væri myndarlegur og konur flykktust að honum. Bretland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fimm frambjóðendur áfram í þriðju umferð á mánudag Enginn breyting varð á röð frambjóðenda í annarri umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins sem fram fór í dag. Fimm frambjóðendur taka þátt í þriðju umferð sem fram fer á mánudag. 14. júlí 2022 20:00 Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Tvær konur hafa stigið fram og lýst kynferðisofbeldi sem þær segjast hafa orðið fyrir af hendi stjórnmálamannanna. Önnur þeirra, sem er fyrrverandi starfsmaður þingflokks Íhaldsflokksins, segir að sér hafi verið nauðgað en hin að á henni hafi verið káfað. Sú sem starfaði fyrir þingflokkinn ræddi við Sky News í hlaðvarpinu The Open Secret, gegn loforði um nafnleynd. „Mér var nauðgað af einhverjum sem er núna ráðherra og ég var rétt skriðin yfir tvítugt. Ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að takast á við það. Ég var mjög drukkinn, hann hellti í mig víni og ég var alveg á hausnum,“ segir konan í hlaðvarpsþættinum. „Eftir smá stund spurði ég hann hvort það væri ekki bara í lagi að ég færi uppí rúm og legði mig. En augljóslega lét hann mig ekki vera. Og þegar ég vaknaði næsta morgun fattaði ég hvað hafði gerst.“ Hlusta má á þáttinn hér að neðan: Hún segist hafa sagt kollegum sínum, og þingmanninum sem hún starfaði fyrir, frá atvikinu á sínum tíma og þeir hvatt hana til að leita til lögreglunnar. Eftir að hafa leitað til hennar og rætt við lögreglufulltrúa hafi hún hins vegar hætt við að fara lengra með málið og lét það kjurrt liggja að láta vita formlega af atvikinu hjá Íhaldsflokknum. „Ég var of hrædd til að fara í það verkefni og eiga á hættu að ég missti stjórn á aðstæðunum,“ segir hún. Hin konan, sem starfaði í forsætisráðuneytinu, segir mann, sem nú starfar fyrir ráðuneytið, hafa káfað á sér. Hún hafi ítrekað kvartað undan manninum og kvartað til forsætisráðuneytisins að hann hafi verið ráðinn í stöðu innan þess. „Ég frétti að hann hefði fengið starf í Downing stræti. Ég ræddi þetta við fjölda fólks og ekkert gerðist. Þannig að ég sendi inn formlega kvörtun til ráðuneytisins. Mér fannst ég bera ábyrgð, sér í lagi vegna þess að hann starfar með fjölda kvenna og ég trúði ekki öðru en hann gerði þetta aftur.“ Hún bætir við að eftir að yfirmaður mannsins hafi tekið við kvörtuninni hafi hann hundsað hana á þeim grundvelli að maðurinn ásakaði væri myndarlegur og konur flykktust að honum.
Bretland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fimm frambjóðendur áfram í þriðju umferð á mánudag Enginn breyting varð á röð frambjóðenda í annarri umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins sem fram fór í dag. Fimm frambjóðendur taka þátt í þriðju umferð sem fram fer á mánudag. 14. júlí 2022 20:00 Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Fimm frambjóðendur áfram í þriðju umferð á mánudag Enginn breyting varð á röð frambjóðenda í annarri umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins sem fram fór í dag. Fimm frambjóðendur taka þátt í þriðju umferð sem fram fer á mánudag. 14. júlí 2022 20:00
Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39
Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. 13. júlí 2022 19:21