Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2022 16:28 Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. Guðmundur Björgvin Helgason segir tímasetninguna enga tilviljun. Þó hafi verið lengi á teikniborðinu að gera úttekt á eftirliti MAST með velferð dýra enda slík mál töluvert lengi verið í opinberri umræðu. „Þetta er ekki fyrsta eða annað málið sem kemur upp þar sem stofnunin verður fyrir gagnrýni út af meðferð málaflokksins,“ segir Guðmundur Björgvin. Stjórnsýsluúttekt hafi verið gerð á störfum MAST árið 2013. Það ár fluttist málaflokkurinn dýravelferð frá Umhverfisstofnun til MAST. Fyrir vikið hafi ríkisendurskoðun ekki átt snertiflöt við þennan málaflokk síðan hann fluttist til MAST. „Við höldum alltaf utan um ákveðin úttektartilefni sem við teljum okkur geta ráðist í að eigin frumkvæði,“ segir Guðmundur Björgvin. Um sé að ræða hugmyndavinnu og þetta mál hafi verið á lista í nokkurn tíma. „Þetta er eitt dæmi núna en þau hafa verið önnur tilefnin þar sem eftirlitsstofnunin hefur sætt gagnrýni. Ef það er að ósekju þá hygg ég að úttektin muni leiða það í ljós. Ef þarna eru einhverjir vankantar, agnúar eða skortur á mannafla, peningum eða hvað sem það kann að vera til þess að stofnunin geti axlað ábyrgð á hlutverki sínu lögum samkvæmt þá hygg ég að úttektin muni leiða það í ljós einnig,“ segir Guðmundur Björgvin. Hann telur að úttektin muni ekki taka svo langa tíma, í það minnsta taka mánuði en ekki ár. Vonandi ekki of marga mánuði. Verkefnið sé að fara af stað og umfangið ráðist af því hvernig það verði afmarkað. Niðurstaða úttektarinnar verður birt í opinberri skýrslu til Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð. Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Guðmundur Björgvin Helgason segir tímasetninguna enga tilviljun. Þó hafi verið lengi á teikniborðinu að gera úttekt á eftirliti MAST með velferð dýra enda slík mál töluvert lengi verið í opinberri umræðu. „Þetta er ekki fyrsta eða annað málið sem kemur upp þar sem stofnunin verður fyrir gagnrýni út af meðferð málaflokksins,“ segir Guðmundur Björgvin. Stjórnsýsluúttekt hafi verið gerð á störfum MAST árið 2013. Það ár fluttist málaflokkurinn dýravelferð frá Umhverfisstofnun til MAST. Fyrir vikið hafi ríkisendurskoðun ekki átt snertiflöt við þennan málaflokk síðan hann fluttist til MAST. „Við höldum alltaf utan um ákveðin úttektartilefni sem við teljum okkur geta ráðist í að eigin frumkvæði,“ segir Guðmundur Björgvin. Um sé að ræða hugmyndavinnu og þetta mál hafi verið á lista í nokkurn tíma. „Þetta er eitt dæmi núna en þau hafa verið önnur tilefnin þar sem eftirlitsstofnunin hefur sætt gagnrýni. Ef það er að ósekju þá hygg ég að úttektin muni leiða það í ljós. Ef þarna eru einhverjir vankantar, agnúar eða skortur á mannafla, peningum eða hvað sem það kann að vera til þess að stofnunin geti axlað ábyrgð á hlutverki sínu lögum samkvæmt þá hygg ég að úttektin muni leiða það í ljós einnig,“ segir Guðmundur Björgvin. Hann telur að úttektin muni ekki taka svo langa tíma, í það minnsta taka mánuði en ekki ár. Vonandi ekki of marga mánuði. Verkefnið sé að fara af stað og umfangið ráðist af því hvernig það verði afmarkað. Niðurstaða úttektarinnar verður birt í opinberri skýrslu til Alþingis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýraheilbrigði Borgarbyggð Tengdar fréttir Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41
Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57