Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Bjarki Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2022 22:57 Steinunn Árnadóttir segir, og vísar meðal annars til mynda sem hún hefur tekið, að hestarnir séu vannærðir. Svo mjög að þeir séu að mestu geymdir innanhúss í alltof litlu hesthúsi. Steinunn Árnadóttir Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. Í dag ræddi fréttastofa við áhyggjufullan nágranna ræktendanna sem sagðist tala fyrir munni fjölda hestamanna á svæðinu. Þeir væru því sem næst lamaðir vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hestarnir fái ekki nægilega mikla næringu og séu geymdir í lengri tíma í hesthúsi sem sé alltof lítið. Nágranninn, Steinunn Árnadóttir sem gegnir starfi organista í Borgarneskirkju, tjáir fréttastofu í kvöld að í kjölfar umfjöllunar á Vísi síðdegis virðist eigendurnir ætla að koma hestum sínum á nýjan stað. Hún segist hafa fylgst með eigendunum á staðnum í kvöld. „Þeir eru að tæma húsin sjálfir og lögreglan er komin á staðinn. Eigendurnir komu hlaupandi til mín og þá þorði ég ekki annað en að flýja,“ segir Steinunn. Hún sagði flesta þá sem hafi áhyggjur af hestunum ekki hafa þorað að tjá sig um málið opinberlega af ótta við eigendurna. Sjálf segist hún hafa stigið fram því henni hafi runnið blóðið til skyldunnar. Þögn þýddi að hún væri meðsek. Steinunn telur að þrír fyrri eigendur hesta, sem eru nú á búinu umtalaða í Borgarfirði, reyni nú að endurheimta hesta sína. Eigendurnir fyrrverandi séu með hestakerrur klárar og vilji sækja dýrin sem fyrst. „Þetta er MAST búið að láta viðgangast mánuðum saman. Aðalmálið er að MAST er að bregst þessum skepnum. Það er margbúið að biðja um að eitthvað sé gert. Nú fá þau enn eitt tækifærið til þess að hreinsa út úr húsinu. Fela þessa vesalinga,“ segir Steinunn. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná sambandi við lögregluna í Borgarnesi. Þá gerði fréttastofa endurteknar tilraunir til að ná í eigendur hestanna í dag en án árangurs. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Í dag ræddi fréttastofa við áhyggjufullan nágranna ræktendanna sem sagðist tala fyrir munni fjölda hestamanna á svæðinu. Þeir væru því sem næst lamaðir vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hestarnir fái ekki nægilega mikla næringu og séu geymdir í lengri tíma í hesthúsi sem sé alltof lítið. Nágranninn, Steinunn Árnadóttir sem gegnir starfi organista í Borgarneskirkju, tjáir fréttastofu í kvöld að í kjölfar umfjöllunar á Vísi síðdegis virðist eigendurnir ætla að koma hestum sínum á nýjan stað. Hún segist hafa fylgst með eigendunum á staðnum í kvöld. „Þeir eru að tæma húsin sjálfir og lögreglan er komin á staðinn. Eigendurnir komu hlaupandi til mín og þá þorði ég ekki annað en að flýja,“ segir Steinunn. Hún sagði flesta þá sem hafi áhyggjur af hestunum ekki hafa þorað að tjá sig um málið opinberlega af ótta við eigendurna. Sjálf segist hún hafa stigið fram því henni hafi runnið blóðið til skyldunnar. Þögn þýddi að hún væri meðsek. Steinunn telur að þrír fyrri eigendur hesta, sem eru nú á búinu umtalaða í Borgarfirði, reyni nú að endurheimta hesta sína. Eigendurnir fyrrverandi séu með hestakerrur klárar og vilji sækja dýrin sem fyrst. „Þetta er MAST búið að láta viðgangast mánuðum saman. Aðalmálið er að MAST er að bregst þessum skepnum. Það er margbúið að biðja um að eitthvað sé gert. Nú fá þau enn eitt tækifærið til þess að hreinsa út úr húsinu. Fela þessa vesalinga,“ segir Steinunn. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná sambandi við lögregluna í Borgarnesi. Þá gerði fréttastofa endurteknar tilraunir til að ná í eigendur hestanna í dag en án árangurs.
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent