„Ég veit ekki hvenær þessi regla dó“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2022 08:31 Jürgen Klopp kallar eftir því að reglum leiksins sé framfylgt svo að áhorfandinn þurfi ekki að horfa á boltann svo mikið úr leik. Mike Hewitt/Getty Images Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum ánægður með dramatískan 2-1 sigur liðsins á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Hann setur hins vegar spurningarmerki við það hvernig reglum leiksins er framfylgt. „Þetta var erfiður leikur að spila, vegna þess að við fengum í raun ekki tækifæri til þess að spila mikið,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leik, og vísar þar til þess að boltinn hafi verið mikið úr leik þar sem leikmenn Newcastle hafi gert sitt ítrasta til þess að hægja á leiknum. Klopp segist nefna það því að allir þeir blaðamenn sem hann hafi verið í viðtal við eftir leik hafi spurt út í meinta tilburði Newcastle til að tefja leikinn. „Allir kollegar ykkar spurðu mig út í það eftir leik, það er ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta. Leikurinn var truflaður ítrekað af einhverri ástæðu og því náðum við ekki upp flæði og skriðþunga í okkar leik,“ sagði Klopp á blaðamannafundinum en Jesse Marsch, þjálfari Leeds United, talaði á svipuðum nótum eftir leik Leeds og Everton í fyrrakvöld, þar sem hann kvartaði undan tímasóun andstæðinganna. „En að skora á 98. mínútu var fullkomið augnablik, og fullkomið svar við öllu því sem hafði átt sér stað í leiknum,“ sagði Klopp en Fabio Carvalho, sem kom í sumar frá Fulham, skoraði sigurmarkið í blálok leiksins. „Ekki gott fyrir neinn“ Í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, eftir leik kom Klopp inn á þessa meintu tímasóun þar sem blaðamaður BBC spurði út í það. Hann veltir fyrir sér hvers vegna ekki sé tekið harðar á reglum leiksins sem slíkt varða. „Ég er mjög ánægður hversu margir sáu þetta í kvöld. Það var erfitt að taka þessu. Þetta var nógu erfiður leikur fyrir, Newcastle eyddi mikilli orku í að setja okkur undir pressu. Í lok leiks voru þeir í eilitlum vandræðum með ákvefðina, við tókum eftir því, en þeir voru nálægt því að uppskera stig með þessu,“ Time-wasting Toon? Jurgen Klopp wasn't happy with the Newcastle players.#BBCFootball #MOTD #LIVNEW pic.twitter.com/TUiGFWe7go— BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2022 „Auðvitað koma allir hingað til að sjá fótboltaleik og þegar hann er stöðvaður svona oft, er það ekki gott fyrir neinn. Ég held að það eina sem við getum gert, ekki bara í samhengi þessa leiks, heldur almennt, er að dómarinn refsi fyrr með gulu spjaldi svo að menn hugsi sig tvisvar um,“ „Þegar ég var leikmaður var alltaf gefið gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu þegar andstæðingurinn átti aukaspyrnu. Ég veit ekki hvenær þessi regla dó, en í kvöld var hún hvergi sjáanleg þar sem það kom fyrir nokkuð oft,“ sagði Klopp við BBC en ummælin má sjá að ofan. Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur að spila, vegna þess að við fengum í raun ekki tækifæri til þess að spila mikið,“ sagði Klopp á blaðamannafundi eftir leik, og vísar þar til þess að boltinn hafi verið mikið úr leik þar sem leikmenn Newcastle hafi gert sitt ítrasta til þess að hægja á leiknum. Klopp segist nefna það því að allir þeir blaðamenn sem hann hafi verið í viðtal við eftir leik hafi spurt út í meinta tilburði Newcastle til að tefja leikinn. „Allir kollegar ykkar spurðu mig út í það eftir leik, það er ástæðan fyrir því að ég minnist á þetta. Leikurinn var truflaður ítrekað af einhverri ástæðu og því náðum við ekki upp flæði og skriðþunga í okkar leik,“ sagði Klopp á blaðamannafundinum en Jesse Marsch, þjálfari Leeds United, talaði á svipuðum nótum eftir leik Leeds og Everton í fyrrakvöld, þar sem hann kvartaði undan tímasóun andstæðinganna. „En að skora á 98. mínútu var fullkomið augnablik, og fullkomið svar við öllu því sem hafði átt sér stað í leiknum,“ sagði Klopp en Fabio Carvalho, sem kom í sumar frá Fulham, skoraði sigurmarkið í blálok leiksins. „Ekki gott fyrir neinn“ Í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, eftir leik kom Klopp inn á þessa meintu tímasóun þar sem blaðamaður BBC spurði út í það. Hann veltir fyrir sér hvers vegna ekki sé tekið harðar á reglum leiksins sem slíkt varða. „Ég er mjög ánægður hversu margir sáu þetta í kvöld. Það var erfitt að taka þessu. Þetta var nógu erfiður leikur fyrir, Newcastle eyddi mikilli orku í að setja okkur undir pressu. Í lok leiks voru þeir í eilitlum vandræðum með ákvefðina, við tókum eftir því, en þeir voru nálægt því að uppskera stig með þessu,“ Time-wasting Toon? Jurgen Klopp wasn't happy with the Newcastle players.#BBCFootball #MOTD #LIVNEW pic.twitter.com/TUiGFWe7go— BBC Sport (@BBCSport) August 31, 2022 „Auðvitað koma allir hingað til að sjá fótboltaleik og þegar hann er stöðvaður svona oft, er það ekki gott fyrir neinn. Ég held að það eina sem við getum gert, ekki bara í samhengi þessa leiks, heldur almennt, er að dómarinn refsi fyrr með gulu spjaldi svo að menn hugsi sig tvisvar um,“ „Þegar ég var leikmaður var alltaf gefið gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu þegar andstæðingurinn átti aukaspyrnu. Ég veit ekki hvenær þessi regla dó, en í kvöld var hún hvergi sjáanleg þar sem það kom fyrir nokkuð oft,“ sagði Klopp við BBC en ummælin má sjá að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira