Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 06:49 Ivan Safronov er ákærður fyrir landráð en hann segir þær trúnaðarupplýsingar, sem hann á að hafa lekið, hafa verið hægt að finna auðveldlega á veraldarvefnum. Getty/Sefa Karacan Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. Safronov fjallaði um hernaðarmál fyrir dagblöðin Vedomosti og Kommersant áður en hann var ráðinn sem aðstoðarmaður yfirmanns rússnesku geimferðastofnunarinnar Roskosmos. Hann starfaði þar í um tvo mánuði áður en hann var handtekinn í júlí 2020. Safronov hafnar ásökunum um að hann hafi ljóstrað upp um hernaðarleyndarmál um vopnasölu Rússlands í Mið-Austurlöndum og Afríku. Saksóknarar halda því fram að hann hafi lekið upplýsingum um vopnasöluna til Tékklands, sem er aðildarríki NATO, árið 2017 en hann starfaði þá sem blaðamaður. Fram kemur í frétt Reuters um málið að saksóknarar hafi tengt tékkneskan kunningja Safronovs í þessu samhengi en kunningi hans er blaðamaður sem hann kynntist í Moskvu árið 2010. Blaðamaðurinn umræddi stofnaði síðar veffréttamiðil sem Safronov hefur skrifað fyrir en Safronov segist aðeins hafa notað opinberar upplýsingar í skrifum sínum. Að sögn verjenda Safronovs fóru saksóknarar fram á 24 ára fangelsisdóm yfir honum eftir að hann hafnaði því að játa glæpinn gegn „aðeins“ tólf ára dómi. Þeir segja jafnframt að dómurinn hafi neitað að taka við nýbirtri blaðagrein sem sönnunargagni á mánudag. Í greininni, sem birt var á rússneska fréttamiðlinum Proekt, kemur fram að stóran hluta þeirra upplýsinga sem Safronov er sakaður um að hafa lekið til Tékklands hafi þegar verið hægt að finna á internetinu þegar greinar hans birtust. Dómur yfir Safronov verður kveðinn upp 5. september næstkomandi. Réttarhöldin yfir Safronov hafa skekið rússneskt samfélag og er litið á þau sem enn eina sönnun þess að grip stjórnvalda sé að herðast um alla kima samfélagsins. Frelsi fjölmiðla í landinu hefur skerst verulega undanfarna mánuði, frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst, en hefur farið minnkandi á undanförnum árum. Sjálfstæðir fjölmiðlar, eins og Novaya Gazeta og Dozhd, hafa flúið landið og haldið starfsemi úti erlendis. Þá var stjórnarandstæðingurinn Leonid Gozman handtekinn á mánudag fyrir að hafa brotið lög, sem voru innleidd í fyrra, sem banna samanburð á kommúnisma og nasisma. Hámarksrefsing við slíku broti er fimmtán ára fangelsi. Samkvæmt frétt Reuters var Gozman handtekinn vegna færslna á samfélagsmiðlum sem hann birti árið 2020 þar sem hann skrifaði að Stalín hafi verið verri en Hitler. Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53 Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Safronov fjallaði um hernaðarmál fyrir dagblöðin Vedomosti og Kommersant áður en hann var ráðinn sem aðstoðarmaður yfirmanns rússnesku geimferðastofnunarinnar Roskosmos. Hann starfaði þar í um tvo mánuði áður en hann var handtekinn í júlí 2020. Safronov hafnar ásökunum um að hann hafi ljóstrað upp um hernaðarleyndarmál um vopnasölu Rússlands í Mið-Austurlöndum og Afríku. Saksóknarar halda því fram að hann hafi lekið upplýsingum um vopnasöluna til Tékklands, sem er aðildarríki NATO, árið 2017 en hann starfaði þá sem blaðamaður. Fram kemur í frétt Reuters um málið að saksóknarar hafi tengt tékkneskan kunningja Safronovs í þessu samhengi en kunningi hans er blaðamaður sem hann kynntist í Moskvu árið 2010. Blaðamaðurinn umræddi stofnaði síðar veffréttamiðil sem Safronov hefur skrifað fyrir en Safronov segist aðeins hafa notað opinberar upplýsingar í skrifum sínum. Að sögn verjenda Safronovs fóru saksóknarar fram á 24 ára fangelsisdóm yfir honum eftir að hann hafnaði því að játa glæpinn gegn „aðeins“ tólf ára dómi. Þeir segja jafnframt að dómurinn hafi neitað að taka við nýbirtri blaðagrein sem sönnunargagni á mánudag. Í greininni, sem birt var á rússneska fréttamiðlinum Proekt, kemur fram að stóran hluta þeirra upplýsinga sem Safronov er sakaður um að hafa lekið til Tékklands hafi þegar verið hægt að finna á internetinu þegar greinar hans birtust. Dómur yfir Safronov verður kveðinn upp 5. september næstkomandi. Réttarhöldin yfir Safronov hafa skekið rússneskt samfélag og er litið á þau sem enn eina sönnun þess að grip stjórnvalda sé að herðast um alla kima samfélagsins. Frelsi fjölmiðla í landinu hefur skerst verulega undanfarna mánuði, frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst, en hefur farið minnkandi á undanförnum árum. Sjálfstæðir fjölmiðlar, eins og Novaya Gazeta og Dozhd, hafa flúið landið og haldið starfsemi úti erlendis. Þá var stjórnarandstæðingurinn Leonid Gozman handtekinn á mánudag fyrir að hafa brotið lög, sem voru innleidd í fyrra, sem banna samanburð á kommúnisma og nasisma. Hámarksrefsing við slíku broti er fimmtán ára fangelsi. Samkvæmt frétt Reuters var Gozman handtekinn vegna færslna á samfélagsmiðlum sem hann birti árið 2020 þar sem hann skrifaði að Stalín hafi verið verri en Hitler.
Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53 Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53
Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53
Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01