Innlent

Raf­­­magns­­­laust vegna há­­spennu­bilunar í mið­bæ Reykja­víkur

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Bilarnir sem þessar taki yfirleitt fljótt af.
Bilarnir sem þessar taki yfirleitt fljótt af. Vísir/Vilhelm

Rafmagnslaust er frá Grandagarði inn í Mýrargötu um þessar mundir vegna háspennubilunar. Íbúum er bent á að slökkva á raftækjum sem slökkvi ekki á sér sjálf og gætu valdið tjóni þegar rafmagn komi á að nýju.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upplýsingafulltrúi Veitna segir að yfirleitt sé ekki vitað af hverju háspennubilanir sem þessar verða en þær taki yfirleitt fljótt af.

Unnið sé að lagfæringum en svæðið sem um ræðir sé frá Grandagarði og inn á Mýrargötu. Búist sé við því að lagfæringar taki um það bil klukkustund en sumir notendur geti fengið rafmagn að nýju fyrr en aðrir.

Tilkynningu Veitna má lesa hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×