Fótbolti

Sverrir Ingi vann Íslendingaslaginn í Grikklandi

Atli Arason skrifar
Sverrir Ingi Ingason, leikmaður PAOK.
Sverrir Ingi Ingason, leikmaður PAOK. Getty Images

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði PAOK sem tók á móti Viðari Erni Kjartanssyni og liðsfélögum hans í Atromitos í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Viðar Örn byrjaði leikinn á meðal varamanna en kom inn á leikvöllinn á 62. mínútu þegar PAOK var einu marki yfir eftir að Jasmin Kurtic kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 12. mínútu.

Atromitos tókst að jafna á 92. mínútu með marki Tzovaras en Khaled Narey skoraði sigurmark PAOK fjórum mínúm síðar, á 96. mínútu.

PAOK er eftir sigurinn í öðru sæti deildarinnar þegar tveir leikir eru búnir. PAOK og Panathinaikos eru einu tvö liðin sem hafa unnið báða leiki sína til þessa. Atromitos er hins vegar í 7. sæti með þrjú stig.

Hörður ekki í hóp

Hörður Björgvin Magnússon var ekki í leikmannahópi Panathinaikos sem vann 0-2 útisigur á Guðmundi Þórarinssyni og liðsfélögum hans í Crete í hinum Íslendingaslag grísku úrvalsdeildarinnar. 

Andraz Sporar og Sebastian Palacios skoruðu mörk Panathinaikos í fyrri hálfleik. Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Crete og spilaði fyrstu 64 mínúturnar.

Crete er í 14 og neðsta sæti grísku úrvalsdeildarinnar en Crete er eina liðið án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×