Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 21:04 Rökstuddur grunur er uppi um að Trump hafi brotið lög með því að hafa með sér háleynileg skjöl úr Hvíta húsinu. AP/Susan Walsh Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. 1.184 skjöl, þar á meðal háleynileg skjöl, voru á heimili Trumps í Flórída þegar Bandaríska alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Donalds Trumps í Mar-a-Lago í Flórída 8. ágúst og haldlagði skjölin. Samkvæmt yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins voru „mikið af trúnaðarupplýsingum“ á meðal þess sem lögreglan lagði hald á í Flórída. Skjöl Alríkislögreglunnar þar sem húsleitin er rökstudd.ap Fjölmörg leynileg skjöl Nánar tiltekið báru 184 skjöl merki um einhvers konar leynd, þar á meðal 67 skjöl merkt sem trúnaðarupplýsingar (e. confidential), 92 merkt leynileg (secret) og 25 merkt háleynileg (top-secret). Alríkislögreglan stendur í þeirri trú að á meðal gagna finnist upplýsingar sem hún kallar „upplýsingar um varnarmál landsins“, sem eru einhverjar mestu trúnaðarupplýsingar Bandaríkjanna. Að auki hafi verið illa farið með mörg skjalanna og þau geymd í kössum á meðal dagblaða, mynda og miða þar sem sjá má handskrift Trumps, svo fátt eitt sé nefnt. Í samtali við Washington Post segir Barbara McQuade, fyrrum saksóknari, að nú hafi komið í ljós að „skjölin hafi verið geymd á fjölmörgum stöðum á heimili Trumps og enginn þeirra hafi verið viðeigandi staður til að geyma slíkar trúnaðarupplýsingar.“ Grunaður um að hafa reynt að hindra rannsókn Í skjalinu þar sem leitin er rökstudd kemur einnig fram að grunur sé uppi um að Trump og hans bandamenn hafi logið til um innhald skjalanna þegar Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna óskaði eftir þeim. Að lokum blandaðist Alríkislögreglan í málið eftir ítrekaðar tilraunir skjalasafnsins til að komast yfir gögnin. Af skjölunum að ráða var Trump einnig varaður við því að taka skjalanna væri ólögleg og lögmenn hans hafi einnig samþykkt að gefa skjölin til baka. Í umfjöllun Washington Post er fjallað um að mögulegt sé að Trump og bandamenn hans eigi í virku samtali við Alríkislögregluna um rannsóknina og séu að veita þeim upplýsingar. Gögnin eru annars að miklu leyti ólæsilegar vegna rannsóknarhagsmuna en á næstu vikum má búast við fregnum af mögulegri málsókn saksóknara vegna málsins. Eins og áður segir telur lögreglan að rökstuddur grunur sé uppi um lögbrot Trumps með vörslu gagnanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01 Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31 Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira
1.184 skjöl, þar á meðal háleynileg skjöl, voru á heimili Trumps í Flórída þegar Bandaríska alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Donalds Trumps í Mar-a-Lago í Flórída 8. ágúst og haldlagði skjölin. Samkvæmt yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins voru „mikið af trúnaðarupplýsingum“ á meðal þess sem lögreglan lagði hald á í Flórída. Skjöl Alríkislögreglunnar þar sem húsleitin er rökstudd.ap Fjölmörg leynileg skjöl Nánar tiltekið báru 184 skjöl merki um einhvers konar leynd, þar á meðal 67 skjöl merkt sem trúnaðarupplýsingar (e. confidential), 92 merkt leynileg (secret) og 25 merkt háleynileg (top-secret). Alríkislögreglan stendur í þeirri trú að á meðal gagna finnist upplýsingar sem hún kallar „upplýsingar um varnarmál landsins“, sem eru einhverjar mestu trúnaðarupplýsingar Bandaríkjanna. Að auki hafi verið illa farið með mörg skjalanna og þau geymd í kössum á meðal dagblaða, mynda og miða þar sem sjá má handskrift Trumps, svo fátt eitt sé nefnt. Í samtali við Washington Post segir Barbara McQuade, fyrrum saksóknari, að nú hafi komið í ljós að „skjölin hafi verið geymd á fjölmörgum stöðum á heimili Trumps og enginn þeirra hafi verið viðeigandi staður til að geyma slíkar trúnaðarupplýsingar.“ Grunaður um að hafa reynt að hindra rannsókn Í skjalinu þar sem leitin er rökstudd kemur einnig fram að grunur sé uppi um að Trump og hans bandamenn hafi logið til um innhald skjalanna þegar Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna óskaði eftir þeim. Að lokum blandaðist Alríkislögreglan í málið eftir ítrekaðar tilraunir skjalasafnsins til að komast yfir gögnin. Af skjölunum að ráða var Trump einnig varaður við því að taka skjalanna væri ólögleg og lögmenn hans hafi einnig samþykkt að gefa skjölin til baka. Í umfjöllun Washington Post er fjallað um að mögulegt sé að Trump og bandamenn hans eigi í virku samtali við Alríkislögregluna um rannsóknina og séu að veita þeim upplýsingar. Gögnin eru annars að miklu leyti ólæsilegar vegna rannsóknarhagsmuna en á næstu vikum má búast við fregnum af mögulegri málsókn saksóknara vegna málsins. Eins og áður segir telur lögreglan að rökstuddur grunur sé uppi um lögbrot Trumps með vörslu gagnanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01 Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31 Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fleiri fréttir Boða nýjar landtökubyggðir á Vesturbakkanum Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Sjá meira
Fundu sjö hundruð blaðsíður með leynilegum gögnum í fyrstu sendingunni frá Trump Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna fundu meira en sjö hundruð blaðsíður með leynilegum upplýsingum meðal þeirra gagna sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, tók með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu í janúar 2021. Þar á meðal voru upplýsingar um einhverjar leynilegust aðgerðir leyniþjónusta Bandaríkjanna. 23. ágúst 2022 22:01
Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31
Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. 18. ágúst 2022 23:16