Lét höggin dynja á fangavörðum og fanga Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2022 11:57 Gangur á fangelsinu á Hólmsheiði. Myndin og sá sem er á henni tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði, tvær gegn fangavörðum og eina gegn samfanga sínum. Maðurinn er í fyrstu tveimur liðunum ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og líkamsárásir gegn fangavörðum sem áttu sér stað 15. janúar. Í þriðja lið er hann ákærður fyrir líkamsárás gegn samfanga sínum sem átti sér stað 11. janúar. Veitti fangavörðum alvarlega áverka Í fyrsta lið ákærunnar er maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og meiriháttar líkamsárás með því að ráðast að fangaverði. Þar er því lýst hvernig hinn ákærði veitti fangaverðinum „ítrekuð hnefahögg í andlit og efri hluta líkama með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund, hlaut brot á efri kjálka vinstra megin, nefbeinabrot,“ tognanir á vinstri öxl og vinstra hné og mörg smærri sár og mör víða um líkamann. Í öðrum lið er því lýst hvernig hinn ákærði réðist á annan fangavörð sem kom samstarfsmanni sínum til hjálpar vegna fyrri árásarinnar. Þar segir að hann hafi veitt fangaverðinum „ítrekuð hnefahögg í andlit með þeim afleiðingum að [fangavörðurinn] hlaut 2-3 sentímetra langan skurð á hægri augabrún sem sauma þurfti með þremur sporum, lítið sár ofan á miðju höfði, bólgu yfir vinstra hluta ennis og yfir vinstra gagnauga og bólgu á efri vör.“ Réðist á samfanga sinn Þriðji liðurinn tekur fyrir líkamsárás hins ákærða gegn samfanga sínum. Þar er því lýst hvernig hann veitti manninum „ítrekuð hnefahögg í andlit“ með þeim afleiðingum að viðkomandi hlaut „heilahristing, þriggja sentímetra langan skurð sem sauma þurfti með þremur sporum innanvert á efri vör og sprungu í tönn í neðri góm.“ Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur „til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en til vara að ákærða verði gert að sæta gæslu á viðeigandi stofnun eða öðrum vægari ráðstöfunum.“ Fangaverðirnir tveir sem hinn ákærði réðist á hafa krafist miskabóta vegna árásarinnar, annar krefur hinn ákærða um tvær milljónir auk vaxta en hinn um eina milljón auk vaxta. Þá krefjast báðir þess að ákærða verði gert að greiða málskostnað málsins. Dómsmál Fangelsismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Maðurinn er í fyrstu tveimur liðunum ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og líkamsárásir gegn fangavörðum sem áttu sér stað 15. janúar. Í þriðja lið er hann ákærður fyrir líkamsárás gegn samfanga sínum sem átti sér stað 11. janúar. Veitti fangavörðum alvarlega áverka Í fyrsta lið ákærunnar er maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og meiriháttar líkamsárás með því að ráðast að fangaverði. Þar er því lýst hvernig hinn ákærði veitti fangaverðinum „ítrekuð hnefahögg í andlit og efri hluta líkama með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund, hlaut brot á efri kjálka vinstra megin, nefbeinabrot,“ tognanir á vinstri öxl og vinstra hné og mörg smærri sár og mör víða um líkamann. Í öðrum lið er því lýst hvernig hinn ákærði réðist á annan fangavörð sem kom samstarfsmanni sínum til hjálpar vegna fyrri árásarinnar. Þar segir að hann hafi veitt fangaverðinum „ítrekuð hnefahögg í andlit með þeim afleiðingum að [fangavörðurinn] hlaut 2-3 sentímetra langan skurð á hægri augabrún sem sauma þurfti með þremur sporum, lítið sár ofan á miðju höfði, bólgu yfir vinstra hluta ennis og yfir vinstra gagnauga og bólgu á efri vör.“ Réðist á samfanga sinn Þriðji liðurinn tekur fyrir líkamsárás hins ákærða gegn samfanga sínum. Þar er því lýst hvernig hann veitti manninum „ítrekuð hnefahögg í andlit“ með þeim afleiðingum að viðkomandi hlaut „heilahristing, þriggja sentímetra langan skurð sem sauma þurfti með þremur sporum innanvert á efri vör og sprungu í tönn í neðri góm.“ Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur „til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en til vara að ákærða verði gert að sæta gæslu á viðeigandi stofnun eða öðrum vægari ráðstöfunum.“ Fangaverðirnir tveir sem hinn ákærði réðist á hafa krafist miskabóta vegna árásarinnar, annar krefur hinn ákærða um tvær milljónir auk vaxta en hinn um eina milljón auk vaxta. Þá krefjast báðir þess að ákærða verði gert að greiða málskostnað málsins.
Dómsmál Fangelsismál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira