Lét höggin dynja á fangavörðum og fanga Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2022 11:57 Gangur á fangelsinu á Hólmsheiði. Myndin og sá sem er á henni tengist frétt ekki beint. Vísir/Vilhelm Maður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði, tvær gegn fangavörðum og eina gegn samfanga sínum. Maðurinn er í fyrstu tveimur liðunum ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og líkamsárásir gegn fangavörðum sem áttu sér stað 15. janúar. Í þriðja lið er hann ákærður fyrir líkamsárás gegn samfanga sínum sem átti sér stað 11. janúar. Veitti fangavörðum alvarlega áverka Í fyrsta lið ákærunnar er maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og meiriháttar líkamsárás með því að ráðast að fangaverði. Þar er því lýst hvernig hinn ákærði veitti fangaverðinum „ítrekuð hnefahögg í andlit og efri hluta líkama með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund, hlaut brot á efri kjálka vinstra megin, nefbeinabrot,“ tognanir á vinstri öxl og vinstra hné og mörg smærri sár og mör víða um líkamann. Í öðrum lið er því lýst hvernig hinn ákærði réðist á annan fangavörð sem kom samstarfsmanni sínum til hjálpar vegna fyrri árásarinnar. Þar segir að hann hafi veitt fangaverðinum „ítrekuð hnefahögg í andlit með þeim afleiðingum að [fangavörðurinn] hlaut 2-3 sentímetra langan skurð á hægri augabrún sem sauma þurfti með þremur sporum, lítið sár ofan á miðju höfði, bólgu yfir vinstra hluta ennis og yfir vinstra gagnauga og bólgu á efri vör.“ Réðist á samfanga sinn Þriðji liðurinn tekur fyrir líkamsárás hins ákærða gegn samfanga sínum. Þar er því lýst hvernig hann veitti manninum „ítrekuð hnefahögg í andlit“ með þeim afleiðingum að viðkomandi hlaut „heilahristing, þriggja sentímetra langan skurð sem sauma þurfti með þremur sporum innanvert á efri vör og sprungu í tönn í neðri góm.“ Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur „til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en til vara að ákærða verði gert að sæta gæslu á viðeigandi stofnun eða öðrum vægari ráðstöfunum.“ Fangaverðirnir tveir sem hinn ákærði réðist á hafa krafist miskabóta vegna árásarinnar, annar krefur hinn ákærða um tvær milljónir auk vaxta en hinn um eina milljón auk vaxta. Þá krefjast báðir þess að ákærða verði gert að greiða málskostnað málsins. Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Maðurinn er í fyrstu tveimur liðunum ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og líkamsárásir gegn fangavörðum sem áttu sér stað 15. janúar. Í þriðja lið er hann ákærður fyrir líkamsárás gegn samfanga sínum sem átti sér stað 11. janúar. Veitti fangavörðum alvarlega áverka Í fyrsta lið ákærunnar er maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og meiriháttar líkamsárás með því að ráðast að fangaverði. Þar er því lýst hvernig hinn ákærði veitti fangaverðinum „ítrekuð hnefahögg í andlit og efri hluta líkama með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund, hlaut brot á efri kjálka vinstra megin, nefbeinabrot,“ tognanir á vinstri öxl og vinstra hné og mörg smærri sár og mör víða um líkamann. Í öðrum lið er því lýst hvernig hinn ákærði réðist á annan fangavörð sem kom samstarfsmanni sínum til hjálpar vegna fyrri árásarinnar. Þar segir að hann hafi veitt fangaverðinum „ítrekuð hnefahögg í andlit með þeim afleiðingum að [fangavörðurinn] hlaut 2-3 sentímetra langan skurð á hægri augabrún sem sauma þurfti með þremur sporum, lítið sár ofan á miðju höfði, bólgu yfir vinstra hluta ennis og yfir vinstra gagnauga og bólgu á efri vör.“ Réðist á samfanga sinn Þriðji liðurinn tekur fyrir líkamsárás hins ákærða gegn samfanga sínum. Þar er því lýst hvernig hann veitti manninum „ítrekuð hnefahögg í andlit“ með þeim afleiðingum að viðkomandi hlaut „heilahristing, þriggja sentímetra langan skurð sem sauma þurfti með þremur sporum innanvert á efri vör og sprungu í tönn í neðri góm.“ Héraðssaksóknari krefst þess að ákærði verði dæmdur „til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar en til vara að ákærða verði gert að sæta gæslu á viðeigandi stofnun eða öðrum vægari ráðstöfunum.“ Fangaverðirnir tveir sem hinn ákærði réðist á hafa krafist miskabóta vegna árásarinnar, annar krefur hinn ákærða um tvær milljónir auk vaxta en hinn um eina milljón auk vaxta. Þá krefjast báðir þess að ákærða verði gert að greiða málskostnað málsins.
Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira