Erlent

40 prósent meintra kókaínefna innihéldu alls ekkert kókaín

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Í einu tilviki var aðeins um að ræða hreinan sykur og í öðrum efni á borð við talkúm.
Í einu tilviki var aðeins um að ræða hreinan sykur og í öðrum efni á borð við talkúm. Getty

Ríkisrekin rannsóknarmiðstöð þar sem neytendur eiturlyfja geta komið og látið prófa efnin sem þeir kaupa hefur nú verið starfrækt í Canberra í Ástralíu í einn mánuð en niðurstöður prófananna eru sláandi.

40 prósent þeirra efna sem notendum voru seld sem kókaín innihéldu alls ekkert kókaín og í öllum tilvikum var hreinleiki hinna meintu kókaínefna undir 27 prósentum.

Í einu tilviki var aðeins um að ræða hreinan sykur og í öðrum efni á borð við talkúm.

Þriðjungur þeirra sem komu með efnin til að láta prófa þau völdu að henda þeim eftir að niðurstöðurnar lágu fyrir.

Öll efni sem seld voru sem heróín innihéldu eitthvað heróín og var hreinleiki þeirra á bilinu 31 til 63 prósent. Aðeins 65 prósent prufa sem voru sagðar innihalda MDMA innihéldu sannarlega efnið í einhverju magni.

Prófessorinn David Caldicott, sem er einn þeirra sem hefur umsjón með hinu tímabundna verkefni, segir niðurstöðurnar sýna að fíklar séu ekki kjánar sem ekki sé hægt að ræða við. Ef þeir eru upplýstir, séu flestir reiðubúnir til að hlusta.

Guardian greindi frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×