Datt aldrei í hug að hún myndi spila fyrir West Ham eða verða fyrirliði liðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2022 17:01 Dagný Brynjarsdóttir í baráttunni gegn Manchester United á síðustu leiktíð. Næst þegar liðin mætast verður Dagný með fyrirliðabandið. Charlotte Tattersall/Getty Images „Það er fyrst og fremst heiður að vera valin fyrirliði félagsins og að finna traustið sem því fylgir. Ég er mjög spennt fyrir mínu nýja hlutverki, ég tel mig vera leiðtoga og mun enn vera ég sjálf og já, að er gríðarlegur heiður,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, nýr fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. West Ham tilkynnti á þriðjudag að íslenska landsliðskonan yrði fyrirliði liðsins og skömmu síðar var viðtal við hana birt á samfélagsmiðlum liðsins. „Sem West Ham stuðningsmaður þá er ljóst að það er draumur að rætast. Sem lítil stelpa datt mér aldrei í hug að ég myndi spila fyrir félagið. Að vera orðinn fyrirliði núna, þetta er smá eins og ótrúlegur draumur.“ „Mér hefði aldrei dottið í hug að ég yrði aðeins annar fyrirliði í sögu félagsins. Gilly (Flaherty) var augljóslega frábær fyrirliði og ég held það verði erfitt að fylla skarð hennar. Ég naut þeirra forréttinda að spila með og læra af henni undanfarið eitt og hálft ár, ég er mjög þakklát fyrir þann tíma. Ég mun einnig reyna að vera ég sjálf, vera sá leiðtogi sem ég hef verið og taka næsta skref.“ „Ég er mjög spennt fyrir því að taka aukna ábyrgð í liðinu, tel það henta mínum persónulega og einkennum. Ég held að það auki pressuna á mér sjálfri í að taka meiri ábyrgð, ég tel mig góða í því og mögulega nær persónuleiki minn að skína betur í gegn þökk sé því.“ "As a West Ham fan it's a dream come true!" @dagnybrynjars is looking forward to taking on the captaincy this season! pic.twitter.com/4dJQV4SGYM— West Ham United Women (@westhamwomen) August 23, 2022 „Nei mér datt aldrei í hug að ég myndi spila fyrir West Ham þegar ég var lítil, hvað þá að ég yrði fyrirliði. Mig dreymdi ekki einu sinni um að spila á Englandi því það var ekki möguleiki þegar ég var að alast upp. Ég held að í dag geti ég sagt við ungar stelpur að hafa trú á því sem þær eru að gera og vera með stóra drauma því maður veit aldrei hvað gerist,“ sagði fyrirliðinn að endingu. Dagný hefur verið mikið í sviðsljósinu til þessa í sumar en stutt er síðan tilkynnt var að hún mundi leika í treyju númer 10 á komandi leiktíð. Nú er ljóst að hún mun einnig bera fyrirliðabandið. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dagný í tíuna líkt og uppáhaldsleikmaður hennar þegar hún var yngri Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað í treyju númer 32 síðan hún gekk í raðir enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. Hún hefur ákveðið að breyta til og mun spila í tíunni í vetur en hennar uppáhaldsleikmaður er hún var yngri lék alltaf í treyju númer 10. 19. ágúst 2022 16:31 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
West Ham tilkynnti á þriðjudag að íslenska landsliðskonan yrði fyrirliði liðsins og skömmu síðar var viðtal við hana birt á samfélagsmiðlum liðsins. „Sem West Ham stuðningsmaður þá er ljóst að það er draumur að rætast. Sem lítil stelpa datt mér aldrei í hug að ég myndi spila fyrir félagið. Að vera orðinn fyrirliði núna, þetta er smá eins og ótrúlegur draumur.“ „Mér hefði aldrei dottið í hug að ég yrði aðeins annar fyrirliði í sögu félagsins. Gilly (Flaherty) var augljóslega frábær fyrirliði og ég held það verði erfitt að fylla skarð hennar. Ég naut þeirra forréttinda að spila með og læra af henni undanfarið eitt og hálft ár, ég er mjög þakklát fyrir þann tíma. Ég mun einnig reyna að vera ég sjálf, vera sá leiðtogi sem ég hef verið og taka næsta skref.“ „Ég er mjög spennt fyrir því að taka aukna ábyrgð í liðinu, tel það henta mínum persónulega og einkennum. Ég held að það auki pressuna á mér sjálfri í að taka meiri ábyrgð, ég tel mig góða í því og mögulega nær persónuleiki minn að skína betur í gegn þökk sé því.“ "As a West Ham fan it's a dream come true!" @dagnybrynjars is looking forward to taking on the captaincy this season! pic.twitter.com/4dJQV4SGYM— West Ham United Women (@westhamwomen) August 23, 2022 „Nei mér datt aldrei í hug að ég myndi spila fyrir West Ham þegar ég var lítil, hvað þá að ég yrði fyrirliði. Mig dreymdi ekki einu sinni um að spila á Englandi því það var ekki möguleiki þegar ég var að alast upp. Ég held að í dag geti ég sagt við ungar stelpur að hafa trú á því sem þær eru að gera og vera með stóra drauma því maður veit aldrei hvað gerist,“ sagði fyrirliðinn að endingu. Dagný hefur verið mikið í sviðsljósinu til þessa í sumar en stutt er síðan tilkynnt var að hún mundi leika í treyju númer 10 á komandi leiktíð. Nú er ljóst að hún mun einnig bera fyrirliðabandið.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dagný í tíuna líkt og uppáhaldsleikmaður hennar þegar hún var yngri Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað í treyju númer 32 síðan hún gekk í raðir enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. Hún hefur ákveðið að breyta til og mun spila í tíunni í vetur en hennar uppáhaldsleikmaður er hún var yngri lék alltaf í treyju númer 10. 19. ágúst 2022 16:31 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Dagný í tíuna líkt og uppáhaldsleikmaður hennar þegar hún var yngri Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað í treyju númer 32 síðan hún gekk í raðir enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. Hún hefur ákveðið að breyta til og mun spila í tíunni í vetur en hennar uppáhaldsleikmaður er hún var yngri lék alltaf í treyju númer 10. 19. ágúst 2022 16:31
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti