Datt aldrei í hug að hún myndi spila fyrir West Ham eða verða fyrirliði liðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2022 17:01 Dagný Brynjarsdóttir í baráttunni gegn Manchester United á síðustu leiktíð. Næst þegar liðin mætast verður Dagný með fyrirliðabandið. Charlotte Tattersall/Getty Images „Það er fyrst og fremst heiður að vera valin fyrirliði félagsins og að finna traustið sem því fylgir. Ég er mjög spennt fyrir mínu nýja hlutverki, ég tel mig vera leiðtoga og mun enn vera ég sjálf og já, að er gríðarlegur heiður,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, nýr fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. West Ham tilkynnti á þriðjudag að íslenska landsliðskonan yrði fyrirliði liðsins og skömmu síðar var viðtal við hana birt á samfélagsmiðlum liðsins. „Sem West Ham stuðningsmaður þá er ljóst að það er draumur að rætast. Sem lítil stelpa datt mér aldrei í hug að ég myndi spila fyrir félagið. Að vera orðinn fyrirliði núna, þetta er smá eins og ótrúlegur draumur.“ „Mér hefði aldrei dottið í hug að ég yrði aðeins annar fyrirliði í sögu félagsins. Gilly (Flaherty) var augljóslega frábær fyrirliði og ég held það verði erfitt að fylla skarð hennar. Ég naut þeirra forréttinda að spila með og læra af henni undanfarið eitt og hálft ár, ég er mjög þakklát fyrir þann tíma. Ég mun einnig reyna að vera ég sjálf, vera sá leiðtogi sem ég hef verið og taka næsta skref.“ „Ég er mjög spennt fyrir því að taka aukna ábyrgð í liðinu, tel það henta mínum persónulega og einkennum. Ég held að það auki pressuna á mér sjálfri í að taka meiri ábyrgð, ég tel mig góða í því og mögulega nær persónuleiki minn að skína betur í gegn þökk sé því.“ "As a West Ham fan it's a dream come true!" @dagnybrynjars is looking forward to taking on the captaincy this season! pic.twitter.com/4dJQV4SGYM— West Ham United Women (@westhamwomen) August 23, 2022 „Nei mér datt aldrei í hug að ég myndi spila fyrir West Ham þegar ég var lítil, hvað þá að ég yrði fyrirliði. Mig dreymdi ekki einu sinni um að spila á Englandi því það var ekki möguleiki þegar ég var að alast upp. Ég held að í dag geti ég sagt við ungar stelpur að hafa trú á því sem þær eru að gera og vera með stóra drauma því maður veit aldrei hvað gerist,“ sagði fyrirliðinn að endingu. Dagný hefur verið mikið í sviðsljósinu til þessa í sumar en stutt er síðan tilkynnt var að hún mundi leika í treyju númer 10 á komandi leiktíð. Nú er ljóst að hún mun einnig bera fyrirliðabandið. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dagný í tíuna líkt og uppáhaldsleikmaður hennar þegar hún var yngri Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað í treyju númer 32 síðan hún gekk í raðir enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. Hún hefur ákveðið að breyta til og mun spila í tíunni í vetur en hennar uppáhaldsleikmaður er hún var yngri lék alltaf í treyju númer 10. 19. ágúst 2022 16:31 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
West Ham tilkynnti á þriðjudag að íslenska landsliðskonan yrði fyrirliði liðsins og skömmu síðar var viðtal við hana birt á samfélagsmiðlum liðsins. „Sem West Ham stuðningsmaður þá er ljóst að það er draumur að rætast. Sem lítil stelpa datt mér aldrei í hug að ég myndi spila fyrir félagið. Að vera orðinn fyrirliði núna, þetta er smá eins og ótrúlegur draumur.“ „Mér hefði aldrei dottið í hug að ég yrði aðeins annar fyrirliði í sögu félagsins. Gilly (Flaherty) var augljóslega frábær fyrirliði og ég held það verði erfitt að fylla skarð hennar. Ég naut þeirra forréttinda að spila með og læra af henni undanfarið eitt og hálft ár, ég er mjög þakklát fyrir þann tíma. Ég mun einnig reyna að vera ég sjálf, vera sá leiðtogi sem ég hef verið og taka næsta skref.“ „Ég er mjög spennt fyrir því að taka aukna ábyrgð í liðinu, tel það henta mínum persónulega og einkennum. Ég held að það auki pressuna á mér sjálfri í að taka meiri ábyrgð, ég tel mig góða í því og mögulega nær persónuleiki minn að skína betur í gegn þökk sé því.“ "As a West Ham fan it's a dream come true!" @dagnybrynjars is looking forward to taking on the captaincy this season! pic.twitter.com/4dJQV4SGYM— West Ham United Women (@westhamwomen) August 23, 2022 „Nei mér datt aldrei í hug að ég myndi spila fyrir West Ham þegar ég var lítil, hvað þá að ég yrði fyrirliði. Mig dreymdi ekki einu sinni um að spila á Englandi því það var ekki möguleiki þegar ég var að alast upp. Ég held að í dag geti ég sagt við ungar stelpur að hafa trú á því sem þær eru að gera og vera með stóra drauma því maður veit aldrei hvað gerist,“ sagði fyrirliðinn að endingu. Dagný hefur verið mikið í sviðsljósinu til þessa í sumar en stutt er síðan tilkynnt var að hún mundi leika í treyju númer 10 á komandi leiktíð. Nú er ljóst að hún mun einnig bera fyrirliðabandið.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Dagný í tíuna líkt og uppáhaldsleikmaður hennar þegar hún var yngri Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað í treyju númer 32 síðan hún gekk í raðir enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. Hún hefur ákveðið að breyta til og mun spila í tíunni í vetur en hennar uppáhaldsleikmaður er hún var yngri lék alltaf í treyju númer 10. 19. ágúst 2022 16:31 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Sjá meira
Dagný í tíuna líkt og uppáhaldsleikmaður hennar þegar hún var yngri Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað í treyju númer 32 síðan hún gekk í raðir enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. Hún hefur ákveðið að breyta til og mun spila í tíunni í vetur en hennar uppáhaldsleikmaður er hún var yngri lék alltaf í treyju númer 10. 19. ágúst 2022 16:31