Áhyggjur af andlegri heilsu mannsins rötuðu ekki á borð lögreglustjóra Samúel Karl Ólason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 22. ágúst 2022 18:38 Birgir Jónasson er lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra. Stöð 2 Engin formleg tilkynning um áhyggjur forsvarsmanna skotfélagsins Markviss um andlega heilsu mannsins sem talinn er hafa skotið einn til bana og sært annan á Blönduósi um helgina barst á borð lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Þess í stað var um óformlegar samræður að ræða og ræddi lögreglumaður við árásarmanninn. Ekkert var þó skráð í kerfi lögreglunnar og segir lögreglustjórinn að ekki hafi verið tilefni til. Karlmaður um þrítugt skaut hjón á Blönduósi á heimili þeirra í gærmorgun. Konan er látin og eiginmaður hennar alvarlega særður á sjúkrahúsi. Árásarmanninum var ráðinn bani á sama vettvangi. Sjá einnig: Líðan mannsins eftir atvikum Árásarmaðurinn var skotáhugamaður en samkvæmt heimildum fréttastofu átti hann við geðrænan vanda að stríða. Hann hafði nýlega verið vistaður á geðdeild og var handtekinn fyrr í sumar en síðan sleppt. Í morgun birtu forsvarsmenn skotfélagsins Markviss á Blönduósi yfirlýsingu um að meðlimir þess hefðu í nóvember sagt lögreglu frá því að þeir hefðu áhyggjur af andlegri heilsu hans. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, segir þetta ekki hafa verið neina formlega tilkynningu. Hann segir að lögreglumaður á Blönduósi hafi rætt við gjaldkera skotveiðifélagsins og sá hafi lýst yfir áhyggjum af skotmanninum. Birgir segir viðkomandi lögreglumann hafa rætt við skotmanninn, því þeir hafi þekkst í mörg ár. Ekki hafi verið talin ástæða til að aðhafast og var málið ekki skráð í kerfi lögreglu. Það hafi ekki verið þess eðlis að ástæða hafi þurft til. Birgir segir að ekki hafi verið um lögreglumál að hans viti og telur hann umræddan lögreglumann hafa brugðist rétt við. Þetta hafi verið óformleg samskipti og vegna þeirra hafi ekki verið tilefni til aðgerða. Fyrst var sagt frá viðbrögðum Birgis á vef Morgunblaðsins í dag. Birgir segist fyrst hafa vitað af skotmanninum eftir að afskipti hafi verið höfð af honum fyrir um fjórum vikum síðan. Þá hafi vopn hans verið tekin af honum en Birgir segir að það hafi ekki verið vegna hótana, eins og fram hafi verið haldið. Hann hafi í kjölfarið ákveðið að afturkalla skotvopnaleyfi mannsins. Það hafi verið í vinnslu og hafi á þeim grundvelli staðið til að kalla eftir læknisvottorði til að meta hvort hann væri fær til að vera með skotvopnaleyfi. „Þetta ferli er auðvitað hið lögbundna ferli og getur í sjálfu sér ekki farið í neina aðra meðferð, lögum samkvæmt,“ segir Birgir. Ekki hefur náðst í Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins. Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Skotvopn Tengdar fréttir Samúðarkveðjur berast víða að til íbúa Blönduóss Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum. 22. ágúst 2022 15:23 Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47 Ekki annað hægt en að tárast yfir ákalli um stuðning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun. 22. ágúst 2022 12:30 Þetta hefur komið fram um skotárásina á Blönduósi Samfélagið á Blönduósi er í sárum eftir að skotárás var framin þar á sjötta tímanum í morgun. Kona var myrt í árásinni og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins. 21. ágúst 2022 23:44 Ekki farið fram á gæsluvarðhald Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur tilkynnt að fólkinu, sem handtekið var í tengslum við rannsókn á skotárás á Blönduósi í morgun, hafi verið sleppt úr haldi. Ekki verði farið fram á gæsluvarðhald yfir manni sem fengið hefur stöðu sakbornings í málinu. 21. ágúst 2022 21:41 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Ekkert var þó skráð í kerfi lögreglunnar og segir lögreglustjórinn að ekki hafi verið tilefni til. Karlmaður um þrítugt skaut hjón á Blönduósi á heimili þeirra í gærmorgun. Konan er látin og eiginmaður hennar alvarlega særður á sjúkrahúsi. Árásarmanninum var ráðinn bani á sama vettvangi. Sjá einnig: Líðan mannsins eftir atvikum Árásarmaðurinn var skotáhugamaður en samkvæmt heimildum fréttastofu átti hann við geðrænan vanda að stríða. Hann hafði nýlega verið vistaður á geðdeild og var handtekinn fyrr í sumar en síðan sleppt. Í morgun birtu forsvarsmenn skotfélagsins Markviss á Blönduósi yfirlýsingu um að meðlimir þess hefðu í nóvember sagt lögreglu frá því að þeir hefðu áhyggjur af andlegri heilsu hans. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, segir þetta ekki hafa verið neina formlega tilkynningu. Hann segir að lögreglumaður á Blönduósi hafi rætt við gjaldkera skotveiðifélagsins og sá hafi lýst yfir áhyggjum af skotmanninum. Birgir segir viðkomandi lögreglumann hafa rætt við skotmanninn, því þeir hafi þekkst í mörg ár. Ekki hafi verið talin ástæða til að aðhafast og var málið ekki skráð í kerfi lögreglu. Það hafi ekki verið þess eðlis að ástæða hafi þurft til. Birgir segir að ekki hafi verið um lögreglumál að hans viti og telur hann umræddan lögreglumann hafa brugðist rétt við. Þetta hafi verið óformleg samskipti og vegna þeirra hafi ekki verið tilefni til aðgerða. Fyrst var sagt frá viðbrögðum Birgis á vef Morgunblaðsins í dag. Birgir segist fyrst hafa vitað af skotmanninum eftir að afskipti hafi verið höfð af honum fyrir um fjórum vikum síðan. Þá hafi vopn hans verið tekin af honum en Birgir segir að það hafi ekki verið vegna hótana, eins og fram hafi verið haldið. Hann hafi í kjölfarið ákveðið að afturkalla skotvopnaleyfi mannsins. Það hafi verið í vinnslu og hafi á þeim grundvelli staðið til að kalla eftir læknisvottorði til að meta hvort hann væri fær til að vera með skotvopnaleyfi. „Þetta ferli er auðvitað hið lögbundna ferli og getur í sjálfu sér ekki farið í neina aðra meðferð, lögum samkvæmt,“ segir Birgir. Ekki hefur náðst í Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins.
Húnabyggð Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Skotvopn Tengdar fréttir Samúðarkveðjur berast víða að til íbúa Blönduóss Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum. 22. ágúst 2022 15:23 Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47 Ekki annað hægt en að tárast yfir ákalli um stuðning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun. 22. ágúst 2022 12:30 Þetta hefur komið fram um skotárásina á Blönduósi Samfélagið á Blönduósi er í sárum eftir að skotárás var framin þar á sjötta tímanum í morgun. Kona var myrt í árásinni og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins. 21. ágúst 2022 23:44 Ekki farið fram á gæsluvarðhald Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur tilkynnt að fólkinu, sem handtekið var í tengslum við rannsókn á skotárás á Blönduósi í morgun, hafi verið sleppt úr haldi. Ekki verði farið fram á gæsluvarðhald yfir manni sem fengið hefur stöðu sakbornings í málinu. 21. ágúst 2022 21:41 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Samúðarkveðjur berast víða að til íbúa Blönduóss Samúðarkveðjur hafa borist víða að til íbúa Blönduóss eftir voveiflega atburðinn sem átti sér stað þar í gærmorgun. Nú síðast sendi Guðni Th. Jóhannesson samúðarkveðju til íbúa en einnig hafa borist kveðjur frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisáðherra og ýmsum sveitarfélögum. 22. ágúst 2022 15:23
Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. 22. ágúst 2022 12:47
Ekki annað hægt en að tárast yfir ákalli um stuðning Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að ekki hafi verið annað hægt en að tárast yfir ákalli forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar í gær, þar sem hann óskaði eftir stuðningi þjóðarinnar eftir skotárás á Blönduósi í gærmorgun. 22. ágúst 2022 12:30
Þetta hefur komið fram um skotárásina á Blönduósi Samfélagið á Blönduósi er í sárum eftir að skotárás var framin þar á sjötta tímanum í morgun. Kona var myrt í árásinni og eiginmaður hennar liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Sonur hjónanna réð niðurlögum árásarmannsins. 21. ágúst 2022 23:44
Ekki farið fram á gæsluvarðhald Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur tilkynnt að fólkinu, sem handtekið var í tengslum við rannsókn á skotárás á Blönduósi í morgun, hafi verið sleppt úr haldi. Ekki verði farið fram á gæsluvarðhald yfir manni sem fengið hefur stöðu sakbornings í málinu. 21. ágúst 2022 21:41