Best að segja börnum sannleikann um harmleikinn en velja orðin vel Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 12:47 Magnús Magnússon sóknarprestur Húnavatnsprestakalls segir allt samfélagið harmi slegið. Áfallateymi fundar í dag um frekari viðbrgöð í samfélaginu. Vísir Fjölmargir þáðu áfallahjálp í Blönduóskirkju vegnar harmleiksins í bænum um helgina að sögn sóknarprestsins. Hann segir samráðshóp um áfallahjálp hittast í dag varðandi frekari viðbrögð. Best sé að segja börnum sannleikann, en velja orð sín vel. Sveitarstjórn Húnabyggðar boðaði í gærkvöldi til íbúafundar vegna harmleiksins á Blönduósi um helgina. Magnús Magnússon sóknarprestur í Húnavatnsprestakalli segir húsfylli hafa verið á fundinum sem var haldinn í félagsheimilinu í bænum. „Þetta er mikill harmleikur fyrir allt samfélagið en fundurinn gekk vel. Það var fullt út úr dyrum í félagsheimilinu en þar fór lögreglustjórinn yfir atburði dagsins og gaf þær upplýsingar sem honum var unnt. Við buðum svo fólki að mæta í Blönduóskirkju eftir fundinn þar sem ég leiddi bænarstund. Fólki var svo boðið að eiga samtal við presta eða áfallateymi Rauða krossins. Það voru nokkuð margir fagaðilar á staðnum. Það voru margir sem þáðu það en svo var fólk líka að sýna hvort öðru styrk og stuðning með faðmlagi og hlýjum orðum,“ segir Magnús. Magnús segir að verið sé að undirbúa frekari viðbrögð. „Við erum að fara hittast samráðsteymi í áfallahjálp í umdæminu til að ákveða frekari viðbrögð. Það verður tekið áfram utan um þá sem standa næst málinu. Svo verður það víkkað út í fyrirtæki og hópa í samfélaginu. Þetta verður tekið fyrir skipulega. Það koma upplýsingar á opinberar heimasíður, eins og sveitarfélagsins, skólans og kirkjunnar um hvert fólk getur leitað ef því líður illa. Þá minnum við á hjálparsíma Rauða krossins 1717, segir Magnús. Hann segir mikilvægt að huga vel að börnunum. „Það þarf að segja börnum satt og rétt frá án þess að nota róttæk orð. Það þarf að gera með umhyggju og skilningi og hugsa vel orðin sín,“ segir Magnús. Magnús segir marga hafa haft samband. „Þetta er stór og alvarlegur atburður í samfélaginu hér og á landsvísu. Ég vil fyrst og fremst þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem við höfum fundið úr nærliggjandi samfélögum og vítt og breitt af landinu, segir Magnús að lokum. Manndráp á Blönduósi Börn og uppeldi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Sveitarstjórn Húnabyggðar boðaði í gærkvöldi til íbúafundar vegna harmleiksins á Blönduósi um helgina. Magnús Magnússon sóknarprestur í Húnavatnsprestakalli segir húsfylli hafa verið á fundinum sem var haldinn í félagsheimilinu í bænum. „Þetta er mikill harmleikur fyrir allt samfélagið en fundurinn gekk vel. Það var fullt út úr dyrum í félagsheimilinu en þar fór lögreglustjórinn yfir atburði dagsins og gaf þær upplýsingar sem honum var unnt. Við buðum svo fólki að mæta í Blönduóskirkju eftir fundinn þar sem ég leiddi bænarstund. Fólki var svo boðið að eiga samtal við presta eða áfallateymi Rauða krossins. Það voru nokkuð margir fagaðilar á staðnum. Það voru margir sem þáðu það en svo var fólk líka að sýna hvort öðru styrk og stuðning með faðmlagi og hlýjum orðum,“ segir Magnús. Magnús segir að verið sé að undirbúa frekari viðbrögð. „Við erum að fara hittast samráðsteymi í áfallahjálp í umdæminu til að ákveða frekari viðbrögð. Það verður tekið áfram utan um þá sem standa næst málinu. Svo verður það víkkað út í fyrirtæki og hópa í samfélaginu. Þetta verður tekið fyrir skipulega. Það koma upplýsingar á opinberar heimasíður, eins og sveitarfélagsins, skólans og kirkjunnar um hvert fólk getur leitað ef því líður illa. Þá minnum við á hjálparsíma Rauða krossins 1717, segir Magnús. Hann segir mikilvægt að huga vel að börnunum. „Það þarf að segja börnum satt og rétt frá án þess að nota róttæk orð. Það þarf að gera með umhyggju og skilningi og hugsa vel orðin sín,“ segir Magnús. Magnús segir marga hafa haft samband. „Þetta er stór og alvarlegur atburður í samfélaginu hér og á landsvísu. Ég vil fyrst og fremst þakka fyrir þann stuðning og hlýhug sem við höfum fundið úr nærliggjandi samfélögum og vítt og breitt af landinu, segir Magnús að lokum.
Manndráp á Blönduósi Börn og uppeldi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira