Svíþjóðardemókratar mælast stærri en Moderaterna Atli Ísleifsson skrifar 22. ágúst 2022 08:22 Jimmie Åkesson hefur gegnt embætti formanns Svíþjóðardemókrata frá árinu 2005. Getty Fylgi Svíþjóðardemókrata mælist umtalsvert meira en hægriflokksins Moderaterna í nýrri könnun, nú þegar um þrjár vikur eru til þingkosninga í Svíþjóð. Jafnaðarmannaflokkurinn, undir stjórn forsætisráðherrans Magdalenu Andersson, mælist sem fyrr stærstur. Í könnun SVT/Novus mælast Svíþjóðardemókratar með 21,5 prósent fylgi, á meðan Moderaterna, sem hefur verið stærsti flokkurinn á hægri væng stjórnmála, mælist með 17,4 prósent fylgi. Jafnaðarmannaflokkurinn, sem leiðir minnihlutastjórn í landinu með stuðningi Miðflokksins, Vinstriflokksins og Græningja, mælist í könnuninni með 27,8 prósenta fylgi. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð 11. september næstkomandi, en líkt og eftir síðustu kosningar reikna magir með að erfiðlega gæti reynst að mynda nýja ríkisstjórn. Ein helstu tíðindin á kjörtímabilinu, sem senn er á enda, er að hægriflokkarnir Moderaterna, Frjálslyndir og Kristilegir demókratar, hafa opnað á samstarf við Svíþjóðardemókrata, sem barist hafa gegn straumi innflytjenda til landsins, eftir að hafa fram til þess lokað á slíkt samstarf. Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð.EPA Miðflokkurinn, sem áður var hluti af borgaralegu blokkinni í sænskum stjórnmálum, ákvað að verja ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja vantrausti eftir kosningarnar 2018, eftir að stjórnarmyndunarviðræður drógust mjög á langinn. Eftir það hefur andað nokkuð köldu milli Miðflokksmanna og borgaralegu blokkarinnar. Könnun SVT/Novus (fylgi flokkanna í þingkosningum 2018 er að finna innan sviga) Moderaterna: 17,4 prósent (19,8) Frjálslyndi flokkurinn: 4,4 prósent (5,5) Miðflokkurinn: 6,7 prósent (8,6) Kristilegir demókratar: 6,0 prósent (6,3) Jafnaðarmannaflokkurinn: 27,8 prósent (28,3) Vinstriflokkurinn: 9,6 prósent (8,0) Græningjar: 5,5 prósent (4,4) Svíþjóðardemókratar: 21,5 prósent (17,5) Aðrir flokkar: 1,1 prósent Óvissir: 5,8 prósent Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira
Í könnun SVT/Novus mælast Svíþjóðardemókratar með 21,5 prósent fylgi, á meðan Moderaterna, sem hefur verið stærsti flokkurinn á hægri væng stjórnmála, mælist með 17,4 prósent fylgi. Jafnaðarmannaflokkurinn, sem leiðir minnihlutastjórn í landinu með stuðningi Miðflokksins, Vinstriflokksins og Græningja, mælist í könnuninni með 27,8 prósenta fylgi. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð 11. september næstkomandi, en líkt og eftir síðustu kosningar reikna magir með að erfiðlega gæti reynst að mynda nýja ríkisstjórn. Ein helstu tíðindin á kjörtímabilinu, sem senn er á enda, er að hægriflokkarnir Moderaterna, Frjálslyndir og Kristilegir demókratar, hafa opnað á samstarf við Svíþjóðardemókrata, sem barist hafa gegn straumi innflytjenda til landsins, eftir að hafa fram til þess lokað á slíkt samstarf. Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, og Magdalena Andersson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð.EPA Miðflokkurinn, sem áður var hluti af borgaralegu blokkinni í sænskum stjórnmálum, ákvað að verja ríkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja vantrausti eftir kosningarnar 2018, eftir að stjórnarmyndunarviðræður drógust mjög á langinn. Eftir það hefur andað nokkuð köldu milli Miðflokksmanna og borgaralegu blokkarinnar. Könnun SVT/Novus (fylgi flokkanna í þingkosningum 2018 er að finna innan sviga) Moderaterna: 17,4 prósent (19,8) Frjálslyndi flokkurinn: 4,4 prósent (5,5) Miðflokkurinn: 6,7 prósent (8,6) Kristilegir demókratar: 6,0 prósent (6,3) Jafnaðarmannaflokkurinn: 27,8 prósent (28,3) Vinstriflokkurinn: 9,6 prósent (8,0) Græningjar: 5,5 prósent (4,4) Svíþjóðardemókratar: 21,5 prósent (17,5) Aðrir flokkar: 1,1 prósent Óvissir: 5,8 prósent
Þingkosningar í Svíþjóð Svíþjóð Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Sjá meira