„Þetta er langþráður sigur“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 21. ágúst 2022 19:37 Jón Þór, þjálfari ÍA, var virkilega sáttur með sigurinn í dag Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var gríðarlega sáttur með frammistöðuna hjá sínum mönnum eftir 2-1 sigur á ÍBV í dag. Skagamenn komust yfir í fyrri hálfleik en ÍBV tókst að jafna í þeim seinni. Það var svo Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur með marki á 88. mínútu. „Mér líður hrikalega vel. Það er alveg hárrétt, þetta er langþráður sigur. Við erum búnir að bíða lengi eftir honum og því sætari fyrir vikið þegar hann loksins kemur. Mér fannst við eiga það skilið, það er búið að vera mikill stígandi í okkar leik og strákarnir eiga hrós skilið fyrir það. Við lentum áfalli í upphafi seinni hálfleiks, fengum á okkur mark eftir 25 sekúndur og það er auðvitað gríðarlega erfitt. Mér fannst strákarnir sína alveg gríðarlegan karakter að jafna sig tiltölulega fljótt eftir það og koma til baka í leikinn. Að sækja sigurinn, það var virkilega vel gert hjá þeim.“ Eyjamenn jöfnuðu leikinn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og viðurkennir Jón að hann hafi orðið stressaður en er aftur á móti ánægður með karakterinn sem strákarnir sýndu að sigla sigrinum heim. „Ég hafði auðvitað áhyggjur af því, eins og þú segir, það er langt síðan við unnum síðast leik og maður hefur auðvitað alltaf áhyggjur af því þegar að menn lenda í svona áföllum. Þetta er svo snemma, menn eru búnir að gíra sig í hálfleikinn og fá mark í andlitið strax. Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en eins og ég segi, það er búið að vera mikill stígandi hvað þetta varðar hjá okkur og hugafarið verið algjörlega til fyrirmyndar í þessum hópi. Þeir eiga risa stórt hrós skilið fyrir það.“ Skagamenn hafa átt erfitt með að sækja sigra og var því mikill léttir að sigra í dag. Fyrir leikinn höfðu þeir tapað sjö leikjum í röð. „Við höfum verið undanfarnar vikur og í nokkurn tíma núna að vinna í ákveðnum hlutum sem hafa verið að skila okkur fínni frammistöðu á köflum. Þó að það hafi ekki verið að skila okkur sigrum eða stigum þá hefur verið mikill stígandi í okkar leik. Þannig við einbeitum okkur að því að halda þeirri braut áfram og gerðum það vel í dag. Svo skipti öllu máli þessi stuðningur sem við fáum í stúkunni, það hjálpar okkur að snúa þessum herslumun okkur í vil. Það er það sem ræður úrslitum í dag.“ ÍA Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðann sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
„Mér líður hrikalega vel. Það er alveg hárrétt, þetta er langþráður sigur. Við erum búnir að bíða lengi eftir honum og því sætari fyrir vikið þegar hann loksins kemur. Mér fannst við eiga það skilið, það er búið að vera mikill stígandi í okkar leik og strákarnir eiga hrós skilið fyrir það. Við lentum áfalli í upphafi seinni hálfleiks, fengum á okkur mark eftir 25 sekúndur og það er auðvitað gríðarlega erfitt. Mér fannst strákarnir sína alveg gríðarlegan karakter að jafna sig tiltölulega fljótt eftir það og koma til baka í leikinn. Að sækja sigurinn, það var virkilega vel gert hjá þeim.“ Eyjamenn jöfnuðu leikinn strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks og viðurkennir Jón að hann hafi orðið stressaður en er aftur á móti ánægður með karakterinn sem strákarnir sýndu að sigla sigrinum heim. „Ég hafði auðvitað áhyggjur af því, eins og þú segir, það er langt síðan við unnum síðast leik og maður hefur auðvitað alltaf áhyggjur af því þegar að menn lenda í svona áföllum. Þetta er svo snemma, menn eru búnir að gíra sig í hálfleikinn og fá mark í andlitið strax. Auðvitað hefur maður alltaf áhyggjur en eins og ég segi, það er búið að vera mikill stígandi hvað þetta varðar hjá okkur og hugafarið verið algjörlega til fyrirmyndar í þessum hópi. Þeir eiga risa stórt hrós skilið fyrir það.“ Skagamenn hafa átt erfitt með að sækja sigra og var því mikill léttir að sigra í dag. Fyrir leikinn höfðu þeir tapað sjö leikjum í röð. „Við höfum verið undanfarnar vikur og í nokkurn tíma núna að vinna í ákveðnum hlutum sem hafa verið að skila okkur fínni frammistöðu á köflum. Þó að það hafi ekki verið að skila okkur sigrum eða stigum þá hefur verið mikill stígandi í okkar leik. Þannig við einbeitum okkur að því að halda þeirri braut áfram og gerðum það vel í dag. Svo skipti öllu máli þessi stuðningur sem við fáum í stúkunni, það hjálpar okkur að snúa þessum herslumun okkur í vil. Það er það sem ræður úrslitum í dag.“
ÍA Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðann sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Leik lokið: ÍA-ÍBV 2-1| Skagamenn með langþráðann sigur ÍA vann langþráðan sigur á ÍBV í dag er liðin mættust í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. ÍA sem hefur tapað sjö leikjum í röð mætti tvíeflt til leiks í dag og var það Skagamaðurinn ungi, Haukur Andri Haraldsson sem tryggði ÍA sigur á 88. mínútu. Lokatölur 2-1. 21. ágúst 2022 16:15