„Ég trúi, vona og treysti að þetta sé tímabundið“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 19. ágúst 2022 14:16 Skemmdarverkið sem um ræðir, það virðist hafa verið skorið á böndin. Vísir/Sigurjón Ólason Regnbogafánar við bensínstöðina Orkuna í Suðurfelli voru skornir niður í gær og bundnir við fánastangir. Fánarnir voru fjórir talsins en þetta er nýjasta tilvik skemmdarverka af þessum toga en þau hafa verið þónokkur upp á síðkastið. Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna 78 segir í samtali við fréttastofu að fræðslu og „normalíseringu“ vanti. Í samtali við RÚV sagði markaðsstjóri Orkunnar, Brynja Guðjónsdóttir að fyrirtækið hafi ekki fengið tilkynningar um skemmdarverk sem þessi áður og þetta sé leiðinleg upplifun. Tótla segir ólíðandi að „það sé verið að skemma þessar táknmyndir sem er verið að setja upp að hinsegin fólk sé velkomið í rými, sé velkomið í borgina okkar og sé hluti af samfélaginu.“ Hér er nærmynd af böndunum.Vísir/Sigurjón Ólason Hún segir það eina sem sýni sig að virki til þess að vinna gegn hlutum sem þessum sé fræðslan en ekki sé nóg að fræðsla sé haldin í eitt skipti heldur að samtalið haldi áfram. Þetta sé hluti af lífi fólks alla daga. „En svo er þetta líka bara spurning um normalíseríngu að þetta sé bara hluti af lífinu eins og hvað annað. Að þegar við erum að tala um fjölskyldur séum við að tala um allskonar fjölskyldur. […] Í stærðfræði geti verið dæmi um Nonna sem fór út í búð og keypti epli handa mömmum sínum,“ segir Tótla. Hún segir ekki nóg að hinsegin málefni séu tekin fyrir einn dag á skólaárinu heldur allt árið um kring. Nauðsynlegt sé fyrir samfélagið að taka slaginn. „Ég trúi, vona og treysti að þetta sé tímabundið, að við sem samfélag tökum á þessu og svona verði ekki framtíðin,“ segir Tótla. „Við þurfum að halda þessu á lofti, við þurfum að ræða saman og við þurfum að grípa þegar við verðum vitni af svona atvikum,“ segir Tótla. Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Þakkar „kjánunum“ kærlega fyrir að þjappa hinsegin fólki saman Lögfræðingur segir að skemmdarverk sem unnin voru á listasýningu hinsegin daga geti hæglega flokkast sem hatursorðræða. Ítrekuð, sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma séu gríðarlegt áhyggjuefni - en fara skuli varlega í að tala um bakslag í baráttunni. 17. ágúst 2022 21:01 „Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04 Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55 Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Í samtali við RÚV sagði markaðsstjóri Orkunnar, Brynja Guðjónsdóttir að fyrirtækið hafi ekki fengið tilkynningar um skemmdarverk sem þessi áður og þetta sé leiðinleg upplifun. Tótla segir ólíðandi að „það sé verið að skemma þessar táknmyndir sem er verið að setja upp að hinsegin fólk sé velkomið í rými, sé velkomið í borgina okkar og sé hluti af samfélaginu.“ Hér er nærmynd af böndunum.Vísir/Sigurjón Ólason Hún segir það eina sem sýni sig að virki til þess að vinna gegn hlutum sem þessum sé fræðslan en ekki sé nóg að fræðsla sé haldin í eitt skipti heldur að samtalið haldi áfram. Þetta sé hluti af lífi fólks alla daga. „En svo er þetta líka bara spurning um normalíseríngu að þetta sé bara hluti af lífinu eins og hvað annað. Að þegar við erum að tala um fjölskyldur séum við að tala um allskonar fjölskyldur. […] Í stærðfræði geti verið dæmi um Nonna sem fór út í búð og keypti epli handa mömmum sínum,“ segir Tótla. Hún segir ekki nóg að hinsegin málefni séu tekin fyrir einn dag á skólaárinu heldur allt árið um kring. Nauðsynlegt sé fyrir samfélagið að taka slaginn. „Ég trúi, vona og treysti að þetta sé tímabundið, að við sem samfélag tökum á þessu og svona verði ekki framtíðin,“ segir Tótla. „Við þurfum að halda þessu á lofti, við þurfum að ræða saman og við þurfum að grípa þegar við verðum vitni af svona atvikum,“ segir Tótla.
Hinsegin Reykjavík Tengdar fréttir Þakkar „kjánunum“ kærlega fyrir að þjappa hinsegin fólki saman Lögfræðingur segir að skemmdarverk sem unnin voru á listasýningu hinsegin daga geti hæglega flokkast sem hatursorðræða. Ítrekuð, sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma séu gríðarlegt áhyggjuefni - en fara skuli varlega í að tala um bakslag í baráttunni. 17. ágúst 2022 21:01 „Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04 Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55 Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Þakkar „kjánunum“ kærlega fyrir að þjappa hinsegin fólki saman Lögfræðingur segir að skemmdarverk sem unnin voru á listasýningu hinsegin daga geti hæglega flokkast sem hatursorðræða. Ítrekuð, sambærileg skemmdarverk á stuttum tíma séu gríðarlegt áhyggjuefni - en fara skuli varlega í að tala um bakslag í baráttunni. 17. ágúst 2022 21:01
„Við áttum að finna hann þarna“ Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu. 14. ágúst 2022 17:04
Fjórtán og fimmtán ára börn skáru niður regnbogafánana á Hellu Við rannsókn lögreglu á eignaspjöllum sem framin voru á Hellu aðfaranótt mánudags kom í ljós að það voru fjórtán og fimmtán ára börn sem báru ábyrgð á verknaðnum. Málið telst vera upplýst að sögn lögreglu. 12. ágúst 2022 17:55
Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. 27. júlí 2022 12:18