Búin að tilkynna skemmdarverkin á hinsegin fánanum til lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2022 12:18 Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur við Grafarvogskirkju. Aðsend Grafarvogskirkja hefur tilkynnt skemmdarverk sem gerð voru á hinsegin fána fyrir framan kirkjuna til lögreglu. Krotað hefur verið í tvígang yfir regnbogann á seinustu dögum sem er ætlað að vera til marks um samstöðu með réttindabaráttu hinsegin fólks. Í fyrra skiptið var orðið antikristur skrifað neðst á fánann og rétt eftir að hann var lagfærður birtist „LEVITICUS 20:13“ á sama stað. Seinna krotið vísar í vers í þriðju Mósebók Biblíunnar sem leggur dauðarefsingu við samkynja kynlífi. Bæði atvikin voru tilkynnt til lögreglu í gær, að sögn Guðrúnar Karls Helgudóttur, sóknarprests við Grafarvogskirkju. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Starfsfólk kirkjunnar telur líklegt að sami einstaklingur hafi verið að verki í báðum tilvikum og býður honum að hitta þau og ræða málin. Ljóst hvaða skilaboð eru þarna á ferð Eftirlitsmyndavél hefur nú verið sett upp til að fylgjast betur með svæðinu fyrir framan kirkjuna. Guðrún segir að starfsfólki Grafarvogskirkju hafi brugðið þegar þau sáu fyrra skemmdarverkið og í seinna skiptið hafi verið ljóst að þarna voru ákveðin skilaboð á ferð. „Þetta er augljóslega einhver sem nýtir sér biblíuvers til þess að næra sín sjónarmið og fordóma gagnvart hinsegin fólki. Kannski finnst þessari manneskju, og þeim ef þau eru fleiri, að kirkjan eigi ekki að styðja fjölbreytileikann eins og við erum að gera.“ Seinna krotið á fánann uppgötvaðist í gærmorgun.Grafarvogskirkja Fáninn verði áfram á sínum stað Guðrún bætir við að kirkjan sé nú enn staðfastari í því að regnboginn eigi að vera þarna áfram. „Við tökum bara meiri málningu og hann mun standa þarna.“ Skemmdarverkin hafa fengið mjög mikil viðbrögð en Guðrún segir að þau hafi ekki bara fundið fyrir stuðningi í umræðunni á samfélagsmiðlum. „Jákvæðu viðbrögðin eru miklu miklu meiri en það er leiðinlegt að þetta virðist vera angi af því sem er að gerast núna. Núna styttist í hinsegin daga og það er hálfleiðinlegt að þetta skuli að vera að aukast núna, þessi áreitni og fordómar í garð hinsegin fólks,“ segir Guðrún. „Þessi viðbrögð sýna samt einmitt hversu mikilvægt það er að fáninn sé þarna og við sýnum þessu stuðning.“ Hinsegin Þjóðkirkjan Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59 Hatur eins og þetta þoli illa dagsljósið Pétur G. Markan, biskupsritari og Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni Hafnarfirði fengu dularfullt bréf inn um lúguna nú á dögunum. Í bréfinu má sjá fordómafulla orðræðu gagnvart hinsegin samfélaginu og segja þau bréfið sýna hversu mikilvægt sé að halda baráttunni áfram. 25. júlí 2022 23:47 Sænsk fjölskylda málaði yfir antikrist við Grafarvogskirkju Skemmdarvargar máluðu orðið „antichrist!“ (e. antikristur) á hinseginfána sem búið er að mála á gangstéttina fyrir utan Grafarvogskirkju. Sænsk fjölskylda bauðst til að laga fánann og bjargaði málunum á mettíma. 23. júlí 2022 17:29 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Sjá meira
Í fyrra skiptið var orðið antikristur skrifað neðst á fánann og rétt eftir að hann var lagfærður birtist „LEVITICUS 20:13“ á sama stað. Seinna krotið vísar í vers í þriðju Mósebók Biblíunnar sem leggur dauðarefsingu við samkynja kynlífi. Bæði atvikin voru tilkynnt til lögreglu í gær, að sögn Guðrúnar Karls Helgudóttur, sóknarprests við Grafarvogskirkju. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Starfsfólk kirkjunnar telur líklegt að sami einstaklingur hafi verið að verki í báðum tilvikum og býður honum að hitta þau og ræða málin. Ljóst hvaða skilaboð eru þarna á ferð Eftirlitsmyndavél hefur nú verið sett upp til að fylgjast betur með svæðinu fyrir framan kirkjuna. Guðrún segir að starfsfólki Grafarvogskirkju hafi brugðið þegar þau sáu fyrra skemmdarverkið og í seinna skiptið hafi verið ljóst að þarna voru ákveðin skilaboð á ferð. „Þetta er augljóslega einhver sem nýtir sér biblíuvers til þess að næra sín sjónarmið og fordóma gagnvart hinsegin fólki. Kannski finnst þessari manneskju, og þeim ef þau eru fleiri, að kirkjan eigi ekki að styðja fjölbreytileikann eins og við erum að gera.“ Seinna krotið á fánann uppgötvaðist í gærmorgun.Grafarvogskirkja Fáninn verði áfram á sínum stað Guðrún bætir við að kirkjan sé nú enn staðfastari í því að regnboginn eigi að vera þarna áfram. „Við tökum bara meiri málningu og hann mun standa þarna.“ Skemmdarverkin hafa fengið mjög mikil viðbrögð en Guðrún segir að þau hafi ekki bara fundið fyrir stuðningi í umræðunni á samfélagsmiðlum. „Jákvæðu viðbrögðin eru miklu miklu meiri en það er leiðinlegt að þetta virðist vera angi af því sem er að gerast núna. Núna styttist í hinsegin daga og það er hálfleiðinlegt að þetta skuli að vera að aukast núna, þessi áreitni og fordómar í garð hinsegin fólks,“ segir Guðrún. „Þessi viðbrögð sýna samt einmitt hversu mikilvægt það er að fáninn sé þarna og við sýnum þessu stuðning.“
Hinsegin Þjóðkirkjan Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59 Hatur eins og þetta þoli illa dagsljósið Pétur G. Markan, biskupsritari og Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni Hafnarfirði fengu dularfullt bréf inn um lúguna nú á dögunum. Í bréfinu má sjá fordómafulla orðræðu gagnvart hinsegin samfélaginu og segja þau bréfið sýna hversu mikilvægt sé að halda baráttunni áfram. 25. júlí 2022 23:47 Sænsk fjölskylda málaði yfir antikrist við Grafarvogskirkju Skemmdarvargar máluðu orðið „antichrist!“ (e. antikristur) á hinseginfána sem búið er að mála á gangstéttina fyrir utan Grafarvogskirkju. Sænsk fjölskylda bauðst til að laga fánann og bjargaði málunum á mettíma. 23. júlí 2022 17:29 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Fleiri fréttir Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Sjá meira
Aftur krotað yfir hinsegin fána Grafarvogskirkju Aftur var búið að krota á hinsegin fána á tröppum Grafarvogskirkju í gær. 26. júlí 2022 06:59
Hatur eins og þetta þoli illa dagsljósið Pétur G. Markan, biskupsritari og Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni Hafnarfirði fengu dularfullt bréf inn um lúguna nú á dögunum. Í bréfinu má sjá fordómafulla orðræðu gagnvart hinsegin samfélaginu og segja þau bréfið sýna hversu mikilvægt sé að halda baráttunni áfram. 25. júlí 2022 23:47
Sænsk fjölskylda málaði yfir antikrist við Grafarvogskirkju Skemmdarvargar máluðu orðið „antichrist!“ (e. antikristur) á hinseginfána sem búið er að mála á gangstéttina fyrir utan Grafarvogskirkju. Sænsk fjölskylda bauðst til að laga fánann og bjargaði málunum á mettíma. 23. júlí 2022 17:29