Real Madrid opnar á möguleikann að Casemiro fari til United Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. ágúst 2022 23:31 Er Manchester United loksins að krækja í miðjiumann? Dan Mullan/Getty Images Spænska stórveldið Real Madrid virðist vera opið fyrir því að leyfa brasilíska miðjumanninum Casemiro að fara til Manchester United ef félagið er tilbúið að greiða yfir 60 milljónir punda fyrir leikmanninn. United hefur verið orðað við heilan helling af leikmönnum undanfarna daga, en liðið hefur verið í leit að miðjumanni í allt sumar. Félagið hefur nú fengið þær fréttir að möguleiki sé á því að fá hinn þrítuga Casemiro í sínar raðir. Casemiro hefur verið á mála hjá Madrídingum frá árinu 2013 og er mikils metinn innan félagsins. Þó virðist hann ekki vera ómissandi, enda er nóg til af miðjumönnum í Madrídarborg. Gömlu refirnir Luka Modric og Toni Kroos eru enn í fullu fjöri, ásamt því að ungir og spennandi leikmenn á borð við Eduardo Camavinga, Aurelien Tchouameni og Federico Valverde eru til taks. Madrídingar geta því ekki lofað Casemiro miklum spiltíma. Þá gæti það reynst sniðugt fyrir félagið að losa mann eins og Casemiro af launaskrá sinni og fá inn væna summu í kassann á sama tíma. Manchester United hefur verið á höttunum á eftir djúpum miðjumanni frá því að félagsskiptaglugginn opnaði - og raunar lengur - og því gæti reyndur leikmaður eins og Casemiro verið það sem liðinu vantar einmitt núna. Hvort að Casemiro, sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu fimm sinnum, vilji hins vegar yfirgefa herbúðir Madrídinga til að spila í Evrópudeildinni með Manchester United á þó eftir að koma í ljós. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
United hefur verið orðað við heilan helling af leikmönnum undanfarna daga, en liðið hefur verið í leit að miðjumanni í allt sumar. Félagið hefur nú fengið þær fréttir að möguleiki sé á því að fá hinn þrítuga Casemiro í sínar raðir. Casemiro hefur verið á mála hjá Madrídingum frá árinu 2013 og er mikils metinn innan félagsins. Þó virðist hann ekki vera ómissandi, enda er nóg til af miðjumönnum í Madrídarborg. Gömlu refirnir Luka Modric og Toni Kroos eru enn í fullu fjöri, ásamt því að ungir og spennandi leikmenn á borð við Eduardo Camavinga, Aurelien Tchouameni og Federico Valverde eru til taks. Madrídingar geta því ekki lofað Casemiro miklum spiltíma. Þá gæti það reynst sniðugt fyrir félagið að losa mann eins og Casemiro af launaskrá sinni og fá inn væna summu í kassann á sama tíma. Manchester United hefur verið á höttunum á eftir djúpum miðjumanni frá því að félagsskiptaglugginn opnaði - og raunar lengur - og því gæti reyndur leikmaður eins og Casemiro verið það sem liðinu vantar einmitt núna. Hvort að Casemiro, sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu fimm sinnum, vilji hins vegar yfirgefa herbúðir Madrídinga til að spila í Evrópudeildinni með Manchester United á þó eftir að koma í ljós.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira