Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik Samúel Karl Ólason skrifar 18. ágúst 2022 15:58 Allen Weisselberg fyrir utan dómshús New York-borgar í dag. AP/John Minchillo Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization. Weisselberg játaði að hafa ekki greitt skatt af rúmlega 1,7 milljóna dala launagreiðslum í formi fríðinda og gekkst við öllum fimmtán ákærunum gegn honum. Meðal annars er hann dæmdur fyrir að láta fyrirtækið greiða skólagjöld barna hans og húsaleigu. Fyrirtækið keypti bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk húsgagna og raftækja, svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta var skráð sem fríðindi í bókhald fyrirtækisins, svo Weisselberg þyrfti ekki að greiða launatengda skatta af því. Trump Organization, fyrirtækið sjálft, var einnig ákært fyrir skattsvik, fjársvik og skjalafals. Þegar réttarhöldin gegn gegn Weisselberg hófust síðasta sumar lýsti fjármálastjórinn yfir sakleysi sínu. AP fréttaveitan segir að samkvæmt áðurnefndu samkomulagi muni Weisselberg, sem er 75 ára gamall, ekki vera dæmdur til meira en fimm mánaða fangelsisvistar, sem hann mun afplána í Rikers Islandi fangelsinu í New York. Þá verður Weisselberg gert að greiða um tvær milljónir dala í sektir. Enn sem komið er, er Weisselberg sá eini sem hefur verið ákærður vegna rannsóknar saksóknara í New York á fyrirtæki Trumps. Lögmenn hans hafa haldið því fram að hann hefði verið ákærður til að refsa honum fyrir að neita að veita rannsakendum skaðlegar upplýsingar um Trump og fyrirtæki hans. Verið var að skoða það að ákæra Trump sjálfan en AP segir að sú rannsókn sé í nokkurs konar dvala eftir að nýr héraðssaksóknari tók við störfum fyrir nokkrum mánuðum. Rannsóknin er þó formlega enn yfirstandandi. Trump stendur einnig frammi fyrir annarri rannsókn varðandi það hvort hann og fyrirtæki hans hafi blekkt banka og skattyfirvöld varðandi raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01 Giuliani með stöðu grunaðs manns Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur verið tilkynnt að hann hafi stöðu grunaðs manns í rannsókn yfirvalda í Georgíu á afskiptum Trumps og bandamanna hans af forsetakosningunum árið 2020. 16. ágúst 2022 14:59 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. 14. ágúst 2022 21:40 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Sjá meira
Weisselberg játaði að hafa ekki greitt skatt af rúmlega 1,7 milljóna dala launagreiðslum í formi fríðinda og gekkst við öllum fimmtán ákærunum gegn honum. Meðal annars er hann dæmdur fyrir að láta fyrirtækið greiða skólagjöld barna hans og húsaleigu. Fyrirtækið keypti bíla fyrir hann og eiginkonu hans, auk húsgagna og raftækja, svo eitthvað sé nefnt. Allt þetta var skráð sem fríðindi í bókhald fyrirtækisins, svo Weisselberg þyrfti ekki að greiða launatengda skatta af því. Trump Organization, fyrirtækið sjálft, var einnig ákært fyrir skattsvik, fjársvik og skjalafals. Þegar réttarhöldin gegn gegn Weisselberg hófust síðasta sumar lýsti fjármálastjórinn yfir sakleysi sínu. AP fréttaveitan segir að samkvæmt áðurnefndu samkomulagi muni Weisselberg, sem er 75 ára gamall, ekki vera dæmdur til meira en fimm mánaða fangelsisvistar, sem hann mun afplána í Rikers Islandi fangelsinu í New York. Þá verður Weisselberg gert að greiða um tvær milljónir dala í sektir. Enn sem komið er, er Weisselberg sá eini sem hefur verið ákærður vegna rannsóknar saksóknara í New York á fyrirtæki Trumps. Lögmenn hans hafa haldið því fram að hann hefði verið ákærður til að refsa honum fyrir að neita að veita rannsakendum skaðlegar upplýsingar um Trump og fyrirtæki hans. Verið var að skoða það að ákæra Trump sjálfan en AP segir að sú rannsókn sé í nokkurs konar dvala eftir að nýr héraðssaksóknari tók við störfum fyrir nokkrum mánuðum. Rannsóknin er þó formlega enn yfirstandandi. Trump stendur einnig frammi fyrir annarri rannsókn varðandi það hvort hann og fyrirtæki hans hafi blekkt banka og skattyfirvöld varðandi raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01 Giuliani með stöðu grunaðs manns Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur verið tilkynnt að hann hafi stöðu grunaðs manns í rannsókn yfirvalda í Georgíu á afskiptum Trumps og bandamanna hans af forsetakosningunum árið 2020. 16. ágúst 2022 14:59 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. 14. ágúst 2022 21:40 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Sjá meira
Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár. 17. ágúst 2022 22:01
Giuliani með stöðu grunaðs manns Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur verið tilkynnt að hann hafi stöðu grunaðs manns í rannsókn yfirvalda í Georgíu á afskiptum Trumps og bandamanna hans af forsetakosningunum árið 2020. 16. ágúst 2022 14:59
Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19
Klessti á vegartálma, skaut úr byssu út í loftið og svipti sig lífi Maður keyrði bíl sínum á vegartálma nálægt þinghúsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Í kjölfarið steig hann út úr brennandi bílnum, skaut nokkrum sinnum úr byssu út í loftið og svipti sig að lokum lífi. 14. ágúst 2022 21:40