Samningur Arnars lengri en KSÍ tilkynnti: „Þetta eru einhver mistök“ Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2022 08:01 Arnar Þór Viðarsson tók við sem þjálfari A-landsliðs karla af Svíanum Erik Hamrén í lok árs 2020. Getty/Juan Manuel Serrano Miðað við einu tilkynningu Knattspyrnusambands Íslands, um samning Arnars Þórs Viðarssonar sem þjálfari A-landsliðs karla, væru framundan í haust síðustu leikir samningstímans. Svo er þó aldeilis ekki og samningurinn gæti gilt vel fram á sumarið 2024. Arnar segir ljóst að sennilega hafi einhver gert mistök þegar fréttatilkynning KSÍ var gefin út í lok árs 2020, um að hann hefði skrifað undir samning til tveggja ára. Tilkynninguna má raunar, þegar þetta er skrifað, enn sjá á vef KSÍ og fjölmiðlar nýttu hana í öllum fréttaflutningi. Samt kom engin leiðrétting frá KSÍ. Skrifaði undir „1+2 samning“ Hvorki Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, né Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, hafa svarað spurningum Vísis um hverju þetta sæti. Tekið skal þó fram að Vanda var ekki formaður þegar Arnar var ráðinn. Klara svaraði því aðeins til að samningur Arnars gilti vissulega fram yfir undankeppni EM á næsta ári, til ársloka 2023, og væri auk þess með ákvæði um framlengingu fram yfir umspil eða lokakeppni EM 2024 ef Ísland kæmist þangað. Af hverju annað hefði verið tilkynnt, eins og sjá má hér að neðan, á sínum tíma vissi hún ekki. Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem landsliðsþjálfari í desember 2020 og samningur hans sagður til tveggja ára.Skjáskot/ksi.is „Þetta eru einhver mistök. Ég hef alla vega ekki skrifað undir nýjan samning eða neitt slíkt á þessum tíma,“ sagði Arnar við Vísi í gær. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, tók svo undir þetta í bréfi til blaðamanns og sagðist raunar hafa skrifað fréttina á vef KSÍ sjálfur á sínum tíma, eftir upplýsingum frá þáverandi formanni Guðna Bergssyni. Ljóst væri að „einhver misskilningur“ hefði verið varðandi lengd samningstíma. Uppsagnarákvæði var ekki nýtt „Ég skrifaði bara undir svokallaðan 1+2 samning, þar sem uppsagnarákvæði var í lok árs 2021,“ sagði Arnar, sem samhliða þjálfarastörfum hjá KSÍ hefur verið yfirmaður knattspyrnumála frá vorinu 2019. Þar sem þetta uppsagnarákvæði var hvorki nýtt af Arnari né KSÍ, í desember 2021, gildir samningur hans sem landsliðsþjálfari því í tvö ár til viðbótar frá þeim tíma. Sams konar uppsagnarákvæði í samningi Eiðs Smára Guðjohnsen, sem var aðstoðarþjálfari Arnars, var hins vegar nýtt í kjölfar áfengisneyslu hans í landsliðsferð. Jóhannes Karl Guðjónsson var svo ráðinn í stað Eiðs. Vilji stjórn KSÍ skipta um aðalþjálfara landsliðsins, fyrir árslok 2023, þyrfti hún því að taka ákvörðun um að reka Arnar. Slíkt virðist ekki vera í spilunum. Þrátt fyrir það hefur árangurinn hingað til valdið flestum vonbrigðum. Eftir að hafa gert jafntefli í fyrstu þremur leikjunum í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar eru meiri líkur en minni á að Ísland endi neðst í riðlinum, og sleppi aðeins við fall í C-deild vegna þess að Rússland er í riðli Íslands og var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Það er engu að síður ljóst að Arnar nýtur stuðnings formanns. Vanda sagði við Vísi eftir landsleikjatörnina í júní að stjórnin hefði ekkert rætt um þann möguleika að skipta um þjálfara. Staða hans hefði ekkert breyst og að hún hefði séð framfarir í leik landsliðsins. Alls hefur Ísland leikið 21 leik undir stjórn Arnars og unnið fjóra (gegn Liechtenstein, Færeyjum og San Marínó), gert níu jafntefli en tapað átta. Í júní gerði Ísland tvisvar sinnum 2-2 jafntefli við Ísrael, 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Albaníu og vann 1-0 útisigur gegn San Marínó í vináttulandsleik. Einu sigurleikirnir í mótsleikjum undir stjórn Arnars hafa komið gegn Liechtenstein. Engum dylst þó forsendubresturinn varðandi gjaldgenga leikmenn í landsliðið, frá því að Arnar var ráðinn. „Hann er þjálfarinn, við stöndum við bakið á þjálfaranum, við erum í uppbyggingarferli með ungt og reynsluminna lið, og horfum bara til framtíðar,“ sagði Vanda við Vísi eftir leikina í júní. Ísland lýkur keppni í Þjóðadeildinni 27. september með útileik gegn Albaníu og mætir svo Sádi Arabíu í umdeildum vináttulandsleik 6. nóvember áður en liðið heldur til Litháen og spilar í Eystrasaltsbikarnum, Baltic Cup. Næsta ár er mun stærra fyrir landsliðið en þá fer fram öll undankeppni EM. KSÍ Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Arnar segir ljóst að sennilega hafi einhver gert mistök þegar fréttatilkynning KSÍ var gefin út í lok árs 2020, um að hann hefði skrifað undir samning til tveggja ára. Tilkynninguna má raunar, þegar þetta er skrifað, enn sjá á vef KSÍ og fjölmiðlar nýttu hana í öllum fréttaflutningi. Samt kom engin leiðrétting frá KSÍ. Skrifaði undir „1+2 samning“ Hvorki Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ, né Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ, hafa svarað spurningum Vísis um hverju þetta sæti. Tekið skal þó fram að Vanda var ekki formaður þegar Arnar var ráðinn. Klara svaraði því aðeins til að samningur Arnars gilti vissulega fram yfir undankeppni EM á næsta ári, til ársloka 2023, og væri auk þess með ákvæði um framlengingu fram yfir umspil eða lokakeppni EM 2024 ef Ísland kæmist þangað. Af hverju annað hefði verið tilkynnt, eins og sjá má hér að neðan, á sínum tíma vissi hún ekki. Arnar Þór Viðarsson var kynntur sem landsliðsþjálfari í desember 2020 og samningur hans sagður til tveggja ára.Skjáskot/ksi.is „Þetta eru einhver mistök. Ég hef alla vega ekki skrifað undir nýjan samning eða neitt slíkt á þessum tíma,“ sagði Arnar við Vísi í gær. Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, tók svo undir þetta í bréfi til blaðamanns og sagðist raunar hafa skrifað fréttina á vef KSÍ sjálfur á sínum tíma, eftir upplýsingum frá þáverandi formanni Guðna Bergssyni. Ljóst væri að „einhver misskilningur“ hefði verið varðandi lengd samningstíma. Uppsagnarákvæði var ekki nýtt „Ég skrifaði bara undir svokallaðan 1+2 samning, þar sem uppsagnarákvæði var í lok árs 2021,“ sagði Arnar, sem samhliða þjálfarastörfum hjá KSÍ hefur verið yfirmaður knattspyrnumála frá vorinu 2019. Þar sem þetta uppsagnarákvæði var hvorki nýtt af Arnari né KSÍ, í desember 2021, gildir samningur hans sem landsliðsþjálfari því í tvö ár til viðbótar frá þeim tíma. Sams konar uppsagnarákvæði í samningi Eiðs Smára Guðjohnsen, sem var aðstoðarþjálfari Arnars, var hins vegar nýtt í kjölfar áfengisneyslu hans í landsliðsferð. Jóhannes Karl Guðjónsson var svo ráðinn í stað Eiðs. Vilji stjórn KSÍ skipta um aðalþjálfara landsliðsins, fyrir árslok 2023, þyrfti hún því að taka ákvörðun um að reka Arnar. Slíkt virðist ekki vera í spilunum. Þrátt fyrir það hefur árangurinn hingað til valdið flestum vonbrigðum. Eftir að hafa gert jafntefli í fyrstu þremur leikjunum í sínum riðli í B-deild Þjóðadeildarinnar eru meiri líkur en minni á að Ísland endi neðst í riðlinum, og sleppi aðeins við fall í C-deild vegna þess að Rússland er í riðli Íslands og var dæmt úr leik vegna stríðsins í Úkraínu. Það er engu að síður ljóst að Arnar nýtur stuðnings formanns. Vanda sagði við Vísi eftir landsleikjatörnina í júní að stjórnin hefði ekkert rætt um þann möguleika að skipta um þjálfara. Staða hans hefði ekkert breyst og að hún hefði séð framfarir í leik landsliðsins. Alls hefur Ísland leikið 21 leik undir stjórn Arnars og unnið fjóra (gegn Liechtenstein, Færeyjum og San Marínó), gert níu jafntefli en tapað átta. Í júní gerði Ísland tvisvar sinnum 2-2 jafntefli við Ísrael, 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Albaníu og vann 1-0 útisigur gegn San Marínó í vináttulandsleik. Einu sigurleikirnir í mótsleikjum undir stjórn Arnars hafa komið gegn Liechtenstein. Engum dylst þó forsendubresturinn varðandi gjaldgenga leikmenn í landsliðið, frá því að Arnar var ráðinn. „Hann er þjálfarinn, við stöndum við bakið á þjálfaranum, við erum í uppbyggingarferli með ungt og reynsluminna lið, og horfum bara til framtíðar,“ sagði Vanda við Vísi eftir leikina í júní. Ísland lýkur keppni í Þjóðadeildinni 27. september með útileik gegn Albaníu og mætir svo Sádi Arabíu í umdeildum vináttulandsleik 6. nóvember áður en liðið heldur til Litháen og spilar í Eystrasaltsbikarnum, Baltic Cup. Næsta ár er mun stærra fyrir landsliðið en þá fer fram öll undankeppni EM.
KSÍ Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu