Útskýrir áhuga landeiganda á Íslandi á því að eignast Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2022 09:31 Sir Jim Ratcliffe hefur ekki aðeins áhuga á íslenskum laxveiðiám heldur er hann einnig mikill fótboltaáhugamaður. EPA-EFE/THIERRY CARPICO Manchester United þarf á nýjum eigendum að halda. Því eru flestir sammála um nema kannski núverandi bandarískir eigendur. Nýjustu fréttir af hugsanlegum kaupanda ættu að gleðja stuðningsmenn félagsins en einn af aðalfréttamönnum Sky Sports útskýrði áhuga ríkasta manns Bretlandseyja að félaginu. Flestir stuðningsmenn Manchester United eru búnir að fá algjörlega nóg af Glazer fjölskyldunni sem á félagið en gerir meira í því að taka út pening en að hjálpa því að halda í við bestu liðin. Í þeirra eignatíð hefur Manchester United misst stöðu sína á toppi enska fótboltans og miklir fjármunir hafa runnið út úr félaginu. United hefur byrjað þetta tímabil á tapleikjum á móti Brighton og Brentford og það hefur aukið enn frekar pressuna á félaginu og skiptir þar engu hvort um er að ræða knattspyrnustjóra, leikmenn eða eigendur. Það ríkir í raun ófremdarástand á Old Trafford og síðustu daga hafa komið fram fréttir um áhuga vel stæðra manna á að kaupa félagið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Stærstu fréttirnar þar eru eflaust áhugi Sir Jim Ratcliffe, ríkasta manns Bretlands og landeiganda á Íslandi, á því að eignast Manchester United. Ratcliffe er fótboltáhugamaður mikill, hann á íþróttafélög út um heim og reyndi að kaupa Chelsea síðasta vor án árangurs. Hann hefur hins vegar aldrei falið það að hann er stuðningsmaður Manchester United. Það hljómar örugglega mjög vel í eyrum stuðningsmanna United að heyra af áhuga manns sem er ekki bara mjög vel stæður og mikill fótboltáhugamaður heldur enn stuðningsmaður félagsins frá barnæsku. Kaveh Solhekol, fréttamaður á Sky Sport, útskýrði áhuga Sir Jim Ratcliffe og hvað standi í vegi fyrir því að hann eignist Manchester United. Það má finna útskýringu hans hér fyrir neðan. Ratcliffe á meðal annars fótboltafélag í Frakklandi og Sviss. Það er haft eftir honum að peningar skipti engu máli heldur, að sem stuðningsmaður United, telji hann að nú sé kominn tími á að endurræsa félagið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira
Flestir stuðningsmenn Manchester United eru búnir að fá algjörlega nóg af Glazer fjölskyldunni sem á félagið en gerir meira í því að taka út pening en að hjálpa því að halda í við bestu liðin. Í þeirra eignatíð hefur Manchester United misst stöðu sína á toppi enska fótboltans og miklir fjármunir hafa runnið út úr félaginu. United hefur byrjað þetta tímabil á tapleikjum á móti Brighton og Brentford og það hefur aukið enn frekar pressuna á félaginu og skiptir þar engu hvort um er að ræða knattspyrnustjóra, leikmenn eða eigendur. Það ríkir í raun ófremdarástand á Old Trafford og síðustu daga hafa komið fram fréttir um áhuga vel stæðra manna á að kaupa félagið. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Stærstu fréttirnar þar eru eflaust áhugi Sir Jim Ratcliffe, ríkasta manns Bretlands og landeiganda á Íslandi, á því að eignast Manchester United. Ratcliffe er fótboltáhugamaður mikill, hann á íþróttafélög út um heim og reyndi að kaupa Chelsea síðasta vor án árangurs. Hann hefur hins vegar aldrei falið það að hann er stuðningsmaður Manchester United. Það hljómar örugglega mjög vel í eyrum stuðningsmanna United að heyra af áhuga manns sem er ekki bara mjög vel stæður og mikill fótboltáhugamaður heldur enn stuðningsmaður félagsins frá barnæsku. Kaveh Solhekol, fréttamaður á Sky Sport, útskýrði áhuga Sir Jim Ratcliffe og hvað standi í vegi fyrir því að hann eignist Manchester United. Það má finna útskýringu hans hér fyrir neðan. Ratcliffe á meðal annars fótboltafélag í Frakklandi og Sviss. Það er haft eftir honum að peningar skipti engu máli heldur, að sem stuðningsmaður United, telji hann að nú sé kominn tími á að endurræsa félagið. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Sjá meira