Erlent

Tíu látin eftir að moska var sprengd í loft upp í Kabúl

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kabúl í Afganistan.
Kabúl í Afganistan. Getty

Minnst tíu eru látin og fjöldi særður eftir að sprenging varð í mosku í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í kvöld.

Minnst 27 voru fluttir særðir á spítala í Kabúl, þar af fimm börn. Í frétt AP segir að tíu hafi látist en óttast er að fleiri hafi fallið í sprengingunni. 

Sprengingin varð er fjöldi hafði komið saman í moskunni til að biðja kvöldbæna að múslimskum sið.

AP greinir einnig frá því að vitni hafi greint frá því að um sjálfsmorðsprengjuárás hafi verið að ræða. Óvíst hver hafi staðið að baki árásinni. Tæp vika er frá því að afganski sjeikinn Rahimullah Haqqani myrtur í sjálfsvígssprengjuárás í Kabúl.

Talið er að morðinginn hafi falið sprengjuna í gervifæti sínum og sprengt sig er hann var við hlið Haqqani. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á þeirri árás.


Tengdar fréttir

Faldi sprengjuna í gervi­fæti

Afganski sjeikinn Rahimullah Haqqani var í dag myrtur í sjálfsvígssprengjuárás í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Talið er að morðinginn hafi falið sprengjuna í gervifæti sínum og sprengt sig er hann var við hlið Haqqani.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×