Erlent

Apa­bóla smitaðist frá manni yfir í mjó­hund

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Apabóla hefur nú greinst í hundi. Myndin er samsett.
Apabóla hefur nú greinst í hundi. Myndin er samsett. Getty/Jus O / 500px, GETTY/JAKUB PORZYCKI

Nýjustu upplýsingar úr læknatímaritinu „the Lancet“ herma að nú hafi apabóla smitast frá manni yfir í hund. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur fólk til þess að fara varlega í kringum dýr greinist það með apabólu en ekki sé nauðsynlegt að hafa miklar áhyggjur af málinu sem stendur.

Sérfræðingur í apabólu hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, Rosamund Lewis segir tilfellið vera það fyrsta sem vitað sé af en tilfellið greindist í París í ítölskum mjóhundi. Guardian greinir frá þessu.

Þó tilfellið sé það fyrsta sem vitað er af hafi möguleikinn verið til staðar í dágóðan tíma og heilbrigðisyfirvöld hafi nú þegar hvatt smitaða einstaklinga til þess að fara varlega í kringum dýr. Mesta hættan skapist ef að apabóla smitist yfir nagdýr og önnur dýr utan heimilisins.

Ekki séu merki um það að apabólan sé að stökkbreytast á hættulegan veg en þegar vírusar fari á milli dýrategunda sé möguleikinn á hættulegum stökkbreytingum til staðar. Fólk þurfi að fara varlega.


Tengdar fréttir

Leita til almennings um nýtt heiti á apabólu

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur efnt til samkeppni sem ætlað er að finna nýtt heiti fyrir sjúkdóminn apabólu. Talskona stofnunarinnar, væntanlega minnug úrslita sambærilegra opinberra nafnakeppna, segist viss um að stofnuninni takist að velja heiti sem er hlutlaust og við hæfi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.