Innlent

Vilja stofna bakvarðasveit fyrir leikskólana

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tillögurnar verða lagðar fram af Mörtu Guðjónsdóttur og Helga Áss Grétarssyni.
Tillögurnar verða lagðar fram af Mörtu Guðjónsdóttur og Helga Áss Grétarssyni.

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu á morgun leggja fram fimm tillögur vegna stöðu leikskólamála í Reykjavík.

Meðal þeirra er að komið verði á fót bakvarðasveit til að tryggja mönnun leikskólanna og að nemendur í leikskólaliðanámi á framhaldsskólastigi fari í starfsnám á leikskólunum. Þá er lagt til að þeim starfsmönnum sem starfa á frístundaheimilum eftir hádegi, verði boðin vinna á leikskólunum fyrir hádegi.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Aðrar tillögur eru að veita undanþágu fyrir rekstrarleyfi nýrra leikskóla þar sem húsnæðið er fullbúið þó lóðin sé ekki fullfrágengin og að færanlegum kennslustofum verði komið fyrir þar sem aðstæður eru fyrir hendi til að fjölga plássum tímabundið, á meðan varanlegar lausnir eru í vinnslu.

Tillögurnar verða lagðar fram í skóla og frístundaráði, af Mörtu Guðjónsdóttur og Helgi Áss Grétarsyni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×