Erlent

Hægri­sinnaðir fá sitt eigið stefnu­móta­for­rit

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Stefnumótaforritið er aðeins ætlað hægrisinnuðum. Mynd tengist frétt ekki beint.
Stefnumótaforritið er aðeins ætlað hægrisinnuðum. Mynd tengist frétt ekki beint. Getty/Tero Vesalainen

Hægrisinnaðir Bandaríkjamenn geta í september skráð sig á stefnumótaforrit sem er einungis fyrir hægrisinnaða einstaklinga en forritið heitir, „The Right Stuff.“ Hægrisinnaði milljarðamæringurinn Peter Thiel fjárfesti í forritinu fyrir eina og hálfa milljón dollara en Thiel er sjálfur samkynhneigður.

Aðeins verður hægt að komast á forritið með því að fá boð inn á það en forritið er að öllu leyti gjaldfrjálst fyrir konur, bjóði þær vinum á forritið.

Í kynningarmyndbandi fyrir nýja stefnumótaforritið má sjá Ryann McEnany, systur fyrrum fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, Kayleigh McEnany en Kayleigh vann undir Trump. 

Ryann fer yfir allt það sem gerir forritið spennandi fyrir notendur eins og til dæmis það að forritið sé „aðeins fyrir karla og konur.“ Einnig er lögð áhersla á það að ekki sé þörf fyrir notkun á persónufornöfnum.

Fyrir hönd forritsins segir Ryann, „okkur þykir leiðinlegt að þú hafir þurft að þola mörg ár í af lélegum stefnumótum með fólki sem sér hlutina ekki eins og við, fólk sem sér hlutina rétt.“

Kynningarmyndbandið sem um ræðir má sjá hér að neðan.

Frekari umfjöllun frá Guardian um forritið má sjá hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×