„Ég skil bara ekki hvernig sumir geta bara ákveðið að fara ekki að lögum“ Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 15. ágúst 2022 11:40 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins. Vísir/Sigurjón Ólason Borgarlögmaður var í september 2021 beðinn af borgarstjóra, Degi B. Eggertssyni um að skoða gjaldtöku í bílastæðahúsum til fólks með bílastæðapassa eða P-passa. Í niðurstöðu lögmannsins segir að Bílastæðasjóður hafi ekki heimild til þess að rukka fatlað fólk með bílastæðispassa í bílastæðahúsum borgarinnar. Formaður Öryrkjabandalagsins, Þuríður Harpa Sigurðardóttir staðfestir í samtali við fréttastofu að kvartanir vegna rukkana í bílastæðahúsum hafi ítrekað borist bandalaginu. Hún segist ekki hafa fengið skýringu á því af hverju málið hafi ekki verið lagfært. Hún segir gjaldtöku í þessum efnum ekki standast lög en önnur bílastæðahús eins og það í Hörpunni hafi nú farið að fordæmi Bílastæðasjóðs og séu byrjuð að rukka fólk með P-passa. „Það hlýtur að vera eðlileg krafa að stofnanir borgarinnar eða sjóðurinn fari að lögum,“ segir Þuríður. Þuríður segir fatlað fólk veigra sér við því að fara í bæinn vegna aðstæðna, gjaldtakan hefti ferðafrelsi fólks. Fólk sem að hafi P-passa þurfi að geta farið um á bíl og hafi ekki endilega val um það að fara með öðrum ferðamáta. Hún segir fá stæði vera til staðar fyrir fólk á stærri bílum og verið sé að þrengja að P-merktum stæðum innan borgarinnar. „Ég skil bara ekki hvernig sumir geta bara ákveðið að fara ekki að lögum,“ segir Þuríður. Hún segist vilja að farið sé að lögum og að fólk með P-passa geti nýtt sér gjaldfrjáls stæði. „Ég myndi náttúrulega vilja sjá að Bílastæðasjóður endurgreiði því fólki sem hann hefur brotið á.“ Hún segir gjaldtökuna vera skerðingu á réttindum fólks og ferðafrelsi, hún auki einsemd og einangrun þar sem fólk geti þá ekki nýtt sér menningu eða þjónustu. Málefni fatlaðs fólks Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins, Þuríður Harpa Sigurðardóttir staðfestir í samtali við fréttastofu að kvartanir vegna rukkana í bílastæðahúsum hafi ítrekað borist bandalaginu. Hún segist ekki hafa fengið skýringu á því af hverju málið hafi ekki verið lagfært. Hún segir gjaldtöku í þessum efnum ekki standast lög en önnur bílastæðahús eins og það í Hörpunni hafi nú farið að fordæmi Bílastæðasjóðs og séu byrjuð að rukka fólk með P-passa. „Það hlýtur að vera eðlileg krafa að stofnanir borgarinnar eða sjóðurinn fari að lögum,“ segir Þuríður. Þuríður segir fatlað fólk veigra sér við því að fara í bæinn vegna aðstæðna, gjaldtakan hefti ferðafrelsi fólks. Fólk sem að hafi P-passa þurfi að geta farið um á bíl og hafi ekki endilega val um það að fara með öðrum ferðamáta. Hún segir fá stæði vera til staðar fyrir fólk á stærri bílum og verið sé að þrengja að P-merktum stæðum innan borgarinnar. „Ég skil bara ekki hvernig sumir geta bara ákveðið að fara ekki að lögum,“ segir Þuríður. Hún segist vilja að farið sé að lögum og að fólk með P-passa geti nýtt sér gjaldfrjáls stæði. „Ég myndi náttúrulega vilja sjá að Bílastæðasjóður endurgreiði því fólki sem hann hefur brotið á.“ Hún segir gjaldtökuna vera skerðingu á réttindum fólks og ferðafrelsi, hún auki einsemd og einangrun þar sem fólk geti þá ekki nýtt sér menningu eða þjónustu.
Málefni fatlaðs fólks Bílastæði Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira