Stórleikur sem bæði lið verða að vinna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2022 13:01 Breiðablik tekur á móti Íslands- og bikarmeisturum Víkings í kvöld. Óvíst er hvort Ísak Snær Þorvaldsson verði með þar sem hann er að glíma við afleiðingar heilahristings. Vísir/Hulda Margrét Í kvöld mæta Íslands og bikarmeistarar Víkings á Kópavogsvöll og mæta þar toppliði Bestu deildar karla. Um er að ræða þau tvö lið sem börðust um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og voru framan af tímabili talin líklegust til afreka í sumar. Nú er komið annað hljóð í landann og þurfa bæði lið á sigri að halda þar sem bæði KA og Valur virðast allt í einu ætla að blanda sér í toppbaráttuna. Bæði lið eru að koma úr erfiðum Evrópuverkefnum og þá eru skörð höggvin í bæði lið. Víkingar féllu úr Sambandsdeild Evrópu eftir framlengdan leik í Póllandi á meðan Breiðablik fór til Tyrklands í ærið verkefni og féll þar sömuleiðis úr leik. Bæði leið hafa leikið þétt undnafarnar vikur enda var þarna um að ræða þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildairnnar og þá höfðu Víkingar farið í gegnum eina umferð í Meistaradeild Evrópu. Það má því ætla, þó hvorugur þjálfarinn vilji viðurkenna það, að það sé smá þreyta komin í bæði lið. Bæði lið verða að öllum líkindum án lykilmanna í kvöld en Ísak Snær Þorvaldsson fór ekki með Blikum til Tyrklands þar sem hann er að glíma við afleiðingar heilahristings. Þetta staðfesti hann sjálfur í spjalli við Fótbolti.net. Það munar um minna en Ísak Snær hefur verið með betri leikmönnum landsins í sumar. Hjá Víkingum er miðvörðurinn Halldór Smári Sigurðsson fjarri góðu gamni en hann hefur ekki spilað deildarleik síðan 1. júlí. Hann tók engan þátt í einvígí Víkings og Lech Poznan né einvíginu gegn The New Saints frá Wales þar á undan. Ásamt Halldóri Smára hefur Nikolaj Hansen verið að glíma við meiðsli og Ari Sigurpálsson hefur fundið fyrir verk í hné. Nikolaj Hansen hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu.Vísir/Bára Dröfn Þrátt fyrir þessi skakkaföll munu bæði lið stilla upp öflugum byrjunarliðum og það verður án efa sótt til sigurs á Kópavogsvelli í kvöld. Staðan er einfaldlega þannig að heimamenn geta náð 8 stiga forystu á KA sem er óvænt komið upp í 2. sæti Bestu deildarinnar á meðan Íslandsmeistarar Víkings geta jafnað KA að stigum með sigri. Þá eiga meistararnir líka leik til góða og með sigri þar gætu þeir minnkað forystu Breiðabliks niður í aðeins tvö stig þegar lítið er eftir af hefðbundinni keppni Bestu deildarinnar. Sigur Breiðabliks gefur liðinu mjög gott forskot sem væri erfitt að sjá liðið glutra neiður þó enn séu fimm umferðir eftir af hefðbundinni deildarkeppni sem og úrslitakeppni [þar sem efstu sex liðin spila innbyrðis og neðstu sex spila innbyrðis]. Að því sögðu hafa Blikar nú tapað þremur leikjum í röð, tveimur gegn İstanbul Başakşehir og einum gegn Stjörnunni. Fari svo að þeir tapi fjórða leiknum í röð þá gæti það sest á sálina hjá leikmönnum liðsins. Ólafur er brellinn og brögðóttur. Mögulega kemur hann Val í titilbaráttu áður en langt um líður.Vísir/Diego Sigur Víkinga myndi því ekki aðeins gefa þeim trú á því að þeir geti unnið titilinn annað árið í röð heldur einnig skap mikinn glundroða í Kópavogi. Að sama skapi þurfa Víkingar sigur þar sem KA er búið að hirða af þeim 2. sæti og lærisveinar Ólafs Jóhannessonar á Hlíðarenda virðast vera að vakna af værum blundi. Þó enn sé átta stiga munur á Hlíðarendapiltum og lærisveinum Óskars Hrafns Þorvaldssonar þá þekkja fáir þá kúnst að vinna titla betur en Ólafur Jóhannesson og eftir 6-1 sigur Vals á Stjörnunni virðast lærisveinar Ólafs til alls líklegir. Leikur Breiðabliks og Víkings er á dagskrá Stöð 2 Sport klukkan 19.15. Upphitun hefst 45 mínútum fyrr eða klukkan 18.30. Að leik loknum verður svo farið yfir allt það helsta sem gerðist í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira
Bæði lið eru að koma úr erfiðum Evrópuverkefnum og þá eru skörð höggvin í bæði lið. Víkingar féllu úr Sambandsdeild Evrópu eftir framlengdan leik í Póllandi á meðan Breiðablik fór til Tyrklands í ærið verkefni og féll þar sömuleiðis úr leik. Bæði leið hafa leikið þétt undnafarnar vikur enda var þarna um að ræða þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildairnnar og þá höfðu Víkingar farið í gegnum eina umferð í Meistaradeild Evrópu. Það má því ætla, þó hvorugur þjálfarinn vilji viðurkenna það, að það sé smá þreyta komin í bæði lið. Bæði lið verða að öllum líkindum án lykilmanna í kvöld en Ísak Snær Þorvaldsson fór ekki með Blikum til Tyrklands þar sem hann er að glíma við afleiðingar heilahristings. Þetta staðfesti hann sjálfur í spjalli við Fótbolti.net. Það munar um minna en Ísak Snær hefur verið með betri leikmönnum landsins í sumar. Hjá Víkingum er miðvörðurinn Halldór Smári Sigurðsson fjarri góðu gamni en hann hefur ekki spilað deildarleik síðan 1. júlí. Hann tók engan þátt í einvígí Víkings og Lech Poznan né einvíginu gegn The New Saints frá Wales þar á undan. Ásamt Halldóri Smára hefur Nikolaj Hansen verið að glíma við meiðsli og Ari Sigurpálsson hefur fundið fyrir verk í hné. Nikolaj Hansen hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu.Vísir/Bára Dröfn Þrátt fyrir þessi skakkaföll munu bæði lið stilla upp öflugum byrjunarliðum og það verður án efa sótt til sigurs á Kópavogsvelli í kvöld. Staðan er einfaldlega þannig að heimamenn geta náð 8 stiga forystu á KA sem er óvænt komið upp í 2. sæti Bestu deildarinnar á meðan Íslandsmeistarar Víkings geta jafnað KA að stigum með sigri. Þá eiga meistararnir líka leik til góða og með sigri þar gætu þeir minnkað forystu Breiðabliks niður í aðeins tvö stig þegar lítið er eftir af hefðbundinni keppni Bestu deildarinnar. Sigur Breiðabliks gefur liðinu mjög gott forskot sem væri erfitt að sjá liðið glutra neiður þó enn séu fimm umferðir eftir af hefðbundinni deildarkeppni sem og úrslitakeppni [þar sem efstu sex liðin spila innbyrðis og neðstu sex spila innbyrðis]. Að því sögðu hafa Blikar nú tapað þremur leikjum í röð, tveimur gegn İstanbul Başakşehir og einum gegn Stjörnunni. Fari svo að þeir tapi fjórða leiknum í röð þá gæti það sest á sálina hjá leikmönnum liðsins. Ólafur er brellinn og brögðóttur. Mögulega kemur hann Val í titilbaráttu áður en langt um líður.Vísir/Diego Sigur Víkinga myndi því ekki aðeins gefa þeim trú á því að þeir geti unnið titilinn annað árið í röð heldur einnig skap mikinn glundroða í Kópavogi. Að sama skapi þurfa Víkingar sigur þar sem KA er búið að hirða af þeim 2. sæti og lærisveinar Ólafs Jóhannessonar á Hlíðarenda virðast vera að vakna af værum blundi. Þó enn sé átta stiga munur á Hlíðarendapiltum og lærisveinum Óskars Hrafns Þorvaldssonar þá þekkja fáir þá kúnst að vinna titla betur en Ólafur Jóhannesson og eftir 6-1 sigur Vals á Stjörnunni virðast lærisveinar Ólafs til alls líklegir. Leikur Breiðabliks og Víkings er á dagskrá Stöð 2 Sport klukkan 19.15. Upphitun hefst 45 mínútum fyrr eða klukkan 18.30. Að leik loknum verður svo farið yfir allt það helsta sem gerðist í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira