Keyptu Mané dýrum dómum en táningurinn stelur fyrirsögnunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. ágúst 2022 12:31 Jamal Musiala fagnar marki og Sadio Mané fylgir með í humátt. EPA-EFE/SASCHA STEINBACH Þegar Sadio Mané gekk í raðir Þýskalandsmeistara Bayern München í sumar var talið að hann yrði ein af stjörnum liðsins. Þó hann sé án efa með betri leikmönnum liðsins og í Þýskalandi yfir höfuð þá hefur annar leikmaður Bayern stolið fyrirsögnunum í upphafi móts, sá heitir Jamal Musiala og er aðeins 19 ára gamall. Eftir að valta yfir Eintracht Frankfurt 6-1 í fyrstu umferð þá kom Wolfsburg í heimsókn á Allianz-völlinn í München á sunnudag. Sigurinn var öllu minni en fór það svo að Bæjarar unnu sannfærandi 2-0 sigur þar sem nær allir leikmenn liðsins spiluðu vel, Musiala stóð hins vegar upp úr. Jamal Musiala's start to the season 1 goal, 1 assist vs. Leipzig (Super Cup)2 goals vs. Frankfurt1 goal vs. WolfsburgHis magic is coming to the Champions League pic.twitter.com/h8PHKdqvSA— DAZN Canada (@DAZN_CA) August 14, 2022 „Við verum mjög sveigjanlegir og skiptum reglulega um stöður. Við höfum gríðarlega stjórn ofarlega á vellinum, við komum oft við boltann og getum hlaupið inn fyrir, það er gaman að leika frammi.“ „Það gengur rosalega vel hjá okkur um þessar mundir. Við erum að spila mjög vel, líkt og við æfum. Við erum að reyna koma sömu orku og leikstíl á völlinn,“ sagði Musiala eftir leik en hann skoraði annað marka Bayern á meðan Thomas Müller gerði hitt. JAMAL MUSIALA IS TOO STRONG pic.twitter.com/bwE7xuOOtS— ESPN FC (@ESPNFC) August 14, 2022 Það virðist fara tvennum sögum af hvaða leikkerfi Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, stillti upp í leiknum en annað hvort var um mjög sókndjarft 4-4-2 að ræða eða þá hefðbundnara 4-2-3-1 leikkerfi. Það er ef til vill alger óþarfi að pæla í leikkerfum þar sem þau eru flæðandi og breytileg á meðan leik stendur. Ef skoðað er hvar á vellinum leikmenn Bayern voru er þeir fengu boltann kemur í ljós að liðið var að spila einhverskonar útgáfu af 4-2-4 eða jafnvel 2-4-4. Musiala leikur í treyju númer 42.WhoScored Hinn 19 ára gamli Musiala er þegar orðinn lykilmaður í liði Bayern og sýnir það mikilvægi hans að Leroy Sané hóf leikinn gegn Wolfsburg á bekknum. Musiala er einnig í miklu uppáhaldi hjá Hansa Flick, landsliðsþjálfara Þýskalands, en hann þjálfaði Bayern með góðum árangri þar á undan. Það má því búast við að Musiala fái næg tækifæri til að stela fyrirsögnunum áfram í vetur, bæði í þýsku úrvalsdeildinni sem og í Meistaradeild Evrópu og að öllum líkindum á HM sem fram fer í nóvember og desember í Katar. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira
Eftir að valta yfir Eintracht Frankfurt 6-1 í fyrstu umferð þá kom Wolfsburg í heimsókn á Allianz-völlinn í München á sunnudag. Sigurinn var öllu minni en fór það svo að Bæjarar unnu sannfærandi 2-0 sigur þar sem nær allir leikmenn liðsins spiluðu vel, Musiala stóð hins vegar upp úr. Jamal Musiala's start to the season 1 goal, 1 assist vs. Leipzig (Super Cup)2 goals vs. Frankfurt1 goal vs. WolfsburgHis magic is coming to the Champions League pic.twitter.com/h8PHKdqvSA— DAZN Canada (@DAZN_CA) August 14, 2022 „Við verum mjög sveigjanlegir og skiptum reglulega um stöður. Við höfum gríðarlega stjórn ofarlega á vellinum, við komum oft við boltann og getum hlaupið inn fyrir, það er gaman að leika frammi.“ „Það gengur rosalega vel hjá okkur um þessar mundir. Við erum að spila mjög vel, líkt og við æfum. Við erum að reyna koma sömu orku og leikstíl á völlinn,“ sagði Musiala eftir leik en hann skoraði annað marka Bayern á meðan Thomas Müller gerði hitt. JAMAL MUSIALA IS TOO STRONG pic.twitter.com/bwE7xuOOtS— ESPN FC (@ESPNFC) August 14, 2022 Það virðist fara tvennum sögum af hvaða leikkerfi Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, stillti upp í leiknum en annað hvort var um mjög sókndjarft 4-4-2 að ræða eða þá hefðbundnara 4-2-3-1 leikkerfi. Það er ef til vill alger óþarfi að pæla í leikkerfum þar sem þau eru flæðandi og breytileg á meðan leik stendur. Ef skoðað er hvar á vellinum leikmenn Bayern voru er þeir fengu boltann kemur í ljós að liðið var að spila einhverskonar útgáfu af 4-2-4 eða jafnvel 2-4-4. Musiala leikur í treyju númer 42.WhoScored Hinn 19 ára gamli Musiala er þegar orðinn lykilmaður í liði Bayern og sýnir það mikilvægi hans að Leroy Sané hóf leikinn gegn Wolfsburg á bekknum. Musiala er einnig í miklu uppáhaldi hjá Hansa Flick, landsliðsþjálfara Þýskalands, en hann þjálfaði Bayern með góðum árangri þar á undan. Það má því búast við að Musiala fái næg tækifæri til að stela fyrirsögnunum áfram í vetur, bæði í þýsku úrvalsdeildinni sem og í Meistaradeild Evrópu og að öllum líkindum á HM sem fram fer í nóvember og desember í Katar.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Sjá meira