Erlent

Tveir bílar höfnuðu í á þegar brú hrundi í Noregi í morgun

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa
Brúin hrundi í morgun og höfnuðu tveir bílar að hluta til í ánni.
Brúin hrundi í morgun og höfnuðu tveir bílar að hluta til í ánni. Skjáskot/Norska ríkisútvarpið

Fólksbíll og vörubíll höfnuðu að hluta í ánni Gudbrandsdalslågen, rétt norður af norska bænum Lillehammer, þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun.

Ökumenn og farþegar í bílunum komust öll lífs af, en lögregla hefur enn ekki útilokað að aðrir hafi hafnað í ánni og stendur leit enn yfir. Vegur númer 254 fer um brúna sem um ræðir en hún var vígð árið 2012, er um 150 metra löng, um tíu metra breið og gerð úr timbri.

Mikill viðbúnaður hefur verið við brúna í morgun og verið að nota dróna til að kanna hvort fleiri hafi hafnað í ánni. Flytja þurfti ökumann vörubílsins á sjúkrahús með þyrlu. Talin er hætta á að brak úr brúnni muni berast niður með ánni. 

Búið er að loka svæðinu en mikil umferð var um það í morgun. Að sögn lögreglu er verið að beina umferð annað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×