Innlent

Aug­lýs­a eft­ir verk­efn­a­stjór­a Sund­a­braut­ar

Samúel Karl Ólason skrifar
Til stendur að byrja á gerð Sundabrautar árið 2026.
Til stendur að byrja á gerð Sundabrautar árið 2026. Vísir/Egill

Vegagerðin auglýsti í vikunni eftir umsóknum um starf verkefnastjóra fyrir Sundabraut. Sá sem sækir um og fær starfið á að sinna undirbúningi fyrir byggingu Sundabrautar.

Í starfsauglýsingunni segir að gert sé ráð fyrir að Sundabraut verði fjármögnuð með gjaldtöku af umferð í samræmi við lög sem samþykkt voru á Alþingi árið 2020. Bæði Sundabraut og undirbúningur hennar sé staðfest í stjórnarsáttmála og samkomulagi ríkis og Reykjavíkurborgar frá því í fyrra.

Í auglýsingunni kemur einnig fram að farið verði í umhverfismat á næstu misserum. Framkvæmdir eigi að hefjast árið 2026 og ljúka árið 2031.

Meðal annars felst starfið í stjórnun undirbúnings fyrir framkvæmdina með gerð áætlana varðandi tíma og kostnað, undirbúa útboð og öðru.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, sagði í byrjun árs að Sundabraut gæti verið tilbúin eftir níu ár.

Þá sagði hann einnig að félagshagfræðileg greining sýndi 178 til 236 milljarða ábata af Sundabraut áf fyrstu þrjátíu árum mannvirkisins.

Í júlí í fyrra var skrifað undir yfirlýsingu á vegum ríkisins og Reykjavíkurborgar um að Sundabraut yrði lögð alla leið á Kjalarnes í einni framkvæmd og hún yrði tekin í notkun árið 2031.


Tengdar fréttir

Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum.

Lítil sem engin framvinda í inn­viða­fjár­festingum líf­eyris­sjóða

Þrátt fyrir að lífeyrissjóðir hafi sýnt áhuga á fjármögnun innviðaverkefna og haldið úti sérstökum sjóði fyrir innviðafjárfestingar í sjö ár hefur lítið sem ekkert gerst í þeim efnum. Hlutdeild sjóðanna í innviðum landsins er enn jafnlítil og hún var árið 2003. Þetta kom fram í máli Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs, á ársfundi Landssamtaka lífeyrissjóða.

Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu

Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.