Kynnir stofnun opinbers hlutafélags um gjaldtöku af vegum og göngum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2022 12:16 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur kynnt á samráðsgátt stjórnvalda áform um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu og rekstur samgönguinnviða. Helsta hlutverk félagsins verður að innheimta notkunargjöld, bæði af vegum og jarðgöngum. Við sögðum í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi frá undirritun 6,3 milljarða króna verksamnings um nýjan kafla hringvegarins um Hornafjörð. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. Innviðaráðherra hefur núna kynnt áform um að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi um stofnun opinbers hlutafélags um slíkar framkvæmdir en sex hafa þegar verið tilgreindar. Auk Hornafjarðarfljóts eru það brú yfir Ölfusá, vegur yfir Öxi, jarðgöng um Reynisfjall, tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut. Fyrirhuguð brú yfir Hornafjarðarfljót. Framkvæmdir eiga að hefjast með haustinu.Vegagerðin Ráðherrann segir að í stjórnarsáttmála sé jafnframt gert ráð fyrir að stofnað verði opinbert félag um jarðgangagerð. Í kynningu málsins á samráðsgáttinni segir að lykilþáttur slíkra verkefna sé innheimta notkunargjalda af notendum mannvirkjanna og að framkvæmdakostnaður sé þannig endurheimtur, að minnsta kosti að mestum hluta. Þá sé stefnt að gjaldtöku af umferð í jarðgöngum á Íslandi sem fjármagna eigi rekstur og viðhald ganganna sem og hluta framkvæmdakostnaðar nýrra jarðganga. Greiningar bendi til þess að fýsilegast sé að halda utan um slík verkefni í opinberu hlutafélagi sem verði að fullu í eigu ríkisins. Þannig fáist skýr umgjörð og utanumhald um þessi verkefni. Lykilþáttur í starfsemi félagsins verði að halda utan um fjármögnun verkanna, þar með talið innheimtu notkunargjalda. Eftir eigi þó að taka afstöðu til þess hvort rétt sé að það verði í einu slíku félagi eða fleirum. Sigurður Ingi Jóhannsson sem samgönguráðherra var sá síðasti sem greiddi veggjald í Hvalfjarðargöng þegar innheimtu lauk haustið 2018, sem sjá má hér: Vegtollar Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30 Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Við sögðum í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi frá undirritun 6,3 milljarða króna verksamnings um nýjan kafla hringvegarins um Hornafjörð. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. Innviðaráðherra hefur núna kynnt áform um að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi um stofnun opinbers hlutafélags um slíkar framkvæmdir en sex hafa þegar verið tilgreindar. Auk Hornafjarðarfljóts eru það brú yfir Ölfusá, vegur yfir Öxi, jarðgöng um Reynisfjall, tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut. Fyrirhuguð brú yfir Hornafjarðarfljót. Framkvæmdir eiga að hefjast með haustinu.Vegagerðin Ráðherrann segir að í stjórnarsáttmála sé jafnframt gert ráð fyrir að stofnað verði opinbert félag um jarðgangagerð. Í kynningu málsins á samráðsgáttinni segir að lykilþáttur slíkra verkefna sé innheimta notkunargjalda af notendum mannvirkjanna og að framkvæmdakostnaður sé þannig endurheimtur, að minnsta kosti að mestum hluta. Þá sé stefnt að gjaldtöku af umferð í jarðgöngum á Íslandi sem fjármagna eigi rekstur og viðhald ganganna sem og hluta framkvæmdakostnaðar nýrra jarðganga. Greiningar bendi til þess að fýsilegast sé að halda utan um slík verkefni í opinberu hlutafélagi sem verði að fullu í eigu ríkisins. Þannig fáist skýr umgjörð og utanumhald um þessi verkefni. Lykilþáttur í starfsemi félagsins verði að halda utan um fjármögnun verkanna, þar með talið innheimtu notkunargjalda. Eftir eigi þó að taka afstöðu til þess hvort rétt sé að það verði í einu slíku félagi eða fleirum. Sigurður Ingi Jóhannsson sem samgönguráðherra var sá síðasti sem greiddi veggjald í Hvalfjarðargöng þegar innheimtu lauk haustið 2018, sem sjá má hér:
Vegtollar Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30 Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Framkvæmdir við nýjan hringveg þvert yfir Hornafjörð hefjast með haustinu Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir 6,3 milljarða króna verksamning um gerð nýs vegar þvert yfir Hornafjörð, sem styttir hringveginn um tólf kílómetra. Samningurinn markar tímamót því hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni, en í því felst einkafjármögnun og að vegfarendur greiði vegtoll. 18. júlí 2022 18:51
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04
Fjarðarheiði gleypir öll framlög og veggjöld til jarðganga í sautján ár Svo fjárfrek verða Fjarðarheiðargöng að öll framlög á fimmtán ára jarðgangaáætlun ásamt gjaldtöku af öllum göngum duga ekki til að greiða kostnaðinn. Rými til að grafa næstu göng í landinu skapast vart fyrr en í kringum árið 2040. 14. júlí 2022 22:30
Ölfusárbrú og Axarvegur á leið í einkaframkvæmd Smíði nýrrar Ölfusárbrúar og lagning Axarvegar eru að fara í útboðsferli sem einkaframkvæmd og mun Vegagerðin í þessum og næsta mánuði óska eftir áhugasömum bjóðendum. Ný brú á Hornafjarðarfljót er þó komin lengst slíkra verkefna en tilboð verða opnuð síðar í þessari viku. 14. febrúar 2022 22:05