Knattspyrnukona úr Aftureldingu komst á samning í fjölbragðaglímu WWE Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2022 09:01 Jade Gentile fagnar því að hafa fengið samning hjá WWE. Skjámynd/@WWERecruit Bandaríska knattspyrnukonan Jade Gentile skiptir úr Bestu deildar liði Aftureldingu yfir í fjölbragðaglímu hjá WWE samtökunum. WWE eða World Wrestling Entertainment kallaði saman fimmtíu íþróttamenn til Nashville í Tennessee þar sem þau fengu tækifæri til að vinna hug og hjörtu stjórnanda WWW og komast á samning. View this post on Instagram A post shared by Jade Gentile (@jade_gentile) Meðal þeirra sem reyndu fyrir sér en fengu ekki samning var NBA stjarnan Dwight Howard. Howard er fyrrum leikmaður Orlando Magic og Los Angeles Lakers en hann hefur enn ekki fundið sér lið fyrir næstu leiktíð. Jade ákvað líka að reyna fyrir sér og fékk frábærar fréttir í vikunni. Jade var nefnilega af ein af þeim fjórtán sem var boðinn samningur og fær nú tækifæri til að verða fjölbragðaglímustjarna hjá WWE. Hér fyrir neðan má sjá þegar þessi fjórtán fengu að vita af því að þau kæmust á samning. 14 people had their lives changed forever as they were offered a @WWE contract following the #SummerSlam Tryouts in Nashville. pic.twitter.com/HL7fcYg0O1— WWE Recruit (@WWERecruit) August 10, 2022 Paul 'Triple H' Levesque tilkynnti þarna hverjum og einum að þau fengju samning og það er óhætt að segja að tilfinningarnar hafi flætt fram hjá þeim flestum. WWE setur þetta upp sem gullið tækifæri fyrir hvert þeirra að verða að stórstjörnu en fjölbragðaglíman er mjög vinsæl í Bandaríkjunum. Standi Jade sig vel og komst í þennan stjörnuhóp ætti hún að geta haft mikið upp úr því að keppa á vegum WWE. Jade Gentile endaði tíma sinn hjá Aftureldingu með því að skora eftirminnilegt sigurmark á Selfossi rétt fyrir EM-frí þegar hún skoraði með laglegu skoti utan af kanti. Þetta var eina mark hennar í Bestu deildinni í sumar. View this post on Instagram A post shared by Jade Gentile (@jade_gentile) Jade hafði hjálpað Mosfellingum að vinna sér sæti í Bestu deildinni með því að skora 4 mörk í 18 leikjum í Lengjudeild kvenna í fyrrasumar. Jade, sem er 24 ára gömul, lék með West Virginia University í bandaríska háskólafótboltanum en útskrifaðist 2020. WWE er náttúrulega meiri sýning en keppni en bardagarnir eru búnir til fyrir fram og áhersla lögð á sýndarmennsku og mikil tilþrif sem halda athygli áhorfandans. Hér fyrir neðan má sjá tvö stutt brot úr keppni kvenna í WWE. View this post on Instagram A post shared by WWE (@wwe) View this post on Instagram A post shared by WWE (@wwe) Besta deild kvenna Afturelding Fjölbragðaglíma Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
WWE eða World Wrestling Entertainment kallaði saman fimmtíu íþróttamenn til Nashville í Tennessee þar sem þau fengu tækifæri til að vinna hug og hjörtu stjórnanda WWW og komast á samning. View this post on Instagram A post shared by Jade Gentile (@jade_gentile) Meðal þeirra sem reyndu fyrir sér en fengu ekki samning var NBA stjarnan Dwight Howard. Howard er fyrrum leikmaður Orlando Magic og Los Angeles Lakers en hann hefur enn ekki fundið sér lið fyrir næstu leiktíð. Jade ákvað líka að reyna fyrir sér og fékk frábærar fréttir í vikunni. Jade var nefnilega af ein af þeim fjórtán sem var boðinn samningur og fær nú tækifæri til að verða fjölbragðaglímustjarna hjá WWE. Hér fyrir neðan má sjá þegar þessi fjórtán fengu að vita af því að þau kæmust á samning. 14 people had their lives changed forever as they were offered a @WWE contract following the #SummerSlam Tryouts in Nashville. pic.twitter.com/HL7fcYg0O1— WWE Recruit (@WWERecruit) August 10, 2022 Paul 'Triple H' Levesque tilkynnti þarna hverjum og einum að þau fengju samning og það er óhætt að segja að tilfinningarnar hafi flætt fram hjá þeim flestum. WWE setur þetta upp sem gullið tækifæri fyrir hvert þeirra að verða að stórstjörnu en fjölbragðaglíman er mjög vinsæl í Bandaríkjunum. Standi Jade sig vel og komst í þennan stjörnuhóp ætti hún að geta haft mikið upp úr því að keppa á vegum WWE. Jade Gentile endaði tíma sinn hjá Aftureldingu með því að skora eftirminnilegt sigurmark á Selfossi rétt fyrir EM-frí þegar hún skoraði með laglegu skoti utan af kanti. Þetta var eina mark hennar í Bestu deildinni í sumar. View this post on Instagram A post shared by Jade Gentile (@jade_gentile) Jade hafði hjálpað Mosfellingum að vinna sér sæti í Bestu deildinni með því að skora 4 mörk í 18 leikjum í Lengjudeild kvenna í fyrrasumar. Jade, sem er 24 ára gömul, lék með West Virginia University í bandaríska háskólafótboltanum en útskrifaðist 2020. WWE er náttúrulega meiri sýning en keppni en bardagarnir eru búnir til fyrir fram og áhersla lögð á sýndarmennsku og mikil tilþrif sem halda athygli áhorfandans. Hér fyrir neðan má sjá tvö stutt brot úr keppni kvenna í WWE. View this post on Instagram A post shared by WWE (@wwe) View this post on Instagram A post shared by WWE (@wwe)
Besta deild kvenna Afturelding Fjölbragðaglíma Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira