Knattspyrnukona úr Aftureldingu komst á samning í fjölbragðaglímu WWE Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2022 09:01 Jade Gentile fagnar því að hafa fengið samning hjá WWE. Skjámynd/@WWERecruit Bandaríska knattspyrnukonan Jade Gentile skiptir úr Bestu deildar liði Aftureldingu yfir í fjölbragðaglímu hjá WWE samtökunum. WWE eða World Wrestling Entertainment kallaði saman fimmtíu íþróttamenn til Nashville í Tennessee þar sem þau fengu tækifæri til að vinna hug og hjörtu stjórnanda WWW og komast á samning. View this post on Instagram A post shared by Jade Gentile (@jade_gentile) Meðal þeirra sem reyndu fyrir sér en fengu ekki samning var NBA stjarnan Dwight Howard. Howard er fyrrum leikmaður Orlando Magic og Los Angeles Lakers en hann hefur enn ekki fundið sér lið fyrir næstu leiktíð. Jade ákvað líka að reyna fyrir sér og fékk frábærar fréttir í vikunni. Jade var nefnilega af ein af þeim fjórtán sem var boðinn samningur og fær nú tækifæri til að verða fjölbragðaglímustjarna hjá WWE. Hér fyrir neðan má sjá þegar þessi fjórtán fengu að vita af því að þau kæmust á samning. 14 people had their lives changed forever as they were offered a @WWE contract following the #SummerSlam Tryouts in Nashville. pic.twitter.com/HL7fcYg0O1— WWE Recruit (@WWERecruit) August 10, 2022 Paul 'Triple H' Levesque tilkynnti þarna hverjum og einum að þau fengju samning og það er óhætt að segja að tilfinningarnar hafi flætt fram hjá þeim flestum. WWE setur þetta upp sem gullið tækifæri fyrir hvert þeirra að verða að stórstjörnu en fjölbragðaglíman er mjög vinsæl í Bandaríkjunum. Standi Jade sig vel og komst í þennan stjörnuhóp ætti hún að geta haft mikið upp úr því að keppa á vegum WWE. Jade Gentile endaði tíma sinn hjá Aftureldingu með því að skora eftirminnilegt sigurmark á Selfossi rétt fyrir EM-frí þegar hún skoraði með laglegu skoti utan af kanti. Þetta var eina mark hennar í Bestu deildinni í sumar. View this post on Instagram A post shared by Jade Gentile (@jade_gentile) Jade hafði hjálpað Mosfellingum að vinna sér sæti í Bestu deildinni með því að skora 4 mörk í 18 leikjum í Lengjudeild kvenna í fyrrasumar. Jade, sem er 24 ára gömul, lék með West Virginia University í bandaríska háskólafótboltanum en útskrifaðist 2020. WWE er náttúrulega meiri sýning en keppni en bardagarnir eru búnir til fyrir fram og áhersla lögð á sýndarmennsku og mikil tilþrif sem halda athygli áhorfandans. Hér fyrir neðan má sjá tvö stutt brot úr keppni kvenna í WWE. View this post on Instagram A post shared by WWE (@wwe) View this post on Instagram A post shared by WWE (@wwe) Besta deild kvenna Afturelding Fjölbragðaglíma Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira
WWE eða World Wrestling Entertainment kallaði saman fimmtíu íþróttamenn til Nashville í Tennessee þar sem þau fengu tækifæri til að vinna hug og hjörtu stjórnanda WWW og komast á samning. View this post on Instagram A post shared by Jade Gentile (@jade_gentile) Meðal þeirra sem reyndu fyrir sér en fengu ekki samning var NBA stjarnan Dwight Howard. Howard er fyrrum leikmaður Orlando Magic og Los Angeles Lakers en hann hefur enn ekki fundið sér lið fyrir næstu leiktíð. Jade ákvað líka að reyna fyrir sér og fékk frábærar fréttir í vikunni. Jade var nefnilega af ein af þeim fjórtán sem var boðinn samningur og fær nú tækifæri til að verða fjölbragðaglímustjarna hjá WWE. Hér fyrir neðan má sjá þegar þessi fjórtán fengu að vita af því að þau kæmust á samning. 14 people had their lives changed forever as they were offered a @WWE contract following the #SummerSlam Tryouts in Nashville. pic.twitter.com/HL7fcYg0O1— WWE Recruit (@WWERecruit) August 10, 2022 Paul 'Triple H' Levesque tilkynnti þarna hverjum og einum að þau fengju samning og það er óhætt að segja að tilfinningarnar hafi flætt fram hjá þeim flestum. WWE setur þetta upp sem gullið tækifæri fyrir hvert þeirra að verða að stórstjörnu en fjölbragðaglíman er mjög vinsæl í Bandaríkjunum. Standi Jade sig vel og komst í þennan stjörnuhóp ætti hún að geta haft mikið upp úr því að keppa á vegum WWE. Jade Gentile endaði tíma sinn hjá Aftureldingu með því að skora eftirminnilegt sigurmark á Selfossi rétt fyrir EM-frí þegar hún skoraði með laglegu skoti utan af kanti. Þetta var eina mark hennar í Bestu deildinni í sumar. View this post on Instagram A post shared by Jade Gentile (@jade_gentile) Jade hafði hjálpað Mosfellingum að vinna sér sæti í Bestu deildinni með því að skora 4 mörk í 18 leikjum í Lengjudeild kvenna í fyrrasumar. Jade, sem er 24 ára gömul, lék með West Virginia University í bandaríska háskólafótboltanum en útskrifaðist 2020. WWE er náttúrulega meiri sýning en keppni en bardagarnir eru búnir til fyrir fram og áhersla lögð á sýndarmennsku og mikil tilþrif sem halda athygli áhorfandans. Hér fyrir neðan má sjá tvö stutt brot úr keppni kvenna í WWE. View this post on Instagram A post shared by WWE (@wwe) View this post on Instagram A post shared by WWE (@wwe)
Besta deild kvenna Afturelding Fjölbragðaglíma Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira