Erlent

Tveir al­var­lega slasaðir eftir rússí­bana­slys í Le­gólandi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Atvikið átti sér stað í bænum Günzburg í Þýskalandi.
Atvikið átti sér stað í bænum Günzburg í Þýskalandi. Getty/Stefan Puchner

Alls eru 34 slasaðir, þar af tveir alvarlega, eftir rússíbanaslys í bænum Günzburg í suðurhluta Þýskalands. Öllum farþegum rússíbanans bauðst áfallahjálp eftir slysið.

Slysið átti sér stað í rússíbananum „Elddrekinn“ er tveir vagnar klesstu á hvorn annan. Um leið og slysið átti sér stað voru viðbragðsaðilar kallaðir á svæðið og voru tveir fluttir á sjúkrahús þar sem meiðsli þeirra voru talin alvarleg.

Augsburger Allgemeine hefur eftir fjölmiðlafulltrúa lögreglunnar á svæðinu að einn vagn rússíbanans hafi ekki stöðvað almennilega eftir að hann kláraði hring sinn. Hann hafi því klesst á annan vagn sem var einnig nýbúinn að klára hring sinn.

Lögreglan hefur enn ekki gefið út hversu alvarlega slasaðir þessir tveir sem fluttir voru á sjúkrahús eru.

Tólf sjúkrabílar mættu á staðinn eftir slysið.Getty/Stefan Puchner


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×