Erlent

Átta herflugvélar virðast hafa skemmst í sprengingum á herstöð á Krímskaga

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Eyðileggingin blasir við þegar nýju myndirnar eru bornar saman við myndir sem voru teknar áður en sprengingarnar áttu sér stað.
Eyðileggingin blasir við þegar nýju myndirnar eru bornar saman við myndir sem voru teknar áður en sprengingarnar áttu sér stað. AP/Planet Labs

Að minnsta kosti átta rússneskar herflugvélar virðast hafa skemmst eða eyðilagst í sprengingum sem urðu á Saky herstöðinni á Krímskaga á þriðjudag, ef marka má nýjar gervihnattamyndir af herstöðinni. 

Einn var sagður hafa látist í sprengingunum og fjórtán særst.

Rússar sögðu í gær að sprengingarnar hefðu komið frá skotfærageymslu og Úkraínumenn hafa ekki gefið til kynna að þeir hafi staðið að baki þeim. Þó er hávær orðrómur uppi um að úkraínskir andspyrnumenn beri ábyrgðina.

Rússar hafa neitað því að herflugvélar hafi skemmst í sprengingunum en myndirnar benda til annars. 

Stjórnvöld í Moskvu hafa hótað Úkraínumönnum hörðum viðbrögðum ef þeir ráðast á Krím, þar sem svæðið er nú hluti af Rússlandi í þeirra huga. 

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, segir Saky herstöðina hins vegar fullkomlega lögmætt skotmark en Bretar séu enn að safna upplýsingum um sprengingarnar og mögulegar orsakir þeirra

Á vefsíðu Guardian má sjá fyrir og eftir myndir af herstöðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×