Erlent

Þúsundir manna þurft að flýja heimili sín í Frakk­landi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Miklir skógareldar eru nú í Frakklandi.
Miklir skógareldar eru nú í Frakklandi. EPA/SDIS

Alls hafa um tíu þúsund manns þurft að flýja heimili sín í Frakklandi vegna mikilla skógarelda. Íbúar Gironde-svæðisins hafa þurft glíma við fjölda elda í ágústmánuði.

Að minnsta kosti sextán heimili hafa orðið eldinum að bráð en hingað til hefur enginn látist eða slasast í eldunum. Samkvæmt CNN hafa 60 ferkílómetrar af skógi brunnið hingað til og loga eldarnir enn.

„Við erum að komast á þann stað að allir slökkviliðsmenn eru að verða uppgefnir,“ segir innviðaráðherra Frakklands, Gerald Darmanin.

Slökkviliðsmenn í Frakklandi eru 250 þúsund talsins en 79 prósent þeirra eru sjálfboðaliðar. Tíu þúsund slökkviliðsmenn eru nú á víð og dreif um landið að vinna í því að slökkva skógareldana. Búið er að loka A63-hraðbrautinni sem sameinar borgirnar Bordeaux, sem er stærsta borg Gironde-svæðisins, og Bayonne.

„Það stefnir í mjög erfiðan dag með miklum áhættum. Veðrið er ekki með okkur í liði þessa stundina,“ segir í tilkynningu frá yfirvöldum í Frakklandi. Á morgun mun forsætisráðherra Frakklands, Élisabeth Borne, heimsækja svæðið ásamt innviðaráðherranum.

Mikil hitabylgja er í Frakklandi þessa stundina en sums staðar um landið mun hiti ná allt að fjörutíu gráðum á morgun og á föstudaginn. Mun þetta vera fjórða hitabylgjan síðan í byrjun júní sem ríður yfir Frakkland.


Tengdar fréttir

Spá enn fleiri hitametum í Evrópu í dag

Ekkert lát virðist ætla að verða á ofsahita í Evrópu og er búist við því að enn fleiri hitamet falli í dag, meðal annars í Danmörku en mesti hiti sem hefur mælst þar í landi er 36,4 gráður.

Ís­lendingar að kafna í met­hita í Dan­mörku

Skæð hitabylgja sem gengið hefur yfir Evrópu síðustu daga lét til sín taka í Danmörku í dag, þar sem hitamet fyrir júlímánuð var slegið. Íslendingar á heitustu svæðunum segja hitann hafa verið kæfandi og götur tómar.

Enn einn mollu­­dagur í Evrópu

Vesturhluti Evrópu á von á enn einum molludeginum í dag en hitabylgjan í Evrópu færir sig nú norður á bóginn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×