Rússnesk fréttakona sem mótmælti innrásinni handtekin fyrir að gagnrýna herinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 18:02 Marina Ovsyannikova hefur verið handtekin fyrir að fara niðrandi orðum um rússneska herinn og gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsi. AP Rússneska fréttakonan Marina Ovsyannikova, sem vakti athygli í mars síðastliðnum fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu í beinni útsendingu, hefur verið ákærð fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn. Hún gæti átt yfir höfði sér allt að tíu ára dóm verði hún sakfelld, segir lögmaður hennar. Ovsyannikova stóð fyrir mótmælum í síðasta mánuði, þar sem hún hélt á skilti sem stóð á „(Rússlandsforseti Vladimír) Pútín er morðingi, hermenn hans eru fasistar. 352 börn hafa verið myrt (í Úkraínu). Hve mörg börn þurfa að deyja til að þið hættið?“ Lögreglan gerði húsleit á heimili Ovsyannikova í dag og var hún þá handtekin. Hún dvelur nú í fangaklefa á lögreglustöð í Moskvu. Dmitry Zakhvatov, lögmaður Ovsyannikova, sagði í færslu á Telegram að ef Ocsyannikova verði sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm vegna nýrra laga sem refsa fólki fyrir yfirlýsingar gegn rússneska hernum en þau voru fest í gildi skömmu eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Ítrekað sektuð fyrir að lítillækka herinn Ovsyannikova varð heimsfræg í mars síðastliðnum þegar hún hélt uppi skilti í beinni útsendingu í rússnesku sjónvarpi sem stóð á „Stöðvið stríðið, ekki trúa áróðrinum, þeir eru að ljúga að ykkur hér.“ Fyrir þann gjörning var hún ákærð fyrir að lítillækka rússneska herinn og fékk sekt upp á 30 þúsund rúblur (sem jafngilti þá um 36 þúsund krónum). Osyannikova með mótmælendaskiltið skömmu eftir að innrás rússa hófst.skjáskot Ovsyannikova vann sjálf á fréttastofunni en hætti í kjölfar mótmælanna og hefur síðan þá starfað sem aktívisti, staðið fyrir mótmælum og talað gegn stríðinu opinberlega. Þá var hún um tíma á flakki erlendis og fékk meðal annars vinnu hjá þýska blaðinu Die Welt. Á undanförnum vikum hefur hún verið sektuð tvisvar til viðbótar fyrir að lítillækka rússneska herinn. Annars vegar var hún sektuð um 40 þúsund rúblur vegna ummæla um herinn í Facebook-færslu. Hins vegar var hún sektuð um 50 þúsund rúblur fyrir að lýsa yfir stuðningi við Ilya Yashin, rússneskan stjórnarandstöðuþingmann, sem var fangelsaður fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Fréttakonan sem mótmælti innrásinni handtekin Rússneska fréttakonan sem mótmælti innrás rússa í beinni útskendingu á rússneska ríkissjónvarpinu skömmu eftir innrásina hefur verið handtekin. 18. júlí 2022 07:39 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Ovsyannikova stóð fyrir mótmælum í síðasta mánuði, þar sem hún hélt á skilti sem stóð á „(Rússlandsforseti Vladimír) Pútín er morðingi, hermenn hans eru fasistar. 352 börn hafa verið myrt (í Úkraínu). Hve mörg börn þurfa að deyja til að þið hættið?“ Lögreglan gerði húsleit á heimili Ovsyannikova í dag og var hún þá handtekin. Hún dvelur nú í fangaklefa á lögreglustöð í Moskvu. Dmitry Zakhvatov, lögmaður Ovsyannikova, sagði í færslu á Telegram að ef Ocsyannikova verði sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm vegna nýrra laga sem refsa fólki fyrir yfirlýsingar gegn rússneska hernum en þau voru fest í gildi skömmu eftir innrás Rússa inn í Úkraínu. Ítrekað sektuð fyrir að lítillækka herinn Ovsyannikova varð heimsfræg í mars síðastliðnum þegar hún hélt uppi skilti í beinni útsendingu í rússnesku sjónvarpi sem stóð á „Stöðvið stríðið, ekki trúa áróðrinum, þeir eru að ljúga að ykkur hér.“ Fyrir þann gjörning var hún ákærð fyrir að lítillækka rússneska herinn og fékk sekt upp á 30 þúsund rúblur (sem jafngilti þá um 36 þúsund krónum). Osyannikova með mótmælendaskiltið skömmu eftir að innrás rússa hófst.skjáskot Ovsyannikova vann sjálf á fréttastofunni en hætti í kjölfar mótmælanna og hefur síðan þá starfað sem aktívisti, staðið fyrir mótmælum og talað gegn stríðinu opinberlega. Þá var hún um tíma á flakki erlendis og fékk meðal annars vinnu hjá þýska blaðinu Die Welt. Á undanförnum vikum hefur hún verið sektuð tvisvar til viðbótar fyrir að lítillækka rússneska herinn. Annars vegar var hún sektuð um 40 þúsund rúblur vegna ummæla um herinn í Facebook-færslu. Hins vegar var hún sektuð um 50 þúsund rúblur fyrir að lýsa yfir stuðningi við Ilya Yashin, rússneskan stjórnarandstöðuþingmann, sem var fangelsaður fyrir að dreifa falsupplýsingum um rússneska herinn.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13 Fréttakonan sem mótmælti innrásinni handtekin Rússneska fréttakonan sem mótmælti innrás rússa í beinni útskendingu á rússneska ríkissjónvarpinu skömmu eftir innrásina hefur verið handtekin. 18. júlí 2022 07:39 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. 29. júlí 2022 13:13
Fréttakonan sem mótmælti innrásinni handtekin Rússneska fréttakonan sem mótmælti innrás rússa í beinni útskendingu á rússneska ríkissjónvarpinu skömmu eftir innrásina hefur verið handtekin. 18. júlí 2022 07:39