Yngstu leikmenn í sögu ÍA og KR koma úr gríðarlegum fótboltafjölskyldum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2022 16:01 Jón Arnar Sigurðsson er yngsti leikmaður í sögu KR. KR Fornu fjendurnir KR og ÍA hafa bæði valdið vonbrigðum það sem af er sumri í Bestu deild karla í fótbolta. KR-ingar eru þó að því virðist að vakna af værum blundi á meðan ÍA er fast við botninn. Bæði lið hafa þó gefið mjög svo ungum leikmönnum nokkrar mínútur í sumar, mínútur sem skiluðu drengjunum í sögubækurnar. Þeir Daniel Ingi Jóhannesson og Jón Arnar Sigurðsson eru komnir í sögubækur íslenskrar knattspyrnu þar sem um er að ræða yngsta leikmann í sögu efstu deildar hjá ÍA annars vegar og yngsta leikmann í sögu efstu deildar hjá KR hins vegar. Báðir koma úr gríðarlegum fótboltafjölskyldum. Daniel Ingi var á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn nýverið.Twitter@totalafl Þann 1. ágúst síðastliðinn mættust Breiðablik og ÍA í Bestu deild karla. Fór það svo að Breiðablik vann 3-1 heimasigur en þegar fimm mínútur lifðu leiks kom Daniel Ingi Jóhannesson inn af bekknum hjá gestunum og varð um leið yngsti leikmaður í sögu ÍA í efstu deild. Raunar varð hann yngsti leikmaður til að spila deildarleik fyrir ÍA. Daniel Ingi var 15 ára og 119 daga gamall er hann sló metið. Ísak Bergmann Jóhannesson, bróðir Daniels Inga, var yngsti leikmaður ÍA í deildarkeppni fyrir leikinn þann 1. ágúst á meðan Sigurður Jónsson var yngsti leikmaður ÍA í sögu efstu deildar. Ísak Bergmann er í dag landsliðsmaður ásamt því að spila með meistaraliði FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Faðir þeirra er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður sem og fyrrverandi þjálfari ÍA en hann er í dag aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands. Það var svo sunnudaginn viku síðar, þann 7. ágúst sem Jón Arnar Sigurðsson varð yngsti leikmaður KR í sögu efstu deildar er hann kom inn af varamannabekknum í 4-0 sigri á ÍBV. „Jón Arnar er einungis 15 ára og 96 daga gamall og því yngsti leikmaður í sögunni til að spila fyrir KR í efstu deild, ásamt því að vera fjórða kynslóð til að spila fyrir meistaraflokk KR,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu KR. Jón Arnar er sonur Sigurðar Arnar Jónssonar sem lék með KR á árunum 1989 til 2001. Afi Jóns Arnars er Jón Már Ólason en hann lék með liðinu 1968-69 og langafi drengsins er Óli Björgvin Jónasson en hann lék með KR frá árunum 1936-1950. Árni Ingi Pjetursson átti metið á undan Jóni Arnari en verður að bíta í það súra epli að vera núna næstyngsti leikmaður í sögu KR í efstu deild. KR er í dag í 6. sæti Bestu deildar karla með 24 stig eftir 16 leiki á meðan ÍA er með 8 stig eftir jafn marga leiki. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Þeir Daniel Ingi Jóhannesson og Jón Arnar Sigurðsson eru komnir í sögubækur íslenskrar knattspyrnu þar sem um er að ræða yngsta leikmann í sögu efstu deildar hjá ÍA annars vegar og yngsta leikmann í sögu efstu deildar hjá KR hins vegar. Báðir koma úr gríðarlegum fótboltafjölskyldum. Daniel Ingi var á reynslu hjá FC Kaupmannahöfn nýverið.Twitter@totalafl Þann 1. ágúst síðastliðinn mættust Breiðablik og ÍA í Bestu deild karla. Fór það svo að Breiðablik vann 3-1 heimasigur en þegar fimm mínútur lifðu leiks kom Daniel Ingi Jóhannesson inn af bekknum hjá gestunum og varð um leið yngsti leikmaður í sögu ÍA í efstu deild. Raunar varð hann yngsti leikmaður til að spila deildarleik fyrir ÍA. Daniel Ingi var 15 ára og 119 daga gamall er hann sló metið. Ísak Bergmann Jóhannesson, bróðir Daniels Inga, var yngsti leikmaður ÍA í deildarkeppni fyrir leikinn þann 1. ágúst á meðan Sigurður Jónsson var yngsti leikmaður ÍA í sögu efstu deildar. Ísak Bergmann er í dag landsliðsmaður ásamt því að spila með meistaraliði FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Faðir þeirra er Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum landsliðs- og atvinnumaður sem og fyrrverandi þjálfari ÍA en hann er í dag aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands. Það var svo sunnudaginn viku síðar, þann 7. ágúst sem Jón Arnar Sigurðsson varð yngsti leikmaður KR í sögu efstu deildar er hann kom inn af varamannabekknum í 4-0 sigri á ÍBV. „Jón Arnar er einungis 15 ára og 96 daga gamall og því yngsti leikmaður í sögunni til að spila fyrir KR í efstu deild, ásamt því að vera fjórða kynslóð til að spila fyrir meistaraflokk KR,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu KR. Jón Arnar er sonur Sigurðar Arnar Jónssonar sem lék með KR á árunum 1989 til 2001. Afi Jóns Arnars er Jón Már Ólason en hann lék með liðinu 1968-69 og langafi drengsins er Óli Björgvin Jónasson en hann lék með KR frá árunum 1936-1950. Árni Ingi Pjetursson átti metið á undan Jóni Arnari en verður að bíta í það súra epli að vera núna næstyngsti leikmaður í sögu KR í efstu deild. KR er í dag í 6. sæti Bestu deildar karla með 24 stig eftir 16 leiki á meðan ÍA er með 8 stig eftir jafn marga leiki. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR ÍA Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira