Fótbolti

Sjáðu mörkin hans Alberts Guðmunds og vítið sem hann fékk ekki að taka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson fagnar mörkunum og sigrinum í leikslok.
Albert Guðmundsson fagnar mörkunum og sigrinum í leikslok. Instagram/@genoacfcofficial

Íslenski landsliðsframherjinn Albert Guðmundsson skoraði tvívegis þegar Genoa komst áfram í ítalska bikarnum í vikunni.

Geona vann 3-2 sigur á Benevento í fyrstu umferð ítalska bikarsins en fram undan er síðan fyrsta umferðin í Seríu B.

Albert skoraði bæði mörkin sín í fyrri hálfleik og bæði eftir stoðsendingar frá reynsluboltanum Massimo Coda. Fyrra markið skoraði Albert á 35. mínútu en það síðara á 45. mínútu.

Þetta var fyrsti mótsleikur Genoa liðsins á leiktíðinni og Albert byrjar því tímabilið afar vel.

Þetta er hans annað tímabil hans hjá félaginu en Albert skoraði bara eitt mark í ellefu leikjum á síðustu leiktíð. Íslenski framherjinn er því þegar búinn að tvöfalda markaskor sitt.

Genoa fékk vítaspyrnu á 64. mínútu leiksins en Albert fékk þó ekki að taka hana og innsigla þrennuna. Vítið tók umræddur Massimo Coda og skoraði hann af öryggi.

Það má sjá mörkin hans Alberts og vítið sem hann fékk ekki að taka hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×