Erlent

Rann­saka tuttugu og fimm þúsund meinta stríðs­glæpi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Rússneskur hermaður var í maí dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morð.
Rússneskur hermaður var í maí dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morð. Getty/Gateau

Yfirvöld í Úkraínu rannsaka rúmlega 25 þúsund meinta stríðsglæpi sem Rússar eiga að hafa framið í landinu síðan innrásin hófst í lok febrúar.

Úkraínumenn hafa kært 135 manns en 15 þeirra eru í haldi Úkraínumanna. Hinir eru ófundnir. Reuters greinir frá.

Í maí á þessu ári var 21 árs gamall rússneskur hermaður sá fyrsti sem sakfelldur hefur verið fyrir stríðsglæp í Úkraínu síðan innrásin hófst hinn 24. febrúar síðastliðinn. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa myrt almennan borgara.

„Stundum erum við saksóknarar spurðir af því af hverju við séum að kæra svona lágt setta menn innan hersins en það er einfaldlega vegna þess að þeir eru í Úkraínu. Ef að háttsettir embættismenn í rússneska hernum væru hér í Úkraínu myndum við augljóslega kæra þá líka,“ segir Yuriy Bilousov, yfirmaður rannsóknardeildar stríðsglæpa í Úkraínu við Reuters.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.