Fótbolti

Ronaldo fær hlýjar móttökur á Old Trafford

Hjörvar Ólafsson skrifar
Cristiano Ronaldo er enn í herbúðum Manchester United þrátt fyrir áhuga sinn á að leita á önnur mið. 
Cristiano Ronaldo er enn í herbúðum Manchester United þrátt fyrir áhuga sinn á að leita á önnur mið.  Vísir/Getty

Manchester United mætir Brighton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta karla klukkan 13.00 í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíða Cristiano Ronaldos í sumar en hann er mættur á Old Trafford og fékk góðar móttökur hjá stuðningsmönnum Manchester United sem mættir eru á svæðið.

Þetta er fyrsti deildarleikur Erik ten Hag við stjórnvölinn hjá Manchester United en hollenski knattspyrnustjórinn skammaði Ronaldo fyrir að yfirgefa Old Trafford snemma þegar hann spilaði sinn eina æfingaleik á undirbúningstímabilinu gegn Rayo Vallacano um síðustu helgi. 

Erik ten Hag hefur einnig sagt að Ronaldo sé á eftir öðrum leikmönnum hvað líkamlegt atgervi varðar en svo gæti verið að hann muni samt sem áður stilla portúgalska framherjanum upp í fremstu víglínu þar sem Anthonu Martial er fjarri góðu gamni vegna meiðsla. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×