Innlent

Gleði­gangan fínasti stað­gengill Fiski­dagsins

Bjarki Sigurðsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Friðrik Ómar og Siggi voru ansi glæsilegir í dag.
Friðrik Ómar og Siggi voru ansi glæsilegir í dag. Stöð 2

Gestir Gleðigöngunnar voru margir í dag og voru margir hverjir þeirra ansi litríkir líkt og söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson og útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars. Þeir voru báðir í dragi þegar fréttastofa náði tali af þeim.

„Það er sturlað, það er rosa góð tilfinning,“ segir Friðrik aðspurður hvernig sé að vera mættur í Gleðigönguna. Hann er ekki gestur hvert einasta ár þar sem hann er oftar en ekki á annarri hátíð þessa helgi. „Ég er auðvitað alltaf á Fiskideginum á þessum degi en þetta eru fín skipti,“ segir Friðrik en Fiskidagurinn mikli var ekki haldinn hátíðlegur í ár vegna kórónuveirunnar. 

Siggi tekur undir orð Friðriks og segir það að taka þátt í göngunni vera bestu tilfinningu í heimi. 

„Það skiptir svo miklu máli, fyrir okkur og samfélagið að koma saman. Þetta er gleðiganga og líka kröfuganga. Við erum að minna á okkur og minna á réttindi hinsegin fólks,“ segir Siggi. 

Þeir segja gönguna vera afar mikilvæga, sérstaklega þar sem bakslag hefur orðið í umræðu um réttindi hinsegin fólks. 

„Það snertir mann bara út af samfélaginu okkar og við þurfum að standa saman. Það eru breyttir tímar. Sem hommi, það er búið að gerast ýmislegt í okkar málum, en nú þurfum við að styðja við systkini okkar og bræður,“ segir Friðrik.


Tengdar fréttir

„Í dag er stóri dagurinn“

Hin sívinsæla Gleðiganga fer fram í dag á lokadegi Hinsegin daga. Fjölbreytt dagskrá hefur verið víðsvegar um borgina alla vikuna en hátíðinni lýkur í kvöld með tónleikum á Bryggjunni steikhús þar sem stjórnin mun troða upp.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.